Alþýðublaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 9
ir, Pétur Einarsson ogr Valdimar írnarbæ í annan stað skal þetta ekki skoðast sem gagnrýni á leikþætti Odds (því ég er hjartanlega sammála honum), en aðeins sem lítilsháttar vangaveltur um fyrirbæri, sem farið er að gefa ýmis nöfn, og að mínu áliti sjaldnast þau, sem við eiga. 1. VI3 LESTUR FRAMHALDSSÖGUNNAR. Tveir leikendur: Sveinbjörn Matt- híasson og Valdimar Lárusson túlka kyndara, sem ræða sam- an og eigast annað við á frívakt Athuganir Odds á andlegum sljóleika og „bla, bla mennsku” fólks — í formi þessara kyndara, eru sterkar og raunsæjar. Annað mál er það, að báðir eru mjög ýkt- ar manngerðir og að óþörfu. Hvor sem sökina á, leikstjórinn (H. S.) eða Oddur. Annars þokkalega unnið, en ekk- ert fram yfir það. 2. PARTÍ ELLEFU leikendur: Menn, skepn- ur og glymskrattar. Að -öllum líkindum mun fólki geðjast bezt að þessum þætti, enda nærtækastur og áþreifanlegastur. Oddur hikar ekki við að tefla fram því sterkasta liði, sem hann getur fundið til að magna áhrifin. Ekki er ég þó viss um að bein þörf hafi verið á hrossinu, miðað við lok leiksins. Einkenni múgmennskunnar, — kjafthátt.arins, sljóleikans, yfir- börðsmennskunnar og annarra al- kunnra eiginleika, eru leídd fram íyfir áhorfandann og áheyrand- ann) með þeim afleiðingum, að stundum finnst manni, að horft sé á bi'úðuleikhús. / Frh. á 14. síðu. í ÖLLUM höfuðborgum kommún- staríkjanna spyrja menn þeirrar spurningar hvort foringjar kín- verskra kommúnista séu í raun- inni eins einhuga og þeir reyna að láta útlendinga halda Áður hefur* verið rætt í blaðinu, að þeir eru það ekki . En í höfuðborgum kommúnista- rikja er reynt af fremsta megni að komast að raun um hverjir séu í | minnililutanum, sem er að meira eða minna leyti í andstöðu við hina opinberu stefnu, og hverjir stórni honum. Saga kommúnismans kann ekki að greina frá flokki, sem hefur getað staðið sameinaður þegar við eins mikla erfiðleika hefur verið að stríða og í Peking um þessar mundir Að vísu ræður sterk miðstjórn í kínverska kommúnistaflokknum, næstum því með heraga. Einnig er satt, að hinir óbreyttu flokksfélag- ar vita ekki um neitt nema það, sem foringjar þeirra vilja að þeir viti um. Rúmlega 90% hinna 17 milljóna flokksfélaga gengu ekki í flokkinn fyrr en hann hafði lagt landið und- ir sig og tekið völdin í sínar hend- ur. Þá skortir reynslu til þess að dæma hvenær og hvers vegna stefna flokksins fór úr skorðum. Þó hafa tvær staðreyndir ekki getað farið fram hjá nokkrum Kín verja. ★ Önnur er sú, að stefna flokks- ins í efnahagsmálum hefur farið algerlega út um þúfur. Allir geta borið vitni um alvarlegan skort á matvælum, fötum og öðr- um brýnustu lífsnauðsynjum. Það hefur heldur heldur ekki getað hafa farið fram hjá nokkrum, að rússnesku sérfræðingamir eru horfnir af landi brott. ★ Hin staðreyndin er, að Komm- únista-Kína er algerlega einangr- að, ekki aðeins frá frjálsa heim- inum heldur einnig flestum ríkj- um kommúnistablakkarinnar, um- fram allt Sovétríkjunum. Undir slíkum kringumstæðum væri ekki óeðlilegt að félagar flokksins, háir sem lágir, spyrðu hvort stefna flokksins væri rétt. Þegar í fyrra játað miðstjórn flokksins, að mikil andstaða væri innan flokksins gegn stefnunni, sem framfylgt er. í opnberri til- kynningu sagði, að „stéttabarátt- an bærist í tal innan flokksins, eins og óhjákvæmilegt væri”. Enn fremur sagði þar, að „menn yrðu að halda áfram virkri bar- áttu og reisa eindregið skorður við tækifærissinnuðum tilhneig- igum innan flokksins í tæka tíð”. Loks sagði í tilkynningunni, að „hið mikla sögulega mikilvægi miðstjórnarfundarins í Lushan í ágúst 1959 var í því fólgið, að hann braut á bak aftur árásina af hálfu hinnar hægrisinnuðu tæki- færisstefnu, þ. e. endurskoðunar- stefnu ,og tryggði flokkslínuna og einingu flokksins”. Sjá má að slíkar „endurskoðun- ar” tilhneigingar höfðu ekki tak- markazt við lægri stig flokksvalds- ins af því, að einn þeirra, sem var „brotinn á bak aftur”, var Peng Teh-Huai marskálkur, yfirmaður og „hetja” hers Kommúnista-Kína í Kóreu, landvarnaráðherra og fé- lagi í fastanefnd stjórnmálanefnd- ar flokksins. Peng Teh-Huai barðist gegn „stóra stökkinu áfram” og „alþýðu samyrkjubúunum” og hann var sviotur öllum embættum sínum. Á Búkarest-ráðstefnunni 1960 fór Krústjov forsætisráðherra nokkrum orðum um Peng Teh- Huai og sagði að hann væri góð- ur maður, sem sætt hefði órétt- látri meðferð og fórnað hefði verið vegna skoðana sinna. Valdhafarnir í- Peking tóku þessari yfirlýsingu mjög illa, og sýnir þetta mikilvægi málsins glögglega. Á ráðstefnu hins 81 flokks í Moskvu lýsti aðalritari kínverska flokksins, Teng Hsiao- Ping, því hátíðlega yfir, að Krúst- jov hafði gerzt sekur um „afskipti af innanflokksmálum kínverska kommúnistaflokksins” með því að iofsyngia „flokksfjanda” eins og Peng Teh-Huai. Annar háttsettur leiðtogi, sem hvarf í skuggann um leið og Peng Teh-Huai féll, var Chen Yun. — Hann var varaforsætisráðherra, meðlimur í nefnd stjórnmála- nefndarinnar og um langt skeið helzti sérfræðingur fiokksins í efnahagsmálum. Sakargiftirnar á hendur honum hafa aldrei verið birtar, en allt bendir til þess, að hann hafi einnig gerzt sekur um PENG TAH-HUAI MARSKALKUR — Krústjov hrósaði honum — en það mátti hann ekki. andstöðu gegn hinni glæfralegu stefnu í efnahagsmálum. Augljóst er af þessum tveim dæmum, að taka verður upp þráð- inn ef menn eiga að geta gert sér j grein fyrir klofningnum og valda- ! skiptingunni nú. Deilan um stefnuna í efnahags- málum skiptir miklu máli. En spurningin um afstöðu hersins er ef til vill eins mikilvæg. Og það hefur einnig þýðingu fyrir stefn- ,una í efnahagsmálum. (Ajoy Mahalanobish) ÞESSI mynd sýnir þýzka fiskibáta í höfn. Þjóðverjar eru mikil fiskveiðiþjóð og vinna stöðugt að því að efla og bæta fiskiflota sinn, einkum þann hluta, er stundar veiðar á fjarlægum miðum. Þýzka ríkið hefur á undan- förnum árum aukið mjög stuðning við nýbyggingar hvers konar fiskiskipa. Ræða samninga slitin í Brussel Ráðherranefnd Evrópuráðsins heldur fund í Strassborg 6. maí n.k. Verður Sviss þá formlega að- ili að ráðinu. Síðdegis sama dag hefjast fund ir 15. ráðgjafarþings Evrópuráðs- ins. Hefur fjöldi ráðherra frá hm- um 17 aðildarríkjum tilkynnt, uð þeir muni sækja þingið. Framkvæmdastjóri Evrópuráðs- ins, Lodovico Benvenuti, mun flytja skýrslu um Evrópuráðið og afíeið'ingar samningsslitanna í Briissel um aðild Bretlands að Efnahagsbandalagi Evrópu. Ben- venuti hefur gert að tillögu sinni að Evrópuráðið beiti sér fyrir því að aftur verði teknír upp samn- ingar milli Bretlands og EBE. Þá hefur liann látið í ljós þá skoðun að mikil hætta sé í þvi fólgin að ala til lengdar á ósamkomulagi milli Evrópumanna um ýmis mikil væg, en þó minni háttar, vanda- mál. „Þau vandamál, sem allan heiminn varða og við og næsta kynslóð þurfum að fást við, eru miklu alvarlegri en þeir fram- kvæmdaörðugleikar, sem við var glímt í Brussel.” Telur fram- kvæmdastjórinn ógerlegt fyrir Vestur-Evrópu að standast þi'T, sem framundan er í átökum milli menninga frjálsrar þjóða og k >mm únismans, nema hún öll, þar á meðal bæði meginlandsríkin og Bretland, sameini krafta sína og verði jafnoki Bandaríkjanna og jafnframt nánasti bandamaður þeirra. Framkvæmdastjóri Evrópu ráðsins, telur að hættulegt sé að draga úr starfinu að æ nánari mm vinnu sexveldanna í EBE, en vill, að jafnframt sé unnið að þvi, að Bretland gerist aðili bandalagsins og að komið sé á nánu samstarfi við Bandaríkin. Á ráðgjafarþinginu verður sér- stök umræða um stefnu Evrópuráðs ins og efnahagssamvinnu Evrópu- ríkja. Framsögumaður verður brezki ráðherrann Hca'jh, aðalj- samningamaður lands síns í Briiss el. Utanríkisráðherra Luxemborg- ar, Schaus, mun flytja skýrslu sem formaður ráðherranefndar Evrópn iráðJ.inSh en hann er jafnfíamt formaður ráðherranefndar EBE. Af öðrum dagskrármálum á ráð gjafarþingi Evrópuráðsins má nefna skýrslu um ráðstefnu menntamálaijáðherra Evrópu, skýrslu um ráðstefnu flutninga- málaráðherra Evrópu og skýrslu um starfsemi Efnahags- og fram- farastofnunarinnar í París. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 27. apríl 1963 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.