Alþýðublaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 16
fiVONA verður Austurvöllum í sumar eftir breytingarnar. Sjá nánar í meðfylgjandi greln.
AUSIURVELLI
100 MANNS VIÐ RÆKTUN í REYKJAVÍK
SUMARIÐ er komið. I því til-
eiíni snéri AlþýðublaSíð sér til
garðyrkjustjóra, Ilafliða Jónsson-
aa% og spurði hann um lielztu fram
fevsemdir við ræktun og græðingu
ifteykjavíkurborgar á komandi árs
ííð. Upplýsti hann, að í gær hefði
txafist vinna við Austurvöll, en
«aii'4>ykkt hefur verið á fundi borg
arráii.; tillaga um gjörbreytingu á
ftustuivelli. Einnig sagði hann, að
• ft-amkvæmdir væru hafnar við
Skotliúsveginn, á svokallaðri ís-
iijarnarlóð, en þar hefur verið
eyðilegur blettur fram til þessa.
Standa vonir til þess að hægt verði j
að ganga frá þeim stað fyrir haust.
ið; en annars eru erfiðleikar fyr-
ir hendi á staðnum vegna ná- j
lægðar barnaheimilisins Tjarnar-;
borgar, sem þarf sitt landssvæði ;
fyrir börnin. Þá sagði garðyrkju-
stjóri að í sumar yrði snyrt og
þakið grasi meðfram Miklubraut-
inni, og verður þá mikill munur
að aka þar. Allt er þetta mann-
frek vinna og nostursöm, og verða
starfandi um 100 manns við þessi
störf í sumar og er þó varla nægi-
legt, þar sem vöxtur borgarinnar
IfiWMWMWtMMWWWWtWMIWWMMWnWWMMMMWMMW
Munið
1. maí
kaffið
KONUR í fulltrúaráði Al-
. þýðuflokksfélags Reykjavík-
ur gangast fyrir veizlukaffi
í Iðnó 1. maí. Þetta 1. maí-
kaffi hefur verið mjög vin-
sælt og fjölsótt, og náð að
setja drjúgan svip á daginn.
Að þessu sinni verður
meiri undirbúningur að kaffi
veitingunum en nokkru
sinni fyrr. Því er heitið á
gott flokksfólk, að styðja
þetta málefni vel. Konur, er
vilja baka kökur, eða gefa
aðrar veitingar, láti vita nú
um helgina í eftirtalda síma:
15216 Guðbjörg Brynjólfsd.
13989 Bmilía Samúelsd.
12930 Soffía Ingvarsdóttir.
tMWWMWtWMMtWMWWHWWWWWMWWWmWO
er ör, pg þess brýn þörf, að snyrt-
ing og grasrækt dragist ekki langt
á eftir malbikinu. Má segja, að
þessi hlið uppbyggingar borgar-
innar, störf, sem falla undir garð
yrkjustjóra, sé orðin ein sú um-
fangsmesta á eftir malbikinu og
hitaveitulagningu.
Á meðfylgjandi mynd er Aust-
urvöllur, eins og ráðgert er, að
hann verði, þegar búið er að
breyta honum. Sést gjörla, að breyt
ingin verður mikil og til batnaðar.
Við Vallarstræti verður komið fyr
ir bekkjum, þar sem fólk getur
setið í ró og næði. Einnig verður
hækkað upp við Vallarstræti og
þar komið fyrir runnagróðri o. fl.
Bekkjum verður fjölgað til muna,
og verða þeir afskekktari, þannig,
að fólk hefur meira næði þar en
áður. Blómabeðum verður breytt,
verða þau breikkuð og lagfærð. -
Einnig verða breytingar á gang-
stéttum, og hellulagða svæðið í
kring um styttu Jóns Sigurðsson-
ar stækkað. Tré verða sett niður
eins og hringir merkja á kortinu.
Er ráðgert, að breytingunni
verði lokið í sumar, en ekki taldi
garðyrkjustjóri fullvíst, að hægt
yrði að koma upphækkuninni við
Vallarstræti og runnagróðrinum i
áætlað horf fyrir vetur.
Landflótta móðir með barn sitt. Þau hafa hrakist frá ættjörð
sinni og fólki sínu, og búa nú við liörmuleg kjör í ókunnu landi
HAFIN er sala á íslandi á hljóm
plötu, sem gcfin er út af Flótta-
mannahjálp Sameinuðu Þjóðanna
til styrktar landflótta fólki um all-
an heim. Hljómplata þessi heitir
„All Star Festival”, og eru á henni
lög með mörgum frægustu og vin-
sælustu skemmtikröftum heims,
sem syngja þekkt og falleg lög. —
Eru allir, sem geta, hvattir til að
kaupa plötu þessa, ekki aðeins til
að styrkja góðan málstað, heldur
og til þess að njóta skemmtunar
þessara frábæru listamanna. —
Fæst hún í öllum hljóðfæraverzl-
unum bæjarins, og kostar aðeins
250 krónur, eða talsvert minna en
aðrar hljómplötur af sömu stærð.
Þeir sem koma fram á þessari
hljómplötu eru: Louis Armstrong,
Bing Crosby, Maurice Chevalier,
Nat „King” Cole, Doris Day, Ella
Fitzgerald, Mahalia Jackson, Nana
Mouskouri, Patti Page, Trio Luis
Alberto del Parana, Paragualos,
Edith Piaf, Anne Shelton, og Cat-
erina Valente. Platan er fram-
leidd og henni dreift af hljóm-
plötufyrirtækinu Philips, sem ger
ir það að kostnaðarlausu. Skemmti
kraftar tóku ekkert fyrir starf
sitt, verzlanir allar selja plötuna
án hagnaðar, rikið felldi niður
tolla af plötunni, og Flugfélag ís-
lands flytur plötuna án endur-
gjalds til landsins. Rauði krossinn
sér um dreifingu plötunnar. Þann
ig fara hinar 250 krónur, sem hver
plata kostar, óskertar til hjálpar
bágstöddum flóttamönnum.
Þetta er fyrsta og eina hljóm-
plata SÞ, og einá hljómplatan sem
gerð hefur verið til styrktar þessu
málefni. Hún varð tilbúin í marz-
lok, og fyrstu söluvikuna voru
keyptar á aðra milljón eintaka viðs
vegar um veröldina. T. d. um hina
gífurlegu sölu plötunnar má geta
þess, að í Svíþjóð seldust á fyrstu
viku 155 þús. eintök. í Gautaborg
var keypt að meðaltali ein plata
á livert heimili.
Vill Rauði Kross íslands skora
á lahdsmenn, að bregðast vel við
eins og svo oft áður, og kaupa
þessa einstæðu plötu, og stuðla
þannig að bættri aðbúð fólks, sem
hefur orðið að flýja heimili sín
vegna náttúruhamfara eða ofsókn
aræðis kynbræðra sinna.
húsnæðislaus, vinalaus, atvinnlaus, aUsIaus. . . Vonir í auguni
þeirra kallar á þig, lesandi, og biðum um hjálp. Hana getur þú
veitt með því að kaupa „All Star Festival”.