Breiðablik - 01.07.1907, Page 1

Breiðablik - 01.07.1907, Page 1
BREIÐABLIK. Mánaöarrit til stuðnings íslenzkri menning-. FRIÐRIK J. BERGMANN RITSTJÓRI II. Ár. JÚLÍ 1907. Nr. 2. ANDLEGT LÍF. LESTUM kemur saman um, að dauft sé alt og dapurt í því mannfélagfi, þar sem ekkert andlegt líf á sér stað. Vér vorum eitt sinn á ferð fyrir mörgum árum frá íslandi til Dan- merkur. Skipið kom við í Fær- eyjum, eins og lög gjöra ráð fyrir. Þar steig námsmaður einn ungur, færeyskur, á skip og ætlaði sér til Kaupmannahafnar, til að halda námi sínu áfram. Hann var ís- lendingum handgenginn og kunni íslenzku mætavel. Vér tókum hann tali dálitla stund og spurðum um Færeyjar, hagi fólksins og háttu, sem oss var næsta ókunnugt um. Hann lét heldur vel af efnahag og bú- skap manna. Kröfur til lífsins væri ekki sérlega margar, og flestum þeirra gæti allur þorrinn fullnægt. Svo bætti hann við með raunasvip op- niðurlútu höfði: En andlegt líf er þar nálega ekki til ! Við hvað átti hann ? Ekki trúarlíf. Hann hefir lík- lega ekki verið svo sérlega til- finninganæmur í þeim efnum, framar en flestir ungir menn aðrir á hans reki. Hann átti við andlegt líf yfirleitt. Menn væri um ekkert að hugsa, hefðu engin andleg við- fangsefni, sjóndeildarhringurinn næði ekki út yfir föt og fæði. Hvað það er sárt, að svo skuli vera í nokkuru mannfélagi. Hvað það er átakanlegt, þegar andlegt líf kulnar út og göfugustu við- fangsefni mannsandans og hug- ljúfustu verða mönnunum ókunn, fjarlæg, óviðkomandi. Það er lík-

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.