Breiðablik - 01.12.1907, Qupperneq 16

Breiðablik - 01.12.1907, Qupperneq 16
I 12 BREIÐABLIK kveða upp dóm yfir aumingja barns-ræfli, naumast tíu ára gömlum, sem varla er l'ær urn að standa á fótum ? Ætti aö senda hann í fangelsi ? Þrátt fyrir alt verða menn að vera börnunum líknsamir. Látum næturvörðinn taka hann og berja með stafnum sínum, svo hann steli ekki aftur, og málinu vera lok- ið um leið. Samþykt! Stakk, næturvörður, var kallaður. Hann kinkaði sínum heimska dýrs-kolli, stakk Jankó undir handarkrika sér eins og ketti og bar hann út í hlöðu. Annaðhvort skildi drengurinn ekki hvað þetta átti að þýða, eða hann var of hræddur til að biðjast vægðar. Hvernig sem á því stóð, sagði hann ekki eitt orð, en leit í kring um sig eins og óttasleginn fugl. Hann hefir líklega ekki rent grun í, hvað Stakk ætlaði sér að gjöra við hann. Ekki fyrr en Stakk greip óþyrmilega tii hans í hlöðunni, fleygði honum flötum, hélt upp litlu skyrtunni og tók að láta höggum rigna á bak hans—rak hann upp nokkurn skræk. „Mamma !“ hljóðaði hann við hvert högg. „Mamma, mamma !“ en veikara rómi hvert skifti en áður. Loksins hætti hann að hljóða algjörlega. Vesalings sprungna fiðlan ! Stakk, asninn þinn, þú illi, illi maður ! Hver myndi berja barn svona ? Barnið hefir ávalt veriö lítið og veiklulegt og naumast getað haldið í sér golunni. Loks kom móðirin og tók barnið með sér. Hún varð að bera hann heitn. Daginn eftir reis hann ekki úr rekkju og daginn þar á eftir dró hann rólega síð- ustu andtökin á hörðum legubekk með hesta-ábreiðu yfir sér. Svölurnar tístu í kirsiberjatrénu fyrir utangluggann, sólargeisb' skauzt gegnum rúðuna og helti sínu gullna flóði yfir hár- lubbann og litla barnsandlitið, senr enginn blóðdropi sást eftir í. Sólargeislinn var brautin, sem barns- sálin átti að fara. Sæll var hann, að geta lagt breiðan Ijósgeislann undir fót á augnabliki dauðans, því í þessu lífi hafði hann orðið að ganga óslétta og örðuga þyrni-braut. Flata brjóstið bifaðist enn þá ofur-hægt og í andliti barnsins sýndist vera endur- skin af hljóðöldum heimsins fyrir utan, sem inn hafa komið gegn um opin gluggann. Það var um kveldið. Þegar bænda- stúlkurnar hurfu heim frá heyskapnum, sungu þær: ,,í laufgrænum skógi“ og ómurinn frá hjarðpípum, sem blásið var á niðnr við lækinn, barst inn. Síðasta sinni lagði Jankó eyrun við söng og hljóð- færaslætti þorpsins. Við hlið hans, ofan á hesta-ábreiðunni, lá fiðlan, sem hann hafði skorið úr þakspæni. Alt í einu varð auglit hins deyjanda barns bjartara og fölvar varirnar hvísluðu: „Mamma !“ „Hvað viltu, drengurinn minn ?“ spurði móðirin, sem ekki mátti mæla fyrir gráti. „Guð verður svo góður, að hann gefur mér reglulega fiðlu í himninum, heldurþú það ekki ?“ „Ójú, barnið mitt; ójú !“ Þetta var alt,sem móðurinni var unt að svara. Því upp frá harða brjóstinu henn- ar brauzt allur sá sársauki, sem þar hafði safnast fyrir; og hún stundi óumræðilega sárt : „Ó Jesús, Jesús Kristur !“ Hún féll á grúfu ofan á brjóst barnsins og tók að gráta hátt eins og sú, sem dauðinn er að svipta dýrmætustu eign. Þegar hún reisti upp höfuðið og leit framan í barnið, voru augu litla fiðluleik- arans opin, en hreyfðust ekki; andlitið var alvarlegt, dapurt, stirðnað. Sólargeisl- inn var horfinn. Hvíl þú í friði, Jatikó ! Daginn eftir kom fólkið á höfðingja- setrinu úr ferð sinni til Italíu, unga hefðar- mærin líka og herramaðurinn, sem var að leita ráðahags við hana Biðillinn sagði áfrönsku: „Mikið dýrðar-land er Italía !“ „Og ættstofninn listamenn ! Það er ánægjan rnesta að leita snillinganna þar og slá verndarhendi yfirþá, “ svaraði hin unga mær. , Birkitrén létu laufin skrjáfa yfir gröf- inni hans Jankó! BREIDABLIK. Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri menning:. Fridrik J. Bergmann, ritstjóri. Heimili 259 Spence Strreet, Winnipeg-. Telephone 6345. Olafur S Thorgeirsson, útgefandi. Heimili og afgreiðslustofa blaðs. ins 678 Sherbrooke Str., Winnipeg, Canada. Telephone 4342. Verð : Hver árg. 1 doll. Hvert eintak 10 cts. — Borgist fyrirfram. Prentsmidja Ólafs S Tiiorgeirssonar

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.