Breiðablik - 01.03.1908, Page 1

Breiðablik - 01.03.1908, Page 1
BREIÐABLIK. Mánaöarrit til stuöning's íslenzkri menning. FRIÐRIK J. BERGMANN RITSTJÓRl II. Ár. MARZ 1908. Nr. 10. HILLINGAR ANDANS. VAÐ elskar manns- andinn mest ? Það, sem er fyr- ir utan sjóndeildar- hrinninn. Hue,ur- o o inn þráir það, sem er í fjarska. Höndin nær því ekki, hve langt sem hún seilist. En andinn hefir þar heilaga útsýn fyrir auguiu. Úti á ólganda hafi er dreymt um friðsæla höfn. Dýrmætt er frelsið þeim, er í dýflissu situr. Frá lélegu heimili hillir undirgott heimili. Þjóð, sem lúta verður valdi annarrar, hristir hlekkina. Hún spyr ekki, hvort hún sé fær um að slíta. En hún mænir þangað, sem frelsi roðar fjöllin. Nálægt hverjum ónytjung stendur nýtur maður. Smali ligg- ur í laut og les. Yfir lög og láð flýgur andinn inn í þekkingarland- ið. Vinnukona stendur á votengi í leir og lörfum. Hún sér í huga velbúna konu lúta yfir vöggu, en bóndann við borð, sem bæði hafa reist, og sólskin inn um glugg- ann. Fátæktin í heiminum hófst, er fyrsti öreiginn losnaði úr örbirgð. Það, sem honum tókst, ætti öllum að hepnast! — Og samt, svona margir eftir! Skilningsþorstinn vaknaði, er fyrsta spurning kom í hugann og óx við hverja úrlausn. Við ráðn- ing fyrstu rúnar kom draumur um stund, er sérhver rún er ráðin. En kemur sú stund ? Væri hún æski- leg? Til hvers yrði þá lífið ? Er það ekki eilíf úrlausn og úrlausn- arfögnuður ? í kúguðu landi og voluðu sá mannsandinn fegursta hilling. Hann sá guðsríki ájörðu. Ríki sannleikans, réttlætisins, kærleik- ans. Þegar órétdæti og rang- sleitni var einna mest í heiminum,

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.