Breiðablik - 01.04.1908, Page 1

Breiðablik - 01.04.1908, Page 1
BREIÐABLIK. Mánaöarrit til stuöning-s íslenzkri menning. FRIÐRIK J. BERGMANN RITSTJÓRI II. Ar. APRÍL 1908. Nr. 11. Þekking og trú. ARGIR óttast þekk- inguna. Þeir ótt- ast, að hún sé að eins til ills í þeini efn um, sem mest er um vert. Einkum hafa þeir sterkan ímugust á henni þar sem trúin er annars veg"ar. Hún sé óvinur hennar, en eigi fóstbróðir. Starfsvið þekking"arinnar vilja þ2:r hafa sem þrengst og' landamæri alveg- ákveðin. Seilist þekking"in út fyrir þau landamæri, sé hún tekin að brjóta land trúarinnar undir sig-. Yfirlæti vísindanna ætli sér þetta líka. Brátt skilji þau ekkert af landareig*n trúarinn- ar eftir. En er eigú alt þetta misskilning-- ur? Er eig-i þekkingin ávalt sann- ur fóstbróðir trúarinnar? Mun eigi mönnum ætlað að þekkja alt, sem þeim er unt að þekkja ? Er eigi misskilningur ávalt á ferðum, er þær virðast hvor annarri and- vígar? Misskilningur getur átt sér stað bæði í þekkingaratriðum og trúarefnum. Þann misskiln- ing eiga þær systur að hjálpa hvor annarri til að laga. Samrýndar systur eiga þær að vera; þekking- in samrýnd trúnni, trúin þekk- ingunni. Hver maður á dálítið af þekk- ingu og flestir dálítið af trú. Eng- inn rná bera þetta í brjósti sem tvö fjandsamleg öfl. Þá rísa þær upp hvor um sig og veita hvor annarri banatilræði. Þá sloknar ljósið í hjarta hans og honum verður dimt fyrir augum. Land trúarinnar er ótakmarkað. Aldrei verður þar landþrot, hvern- ig sem þekkingin færir út tak- mörk sín. Hver sigur þekking- arinnar er trúnni stuðningur. Á- reiðanleg þekking er fótstallur trúarinnar. Eftir því sem hann

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.