Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 4

Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 4
92 F R Æ K O R N. eins að hafa þann tilgang, að leita sann- leikans, og þeir verða einnig að hafa i sér þann anda, sem skyldur er anda biblíunnar. Niðurstaða su, er þeir kom- ast að við þær rannsoknir, verður að vera nokkurn veginn óyggjandi, áður en hún cr gjörð að eign almennings. Menn verða að vera varkárir, með þvi að þeir, sem eru eins og fólk flest, geta svo hæglega lent í misskilningi og komizt til ályktana, sem eru þvert á móti til- ætlan vísindamannanna. Það, sem vel getur samrýmzt trúnni og jafnvel verið henni til stuðnings hjá vísindamanninum, getur hxgiega orðið hættulegt í trúarlegu tilliti þeim mönnum sem ekki hafa nægileg þekkingarskilyrði, og jafnvel svift þá trúnni algjörlega. Þegar þessa er gœtt, hvað myndi þá vera að segja um »kritik» þá á gamla testamentinu, sem nú tíðkast ? Til stórra muna hefir hún á sér þann blæ, sem synir, að þar ráða ástríður hleypidómanna. Mikið af því, sem menn láta opinberlega til sin heyra því máli til steð'ings, einkennir sig að þvi, að þar er svo litið gætt hófs og stillingar, svo sterklega hrósað sigri fyrirfram, svo mjög skrumað af ágæti hinna nýju kenn- inga, að einginn ætti að Iá neinum, þó að þeir sé ófúsir á að kannast við þetta sem sönn vísindi. Þetta hlýtur að eiga rót sina að rekja til persónulegra hleypi- dóma. Það líkist svo æstum árásum. Menn vilja fá borð hroðin. Neitanin er gjörð að eina áreiðanlega einkenninu á öllum sönnum vísindum. Talsmenn svona lagaðrar >kritíkar» þola því engin mót- mæli. Andlitssvipur þeirra og orðalag þerra allt er svo, að virðast má, að þeir vildi rr.ega dauðrota hvern, sem þor hefir til að láta nokkur andæfandi orð til sín heyra, mcð Þórs-hamri hinnar óskeikulu »kritíkar». »Kritíkin» í þessari mynd gjörir nú víst út af við sig sjálf. En áður en sá tími er kominn getur hún verið búin að gjöra ýmislegt illt. Hún er fyrir löngu komin út fyrir takmörk þess, sem vís- indum er leyfilegt. Margt, sem hún held- ur fram sem óyggjanda sannleik, mun aldrei reynast annað en ósannanlegar staðhæfingar. Þannig er varið kenning- um hennar um það, að Kronikubækurnar hafi í þdim tilgangi verið færðar í letur, að umturna sögulegum atburðum, að Jobsbók sé ekki annað en skáldsaga, að Daníelsbók sé æfintyri, o. s. frv.. Margar ályktanir, sem »kritíkin» kallar vísindalega niðurstöðu, geta aldrei orðið annað en getgátur.-------Hver getur t. a. m. ómótmælanlega sannað, að til hafi nokkurn tima verið rit þau, er hún nefnir J. (a : Jehóva-ritið ), E. (Elóhím-ritið), P. (Prestaritið)? Hefur nókkur séð þær bæk- ur? Eða eru til nokkrar lýsingar á þeim frá fornöld ? Nei. Þetta eru að eins getgátur, meir eða minna sennilegar. Það tekst ekki, að troða því inn í með- vitund nútíðarinnar, að þetta sé vísinda- lega staðfest. Vor tið heimtar áþreifan- legar sannanir. Skoðan sú á sögu Isra- els, sem kennd er við þá Graf og Well- hausen, er getgáta, og ýmsir þeirra, er áður héldu þeirri getgátu fram, eru nij frá henni horfnir. ‘ Wilhelm Möller, um- sjónarmaður prestaskólans í Wéstfalen, hefur í bók einni um það efni, nýlega útkominni, að þvi er eg fæ bezt séð, fullkomlega sannað, að getgáta þessi nær engri átt. (Höfundurinn aðhylltist þær kenningar áður.) Eg skal um leið benda á ummæli nokkur eftir dr. Orelli í for- mála þeirrar bókar. Hannsegir: »Ekk- ert vekur meir furðu mína en það, hve fúsir sumir menn, jafnvet þeir, sem með mestu elju eru að eiga við rannsóknir á þessu svæði, eru til að fallast á »kritík« þessa og hafa eftir öðrum hinar vafa- sömustu kenningar eins og væri þær þau trúsannindi, sem einginn að ósekju mætti andæfa«. Þessi ummæli einkenna marga áhangendur biblíu-»kritíkar* þeirrar, er nú við gengst. Ein staðhæfingin er sú, að saga ritningarinnar um forfeður Isra- elsmanna sé öil ekki annað en þjóðsaga. Það er býsna laus getgáta. Foifeðurnir eiga aldrei að hafa verið til. Nöfn þeirra eiga að tákna þjóðflokka eða guði. — 1 augum Elíasar (i. Kg. 18, 36) og annara spámanna (HÓS’. 12, 13), svo og í augum Krists og postula hans, voru þó forfeðurnir sögulegar persónur. Og vér höfum enga ástæðu til að véfengja þá skoðun Gyðingaþjóðarinnar. — — Því er haldið fram, að nú séu menn

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.