Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 15

Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 15
F R Æ K O R N. Hins annars ágústs snmarsól, Hún signi tíma mótin. Að bæta stjórn er brýnust þörf; Sig bæti'og hver eiiin sjálfnr, Og gangi alt það afl í störf, Sem eyddist fyr í gjálfnr; Menn hatnr skulu stöðva og stapp Og stríð utn eiginn hagnað, Og um það heldur ala kapp, Hver ættjörð mest fær gagnað. Það geymi djúpt í sálu sér Hver systir og hver bróðir, Að satni stofninn allra er Og ísland þeirra móðír. Þau láti, - þó um þetta og hitt Sé þráföld sundurgreining, — í því að elska þjóðland sítt Ei þekkjast nema eining. Hinn innri krytur — oft það sást Er eiturskaði bráðttr, En þar sem samhent ættlands ást í ölln er raitður þráðtir, Þar verður höndin veika sterk, Þar vinnast heillir fríðar; Þar burir feðra blessa verk I blómgun eftirtíðar. Að áliríns verði orðum það, Að andinn sá hér ríki, En hinn, sem niður heillir trað, í heljar falli díki. í eining stundum ættlands gagn, Svo alt til gæfu vendist, Og hvetjum til þess móð og magn Á meðan lífið endist. PÓLITIK. Hið nýa stjórnarskrárfrumvarp stjórnarinnar verður vafalaust samþykkt af auka- þinginu, sem nú er haldið. Þegar Ceres fór 8. þ. m., var frv. samþykkt og afgreitt í neðri deild. Én ekki þykir þetta frv. neitt fagnaðar- efni í samanburði viðvonirþær, sem konungs- boðskapurinn vakti í vetur er leið. Móðgandi þykir það fyrir löggjafarþing þjóðarinnar, að ráðgjafinn segir til þmgsins að engu megi það breyta i frumvarpinu. I rauninni er þetta að gera ekkert úr starfí þingsíns. Eítt atriði í frv. er líka niörgum þingmönnum móti skapi. Oamla stjórnarskráin gerir ráð fyrir, að Island fái sína eigin stjórn, út af fyrir sig, í sérmál- um sínum. Samkvæmt þessu hefur heimastjórn- arflokkurinn -haldið því fram, að þessi sermál ættu ekki að berazt upp i ríkisráði Dana, held- ur ætti þau að afgreiðast af konungi og ísl. ráðgj. En nýa frv. tekur alveg þvert fyrir þessa báníttu og ákveður að öll mál, sérmál engu síður en sameiginleg mál, eiga að berazt upp í ríkisráðinu., Með því að and-Valtýingar nú greiða atkvæði með þessu frumvarpi, afneita þeir í rauninni stöðu sinni áður; en neiti þeir að gera þetta, svíkja flestallir loforð sín til kjósenda siniia í vor, um að ganga að hinu nýja frumvarpi stjórnarinnar. Því er hér úr vanda að ráða, og hætt við því, að á komandi ári (d: til kosninganna að vori) verði von á harðri rimmu enn í þessu máli. FRÍKIRKJAN í Reykjavík. Verið er að reisa mjög_ laglega kirkju, austanvert við Tjörnina. Ahtigi a því að sækja guðsþjónustur safnaðarins, sem séra Lárus Halldórsson allt frá stofnun safnaðarins hefur haklið uppi i Ooodtemplarahúsinu í Rvík, er aumlega litill. Húsið rúmar 300-400 manns, en tilheyrendur mjög oft milli~20 30 tnanns. Sá söfnuður virðist þurfa fremur einhvers annars en stór- kirkju, - til þess að láta standa tóma. TVEIR KAÞÓLSKIR SPÍTALAR eru nú í smíðum í Reykjavik, „systraspítalinn" fog „sjómannaspítalinn". Stendur lrinn fyr nefndi á Landakotstúninu, en hinn í Skuggahverfi. Seinastur verður þá landsspítalinn úr þessu, og óvíst, að hann skapist fyrstu árin, fyrst svona er komið. FJALLKONUNAhefursr.Ó.Ólafsson keypt af ekkju Valdemars heit. Ásmuiidssonar og ætlar að gefa hana út frá næsta nýári. Þar fær von- andi kristindómurinn einu blaði meira, en afneit- un og vantní einu iiiinna eu áður. Véróskum „Fiallkonunni" góðs gengis í höndum liius nýja „húsbónda". Hann ætti að geta gert hana að vernlega góðu blaði, gamall, góðnr og reyndur rithöfundiir, sem hann er. -* ' ¦ ¦ ' <?~ JSskuíýðskóli á Seyðisfirði. Hr Helgi Valtýsson heldur æskulýðs- skóla á Fjarðaröldu í vetur. Skólinn byrjar i. nóvember og varir minnst ö mánuði. Nemendur mega eigi vera yngri en á fermingaraldri. Námsgreinar verða hinar sömu og á hærri æskulýosskólum eða gagnfræðaskólum. Sérstaklega verðuf H')gð mikil áherzla á íslenzku, réttritun, setningafræði og jafnvel lestur; reikningur og flatamálsfræði verður kennt eins fylli- lega og unnt er; af landafræði verður lögð mest stund á landafræði íslands <>g því næst norðurálfu; helztu atriði nátt- úrufræðinnar með það mál fyrir augum að kenna nemendum að skilja það, sem daglega ber fyrir augu vor, ahrif Jjess og verkanir. Af sögu verður mest stund lögð á íslandssögu og því næst þann kafla úr norðurlandasögum, er grípur inní ættjarðarsöguna; en almenn veraldar- saga verður mestmegnis kennd með fyrir lestrum og þannig reynt til þess að gefa 103

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.