Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 11

Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 11
F R Æ K O R N. 99 undarlega bylgjuhreifingu;; hann breidd- ist út, valt j^fram í nýjum og nýjum bylgjum eins og af leyndardómsfullum töframætti, dróg sig svo saman aftur, bylgjaði utanum veruna og breiddist svo út frá henni aftur. Það var dásamlega fagurt. Af samræðunum í hringnum gat eg ráðið, að veran staðnæmdist fyrir framan einn*J; hluttakanna og rétti honum hendina; ofurlitlu seinna hvarf hún svo inn í ka- binettið. Undir allri sýningunni hafði miðillinn tekið þátt í samræðunum með cinstöku athugasemdum, sem komu skilmerkilega og greinilega frá hennar stað, með hennar eðlilegu rödd og framburði (hún talaði sænsku með enskum framburði, stundum ensku.) Af samræðum þeim, er spunnust út af þessu, komst eg að því, að við »nýju« höfðum séð alveg það sama og hinir eldrijhluttakar; líka eg, þó að einstöku smáatriði hefðu dulist mér vegna nær- sýni minnar. Hvað hefur það verið ? Það getur ekki hafa verið blekking, þar sem við allir, trúaðir sem vantrúaðir, hofðum tekið eftir því sama. Hcfur það verið tví- fari (svipur) miðilsins? Nei, því að miðillinn hafði alls ekki vcrið frá scr nnminn. Einhver hluttaki hringsins? Hin einasta kona, sem eg kynni að tor- tryggja í mínum hluta hringsins (eg gat ekki séð hana), hafði allaf verið að tala viðjsessunaut minn, svo eg heyrði, með hinum eðlilegasta eldhuga, í hinni hrein- skilnu gleði trúarinnar. Og kunningjar mfnir í hringnum gátu sameiginlega vottað, að allir hluttakar á þeirra sjónar- sviði hefðu setið á sínum stað undir allri sýningunni. (Frh.) ^) T Veiztu, að þú ert glataður? —o— Við eina af samkomum Moodys viltist lítil stúlka frá föður sínum. Hann spttrði eftir henni í mannþrönginni, en fann hana ekki. Á meðan var Moody að tala. Þegar hann skildi, hvað um var að vera, kallaði hami með hárri röddu: „Vill María Brown, litla stulkan, sem er glötnð, koma hingað til mín?" Ekkert barn kom, og engin hönd var rétt upp, til að sýna, hvar stúlkan væri. Faðirinn var órólegri en áður. Eftir að samkoman var á enda, ttppgötvaði einhver litlu stúlkitna og færði hana fram til Moodys. „Hvers vegna anzaðir þú ekki, þegaregkall- aði á þig?" spurði Moody. „Heyrðir þú ekki til mín?" „Jú, það gerði eg, en eg varekki týud", sagði ln'in. Henni fannst htin ekki vera í hættu, og því skildist heiini ekki, að föðurhjartað með óróa langaði til að finna hana. Er þetta ekki eins og lifandi mynd aí ásig- komulagi margra manna? Fjöldinn er al- geriega skeytingarlatis með tilliti til köllttnar fagnaðarerindisins, sem sífetlt hljómar til þeirra. t>eir heyra allt þetta. En þeir vita ekki, að þeir eru glataðir? @) <® Fyrsta boðorðið. —o— „Eg vildi eg væri orðinn iingur í annað sinn", andvarpaði Tóbías gamli og settist á bekkinn við húsið sitt,„ þeir ertt orðnir stirðif til gagns þessir", bætti hann við og leit á fæt- ur sér. Berta, konan hans, var i örtnum að hreinsa kartöflurnar. „Líttu á, svona ertim við nú hrttkkótt ", sagði hún brosandi og rétti hontim kartöflu. „Eg gróðursetti eplatréð þarna við hliðið, vorið sem við komum hingað, það eru nú rétt 50 ár síðan næsta vor, það er orðið ellilegt og hrukkótt, en samt ber það blöð og ávexti á hverjtt ári eg vildi að við gætum gert það líka." „Já, það er nú lítið um ávextina hjá okkttr, og mig tekttr það sárt. Pótt við séum gömul og fátæk, þáer það ekkí það þnngbærasta, en það er erfitt að geta ekki orð- ið neinutn að Iiði. Eg man þá tíð, að enginn fátæklingur fór svangur frá okkur, nú stöndum

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.