Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 6

Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 6
94 F R Æ K O R N. ing á að fá að vita. Að eins um stund- arsakir^ verður hann dulinn fyrir fólki, þótt talist geti algjörlega ófullveðja í andlegum efnum. En með dálítilli gætni verða menn að fara með það, sem þeir vita ekki, hvort er satt eða ósatt, kenn- ingar, sem enn þarf að prófa aftur og aftur. Þótt náungar þessir geti sjálfir gengið í gegn um »kritíkina« án þess að trú þeirra biði af því neitt tjón, og þótt þeir meira að segja eins og þeir láta sér um munn fara, styrkist við það í trúnni, þá ætti þeir þó að hugsa um hina mörgu, sem alls ekki eru því máli vaxnir, misskilja það og leiðast út' af því til hinna háskalegustu ályktana. Þeir geta í truarlegu tilliti orðið fyrir stórkostlegu tjóni. Menn ætti þó ekki að vera al- veg tilfinningarlausir fyrir ábyrgð þeirri, sem á þeim ligur út af framkomu sinni andspænis öðru fólki. — — Týndi faðirinn. —o— XIV. O, að eg hefði einhvern að snúa mér til í bænum mínum á næturnar. Því næturnar eru Iangar og dimmar. Og þegar eg ligg og byltist andvaka undir ókunnugs manns þaki, þá verð eg hræddur, af því eg er einmana. Kránkleikinn svíður og hjartað skelfur. lin úti þýtur vindurinn, og hafnæðingur og hrakviðrí lemja á rúðunum. En á dimma loftinu uppi yfir mér og undir fúna^'fjalagólfinu heyrist nagandi þrusk 'og þrammandi fótatak; eg heyri dunur og stunur og deyfða bresti og eg á bágt með að greina á milli draums og virkilegleika. En þegar^ eg ligg þannig alcinn og enginn vakir, og vitfirringin heldur vörð, og hjartaðjí brjósti mér skelfrr afang- ist, eins og fugl í búri og vill út, — út, en allt er lokað, — þá finnst mér sem hvítt mannslíkan sitji við fótagafl minn. Og mér stcndur™ótti af þessum hvíta manni. Fg veit hver það er; eg veit að það er vinur minn og von mín. En þegar hann kemur svo nærri mcr, þá geispa eg og stirðna, og köldum svitanum slær út um mig og hann leggst yfir húðina eins og mygluskán. XV. Margir leita nú eftir guði; og sumir skrásetja og skýra frá, að þeir hafi fund- ið hann. Eg les þetta. En enginn er sá, er öðrum geti að liði orðið í þessu efni. Menn leggja ekki næga alvöru og alúð í verk sín. Þeir skrifa — og skrifa — of gott. Eg legg svo litinn trúnað á orðin. Og á öllum lúðraþyt hef eg óhug. Bróðir minn hef- ur rétt að mæla: verkin eiga að tala. En eg get ekki heldur lagt trúnað á verkin. Bróðir minn hefur leyst verk af hendi; en menn eiga bágt með að skilja hvað það er, sem hvetur hann til þeirra verka eða í hvaða tilgangi þau eru gerð. Líf sitt yrði sá að leggja í sölurnar, er eg ætti að trúa; og samt sem áður mundi eg ekki geta trúað honum, svo framarlega sem hugsanlegt væri að hann nyti hróss fyrir fórn sína. Líf sitt yrði hann að leggja í sölurnar, en á þann hátt, að enginn væri þess vit- andi; hann mætti jafnvel helst ekki vita af því sjálfur, að verk hans væri lofs- vert. Öllum óafvitandi yrði hanm að fórnfæra blóði sinu, með glaðværum orð- um og brosi á vörum; í hár sitt ætti hann að bera smyrsli og þvo andlit sitt, svo enginn veitti blóðrásinni eftirtekt, en allir hlustuðu á með glaðværð og sögðu: bara að maður gæti tekið lífið þessum lipru tökum. Þegar svo allt þetta yrði uppvíst — eftirá, þá mundi eg sjá og viðurkenna, að heimurinnhefði þó nokkuð göfugtaðbjóða Bróðir minn þeytir lúðurinn of hátt. Þessvegna legg eg ekki trúnað á orð hans. XVI. Eg ætti að halda bók yfir líf mitt og leita þar lærdóms, laga og samhengis. En sú bókfærsla verður mér lítið á-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.