Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 7

Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 7
FRÆKOEN. í>5 nægju-efni. Því - - hvort sem þa.S nú stafar af sjúkleik mínum eða lífsreynsl- unni, þá verður sú reynciin á, að meiri hlutinn verður að tilfærast undir missi. Hitt kemur í skuldadálkinn. Allt lítur óðruvísi lít eftirá. Það sem mér áður virtist vera vinningur, reynist að vera hégómi. Og það sem eg áleit vera traust mitt og athvarf, lætur nú undan síga - - og svíkur. Það eru gjörningar, sem ginna mig og gera gys að mér. En það, sem eg veitti minna athygli og fleygði frá mér og sagði: það er fánýtur og einkis-verður hégómi; það virði.st nú fremur til nytsemdar. Hef eg vald til að dæma? Má eg sitja hér og dæma sjálfan mig? Ströngu dómarar, gleymið ekki orsökum hins framkomna! Það er erfitt að komast áfram í heim- inum. Þeir traðka og trampa niður og knýja sig áfram ytír lík hinna follnu; og steinhjarta og stálkjúkur verður sá að hafa, er hyggst að ná höfn í slíku hafróti. Sjálfur hef eg reynt j;etta. Og enn hef eg hlóðmarða bletti á sálunni, eftir þann bardaga. Eg var harður. Eg hafði gengið í gegnum skóla niðurlægingarinnar og herzt þar. Eg hafði verið hjá töframönnunum, — þeim sem útreikna heiminn, fá járn- ið til að fljóta og sigla fyrir sjálfgjörð- um byr og talcst við þversum yfir hafið; vísindi þeirra nam eg, og varð harður. En það var dýrkeypt; því sæluna varð eg að láta fyrir vísindin þeirra. Og þeg- ar eg hafði numið lögmál lífsins: sá sterki ræður, — þá vék guð í burtu frá mér. Og það slokknaði í mér og eg kólnaði; og heimurinn varð h'kur tómu húsi, þar sem enginn býr. En eg hló og fann að eg var frjáls; og svo traðkaði eg niður það sem í kringum mig var — eins og eg sá að hinir gerðu. Eg var hjá gaídranornunum, þeim er fara með sjónhverfingar og dáleiðingar og töfra menn og sjúga úr þcim sálirn- ar. Því hugur minn leið hclvítis kvaiir af óró og brennandi löngun; og veröld- in var tóm og eg varð að kanna h'fið til botns og út f yztu æsar. Galdur þeirra riam eg allan. En það var mér d'ýrt', því fyrir það varð eg að offra blóma- skeiði lífs míns. Og þegar eg gekk frá þeim, sá eg að þær voru holar tóm- ar og hjartalausar. Og eftir það virt- ist mér allt vera holt, tómt og innihalds- laust; þar var enginn kærleikur — eng- in trú. Og þá varð eg einnig forhertur' og hjartalaus. Hana, sem eg hafði elsk- að, hina tryggu og einlægu er beðið hafði eftir mér, hana lét eg nú frá mér fara, en gifti mig gulli og lánaði það út móti vöxtum, sem - - en eg þekki þó þann, er tók enn hærri okur-vexti, og á nú sæti á löggjafarþínginu. En hún, sem hafði fylgt mér eftir, unni mér; og eftir því sem árin liðu dofnaði töframátturinn. Þá hafði hún numið íþróttir mínar. Og hún varð einn- ig að galdranorn og flaug í burtu frá mér. En sá, sem hún flaug í burtu með, var sízti vinur minn, hinn trúlausi sem eg hata til dauðans. En þá kom það upp, að eg hafði mýkst. Eg var hvorki úr steini né stáli. Eg var veikur og ör og svefninn hatði flúið mig, gömui sár ýfðust upp og nú var mér mælt í sama mæli sem eg hafði mælt öðrum; og óðar en varði lá eg í valnum, óvígur og farlama og hafði ekk- ert eftir fyrir allt mitt strit og erfiði. Þá sá eg að hið eftirsóknarverða líf hafði einmitt verið fólgið í þvi, sem eg hafði óvírt og fleygt í burtu frá mér. En það sem maður einusinni fleygir frá sér, fínríur maðui aldrei aftur. Og lítil ánægja varð mér að bókfærzlu minni. XVII. Bróðir minn cr ekki fyrtínn. Þegaf minnst varir kemur hann hingað inn og er sem aldrei hafi ne'tt á millí borið með okkur. Þetta á að heita kristilcgt framferði. En eg hugsa með mér: hann hegðaði sér víst öðruvísi gagnvart mér, ef hann þekkti mig til hlítar. Hvergi eru menn á einu máli um hann. Hér í húsinu er maðurinn a móti en konan rceð honum. >Hann cr skinhelg- ur, eins og allir fieilagir«, segir bóndinn. Kón'an anzar því engu, en við mig seg-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.