Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 8

Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 8
q6 FrR ÆKÖRN. ir hún: »hann er ólíkur öllum öðrum«; og brosandi bætir hún við: »hann veit ráð við öllu; mér kenndi hann að taka manninn minn réttum tökum». »Svo? Var maðurinn þinn svo önugur?« »Já, það varð engu tauti við hann kom- ið !« »Hvaða ráð gaf hann þér ?« »Eg átti að leita ánægju minnar í því að gera meira en aðeins mín skyldu- verk.« »Og það dugði?« »Já, það reið baggamuninn«. Og margt fleira gott sagði hún mér af bróður mínum. Margt hefur hann reynt, og margvísleg- um dómum verður hann að sæta. Almúg- inn segir að hann sé örvita. Hinir guð- hræddu halda að hann sé djöfulóður. En sumir álíta hann vera spámann. Því guðs vegna hefur hann fórnað öllu sem honum var kært; og nú lifir hann við harðrétti úti á eyðiheiði. Og hann leitar uppi hina bágstöddu, til þess að geta á einhvern hátt hjálpað þeim; því hann lifir sínum meistara. Og menn af öllum stéttum streyma til hans, helzt á laun, og leita hjá honum liðs og ráðlegginga í öllu, stóru og smáu; og í raun og veru trúa allir á framsýn hans. Eg verð að glöggva mig á honum. En nú veit eg, að þó sva kynni að ske að eitthvað gott og göfugt yrði á vegi manns hér í heiminum, þá er ekki svo auðvelt að aðgreina það frá hégómanum og lævísinni. Því hið góða er sjaldgæfast. Móðir. ‘ (Orkt af 12 ára gömlum dreng.) Barnsins eign er bezta inndæl móðir, sem blíðu meður þerrar tár af hvarm, og sáir góðu sæði’ í andans lóðir, er sífellt aftrar freistinganna harm. Þannig móður guð af miskun sinni gaf mjer til að vera huggun mín. Leiðir hún mig ljúf í hörmunginni lífs á vegum, herra guð, til þín. P. J. Einkenníleg ræða Prestur, nálægt Cambridge á Bretiandi, varð einu sinni fyrir reiði stúdenta út af því, að hann talaði mikið móti drykkjuskap og svalli. Svo kom það fyrir einn dag, að hann mætti nokkrum þeirra úti á vegi. Stúdentarnir fundu þá upp á því að láta prestinn halda ræðu þar á staðnum og þafa holan tréstofn fyrir ræðu- stól. Þeir nálguðust hann og með uppgerðarkur- teisi spurðu þeir hann, hvort hann hefði nýlega haft tækifæri til að halda viðvörunarræðu fyrir fólkið. Hann svaraði þeim nokkuð óviðfeldið. Þeir fóru þá að heimta af honum, að halda ræðu yfir þeim þá þegar, út af efni, sem þeir sjálfir tækju til. Presturinn reyndi að hafa á móti þessu, en það stoðaði ekkert. Þeir gáfu honum orðið „malt" fyrir teksta og kröfðust þess, að hann byrjaði. Hann hóf þá ræðu sína á þessa leið: Vinir mínir! Eftir litla umhugsun á eg, lítilfjörlegi maður, án nokkurs undirbúnings að halda ræðu út af litlu eftni, úr merkilegum ræðustól, yfir mjög merkilegum söfnuði. Teksti minn er „malt". Eg get hvorki skift honum í setningar né * orð, þar sem hann inniheldur að eins eitt orð. Eg verð því að skifta honum í stafi: M, A, L, T. M táknar móral eða siðferði. A afleiðing, L líking og T trúfæði. Móral. Þegar talað er um móral (siðferði), verðum vér óhjákvæmilega að minnast á notk- un maltsins í maltdrykkjum og ofdrykkjunni af þeim drykkjum. Og hvaða áhrif hafa þessir drykkir á siðferði manna? Sannleikurinn er sá, að Mikill hluti Allra Lasta Tilreiknast drykkjuskapnum. Afleiðingar drykkjuskaparins eru: Margir sjúkdómar, Allskonar veikleika. Lífsveikt afkvæmi, Töpun ómetanlegs fjár. Líking. Oft tala menn eitt, en meina eitthvað annað. Þannig talið þér um malt, en

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.