Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 14

Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 14
FRÆK ORN. Verið er að gefa út: Fæst hjá öllum bóksölum. LJOÐMÆLI I.-IV. Safn af ljóðmælum skáldsins, frá yngri og eldri árum. Mjög mikið af þeim er áður óprentað. Ætl- ast er til, að safn þetta komi út í 4 bindum, hvert bindi um 300bls.aðstærð. Myndir af skáldinu og æfiágrip skáldsins er ætlast til að fylgi safninu. Fyrsta bindi kem- ur út i liaust 1902, og framvegis eitt bindi á ári hverju. Hvert bindi selt innbttndið i einkar- skrautlegu bandi, gull-og litþryktu, og kostar: Eftir MATTHfAS JOCHUMSSON. Fyrir áskrifendur: kr. 3,00. I lausasölu 3,50. Verð þetta er nærri því helmingi lægra en kvæðabækur vana- lega seljast. Það er sett svo lágt til þess, að sem' allra flestir geti eign- ast safn af ljóðmæl- um „lárviðarskálds- ins". Verö þetta mun bó verða hækkað að mun, undireins oa: útgáfunni er lokið Pantið því kvæða- safnið sem fyrst! PrenTsmiðja Seyðisfj. Fréttir úr Rekjavík _ o — ÞJÓÐHÁTÍÐ héldu Reykvíkíngar 2. ágúst. Fór hún fram vel og siðsamlega og þótti öllum skemmtileg, sem tóku þátt í henni, en það mun hafa verið um 3000 4000 manns. Oleði- leg nýbreytni við þjóðhátíð höfuðstaðarins þetta ár var það, að Bakkus var látinn sitja heima í skrauthýsi sínu, og al!t drykkjuslark bannlýst frá samkomustaðnum. Var þetta Ooodtempl- urunum að þakka, sem réðu öllu hátíðarhaldinu. Og rétt höfðu þeir til þess með því þeir eru fjölmennastir allra félaga Rvíkitr. Nokkur óá- nægja út af þessu virtist vera á undan, en á eftir var almenningur auðsjáanlega glaður yfir öllu. Ræður fluttu: Arni letrari Oíslason (minni konungs). Jón Jónsson sagnfræðingur (minni íslands). Ouðlaugur Guðmundsson sýslum. (iiiinni Rvíkur). Quðmundur héraðslæknir Björnsson (minni Þjóðhátíðardagsins). Ungfrú Ólafía Jóhannsdóttir (minni Vestttr- Islendinga). Ræður þessar voru allar góðar, en bezt mun ræða Jóns sagnfræðings hafa þótt. Hann rakti stuttlega sögu íslands og færði sönnur á það, að þjóðernistilfinningin, þjóðræknin hefur ver- ið og er enn uppspretta að öllum þjóðlegum framförum. Eitt atriði í ræðunni var þó mjög svo óheppilegt, að minnsta kosti frá kristilegu sjónarmiða, sem sé það, að ræðumaður við enda ræðunnar hvatti menn til heiðni. Öðru- vísi verða varla skilin orð hans um „að trúa á mátt sinn og megin". Kristnum mönnum eru önnur orð eðlilegra:- „Eg megna allt í Kristi, sem gerir mig styrkvan." ' Af kvæðunum álítum vér, að eftirfarandi muni verða mönnum kærast. Það hefur Steingrímttr Thorsteinsson orkt: í blíðri von um bættan hag, Er beri senn að höndum, Yér þennan höldum þjóðardag Um þíngtíð hér á ströndum; Og hún, sem yfir bygða bóí Sín breiðir ástar hótin,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.