Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 2

Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 2
90 F R Æ K 0 R N. hófið í þeirri grein: láta börnin aldrei vera iðjulaus og hins vegar herða ekki að þeim um of. Ef börn mega leika sér og vera iðju- laus eftir geðþckki, þá láta þau allar góðar áminningar sem vind um eyrun þjóta. Þau gera ekkert af fúsum vilja, heldur með ólund, allskonar illar til- hneigingar vakna hjá þeim og þau hafa hugann á öllu og engu, og eigi að gera þau ráðvönd og góðviljuð, þá verður ])ví nær allt af að byrja frá rótum. Þó er það mögulegt, ef foreldrar og kennarar leggjast á eitt. Ef börn aftur á móti fá ekki næga hvíld og upplyftingu, þá verða þau ör- magna, seinleg og leið á öllu og missa jafnvel heilsuna. Þau vinna ekki skyldu- verk sín með glöðu geði og hreifum huga, það kemur einhver sneinlætisbrag- ur og leiðindadrungi yfir þau. Sumjr foreldrar heimta af kennara, að hann láti börnin sitja 6, 7 til 8 tíma í einu hvildarlaust. Það getur ekki hjá því farið, að veslings smælingjunum leið- ist þessi Ianga seta og fái óbeit á henni og þoli hana ekki heilsunnar vegna«. VI. Jean Jacques Rosseau. (1712-78). Frakkneskur að ætt og uppruna. Hann hefur ritað þá bók um uppeldi barna, sem Emil heitir. Hún byrjar a þessum orðum, þessari hugsun, sem allt uppeldi hans byggist á: »Allt er gott, eins og það kemur frá hendi náttúrunnar. Allt sérkynjast, öllu fer aftur, sem mcnnirnir fjalla um. Vér byggjum á þeim óraskanlega grundvelli, að fyrstu tiihneigingar barnsins séu allt- af réttar og góðar, að maðurinn sc góð- ur af náttúrunm, elski réttlæti og reglu og ekkert rangt búi í hjarta hans að upphafi.« Þessi frumsetning er röng og þess- vegna eru flestar kenningar hans rangar og allar varhugaverðar. Rétt og rangt vefst svo sarnan í ritum hans, að erf- itt er að grcina það sundur.' Emil hans á að sýna, hvernig uppeldið eigi að vera. Þetta, sem cftir fer, er í aðalmálinu satt, þótt sumar setningar scu rangar: »Þcr þekkið ekki þörnin, vitið ekki hvað þér megið bjóða þeim, vitið ekki hvaða hæfileika þau hafa til að læra og íhuga. Gerið yður meira far um að þekkja þau. Börnin fæðast veik, allslaus og óþrosk- uð að hæfileikum til. Því þurfa þau upp- cldis við. Kennið börnunum að beita hæfileikum sínum andlegum og líkamleg- um. Látið sjón verða jafnan sögu ríkari þá cr þcr fræðið biJrn. Öll fræðsla ætti að vera hlutfræðsla. Foreldrarnir ættu sjálf að ala upp börnin. Móðirín ætti að hafa þau á brjósti sjálf og næra þau, en faðirinn að annast uppeldi og uppfræðslu þeirra. Barnið á að biðja en ekki bjóða. En gæti menn sín ekki, þá knýr það þá fljótt til að þjóna sér. Það er svo áriðandi fyrir hcimilislífið að barnið sc undir hendi móður sinnar. Unaður heimilislífsins cr bcsta ráðið til að koma í veg fyrir, að börnin gangi á glapstigu siðleysisins. Ef þessu náttúr- lega sambandi móður og barns er slitið, þá er velferð barnsins í veði. Munið eftir því, að barnið hefur bæði réttindi og skyldur. Sviftið þau ekki rétti sínum (sbr. Comenius). Nú er það gert á heimilum og í skólum. Börnin eiga líka rétt á scr. Alið upp sál og líkama jöfnum hönd- um. Hagið uppeldinu cftir eðlisfari barn- anna.. Það er fyrsta og frcmsta upp- eldisreglan. Látið þið hvcrt barn starfa svo mik- ið sjálft, sem það framast getur. Látið þið barnið ckki læra ncitt, scm það skilur ekki jafnframt. Það má ekki hafa neitt eftir hugsunarlaust. f)að á að byggja trú sína á eigin sjón og rann- sókn, en ekki orðum kennarans. Farið með börnin eins og börn á upp- vaxtarárunum. Það cr samkvæmt lögum náttúrunnar, að börnin sc börn fyrst, áður en þau verða mcnn. Ef þessu er snúið við og álitið að börn hafi fullþroskaða skynsemi, þá fáum vér fullsprottna ávexti fyrir

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.