Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 16

Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 16
104 F R Æ K 0 R N. yfirlit yfir lífsferil hinna ýmsu þjóða, sér- staklega í menningariegu tilliti. I dönsku er búist við, að nemendur komist allvel niður í málinu, tala, skilja og lesa það, og auk þess fá töluverða æfingu í réttritun þess; við öllu meiru getur maður ekki búist á einum vetri. I ensku verður sömu reglurn fylgt, en þó sérstakiega lögð áherzla á það að tala málið. Kennslan í málunum fer fram, að svo miklu leyti sem unnt er, á málinu sjálfu, til þess að gefa nemendum sem mesta æfingu, Öll kennsla yfirleitt fer mestmegnis fram með fyrirlestrum, sniðnum eftir þr’oska og skilningi nemenda. I dráttlist verður sérstaklega leitast við að 'gefa undirstöðu í hinum einföld- ustu grundvallaratriðum, skerpa augað, svo að það sjái, hvernig hluturinn er eða eigi að vera, og temja svo hendina við æfingu, að hún geti dregið upp, það sem augað sér. Þetta eru aðalatriði þess, er kennt verður; en ýmislegt kann þó að verða öðruvísi og víðtækara. Stúlkum jafnt sem piltum veitist að- gangur til skólans. Skólagjald fer allt eftir því, hvort marg- ir nemendur verða eða fáir, en hið allra mesta sem orðið getur er i o krónur um mánuðinn. Líklegast verður það þó tölu- vert lægra. Þeir er kynnu að vilja sækja skóla þenna, gefi sig fram við hr. verzlunar- mann Sigurjón Jóhannsson á Fjarðaröldu. Vér leyfum oss að mæla hið bezta með skólafyrirtæki þessu. Hr. Helgi Valtýsson hefur tekið hærra kennarapróf við Voldens kennaraskóla á Sunnmæri í Noregi, og munu þeir vera sárafáir hér á landi sem stunda barna- og unglinga- kennslu, er hafa búið sig betur undir það en hann hefur gert. KAUPBÆTIR. 2. árg. Fræk. fæst eigi lengur. Er þrotinn. Myndablaðið með myndum af 103 helztu mönnum 19. aldar fæst enn. f t § l> <*> <<> § Ritfanga- verzlun. Hér með auglýsist, að eg hef byrjað ritfangaverzlun í húsi mínu Bjarka hér í kaup- staðnum og geta menn fram- vegis fengið keypt hjá mér með mjög vægu verði flest- allt þar að lútandi, svo sem: Pappir Umslö" Penna Blýanta Blek 0. fl. 0 fl. Seyðisfirði 13. ágúst 1902. daoid Östlund. Vinnukona getur fengið góða vist hjá örik örichsen, apótekara á Segðisfirði. A 1] jr sem þurfa að láta gera við ** * * * skó ættu að koma með þá til Hermanns Þorsteinssonar, því þar fá þeir aðgerðir fljótt og vel afhendi leyst- ar og með mjög vægu verði. Nýir skór smíðaðir eftir máli með ný- asta sniði úr vönduðu efni, og vandaðir að allri gerð. Verkstæðið er í Bindindishúsinu. Gleymið eigi að panta hjá útg skrautbindi til að binda í 2 árg Frækorna. Xaupendur í %eykjaoík geta keypt skrautbindi um .,?rækorn“ hjá herra Jóni Jónssgni, X/apparst. 9. rQÆI/nPN HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM, ■ n/tl\Unil, kemur út tvisvar í mánuði og kostar hér á landi 1 kr. 50 au,um árið; til Vesturheims 50 cents. Borgist fyrir 1. okt. Úrsögn ógild, nema komin se til útg. fyrir 1. okt. og blaðið sé að fullu borgað fyrir það ar. Prentsmiðja Seyðisfjarðar.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.