Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 9

Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 9
FRÆKORN. 07 eigið í rauninni við drykkina, sem þér fáið af maltinu. Drykknum vil eg líkja víð yðar Meistara, Afguð, List og Traust. Trúfræði. Hún vitnar um verkanir þess- ara drykkja. I þessu lífi, lijá sumum að minnsta kosti: Morð, Allskonar vonzku, Lauslæti, Töpun allra mannkosta. í öðru lífi hjá sumum: Myrkur, Angist, Langvarandi hegning, Töpun á hluttöku í guðs ríki. Viuir mínir! Varið yður á áfengum dfykkjum! (Lauslega þýtt). Stefna Georgs Brandesar (Úr bók eftir I.ars Eskeland: „Paa heimveg".) Fyrir nokkrum árum ritaði nafnkunn norsk kona um Georg Brandes í blað- inu »Köbenhavn« : »Það er eins og hann sagði, gamli Simon Pétur, niðri í Gyð- ingalandi: Til hvers eigum vér að fara? Þú hefur orð eilífs lífs.« Henni finnst hún verða að heiðra hann á þann hátt. Og enginn opnaði munninn, enginn lét pennann hlaupa til að mæta eða draga úr þessu takmarkalausu háði um hið heil- aga. En það versta var það, að það var satt, eins og hún sagði, satt á sinn máta. Georg Brandes var og er sjaldgæfur Ieiðtogi, maður með »lífsins orði« mörgum öðrum mönnum fremur. Heilan mannsaldur hefur hann sett merki sitt á andlega lífið hér á Norðurlöndum. Og hvaða merki hefur hann svo sett ? Er það af himneskum eldi, sem orð hans hafa logað, er það af guðs lífi, scm básúna hans hefur básúnað ? Er það hið óhreina innan í oss og utanum oss, sem hann hefur viljað lýsa burt? Hann hefur verið talsmaður nautnar- evangelísins, hann hefur skreytt upp hinn holdlega kærleika og á sinn hátt gert hann að trúarbragðalegri hugmynd, og því hefur hann einnig með bítandi spotti snúið sér móti öllu sem vill vígjast til guðs. Og hann hefur lagt undir sig fræga rithöfunda. Hafi "á hannTsagt: Gakktu, þá hafa þeir gengið, og hafi hann sagt: Komdu, þá hafa þcir kom- ið. Mikið af bókmenntunum hefur verið endurskin af hans anda, hann hefur haft »Iífsins orð« til svo margra þeirra, sem hafa haft- mikil áhrif. En þetta lífsins orð hefur verið eins og tælandi, eitur- fyllt blóm, og það hefur haft með sér nautnarsýki, sem getur orðið hættuleg fyrir alla framtíð vora. Það er undir því komið, hve djúpt það hefur etið sig inn. Því miður er hætt við þvi', að það sé nokkuð djúpt. Lítum vér í kring um oss, finnum vér, að vér lifum mitt í óendanleglckanum, og lítum vér inn í oss sjálfa, höfum vér óendanlegleikann einnig þar. Þar lifir líf, sem ekki getur fengið saðning af öðru en orðum frá hans munni og brosi frá hans augliti, sem hefur kastað öllum óendanlegleika utan um sig eins og klæðn- aði og sem kallar sig sjálfan kærleik og kallar sig sjálfan föður, já, vorn föður. Upp móti honum eigum vér að vaxa. En Kristur er vegur vor til föðursins, af því hann einn getur hjálpað oss til að vaxa þessum vexti. Hann vitnar um sjálfan sig: »Eg er lífsins brauð; J)ann sem kemur til mín, skal aldrei hungra, og þann sem trúir á mig, skal aldrei þyrsta«. Og Pétur vitnar: »Til hvers eigum vér að fara? Þú hefur orð eilífs lífs.« Pétur talaði út úr sinni dýpstu nauð; hann þekkti neyð sína, en hann eygði einnig frelsunina. Neyð vorra tíma er auðfundin; fáir sjá bótina. En hún er hin sama og áður. Lífið finnur ekki bót í neinu, sem heyr- ir þessúm heimi til. Aðeins eilíft líf get- ur fullnægt oss. Orðið hefur maðurinn fengið til þess að endurspegla það, sem hrærir sig í sálunni; orðið á að verða hinn æðsti

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.