Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 10

Frækorn - 15.08.1902, Blaðsíða 10
g8 F R Æ K O R N. þjónn sannleikans. En lygin tók það í þjónustu sína, og nú eru orð oss til lítils gagns; oft eru þau að eins fi'nt spunninn þráður til að dylja sannleik- ann með. En hjartað fær ekki ró, fyr en það á von og vissu um hið sviklausa orð, sem er fyllt af óendanlegu lífi. Til hvers eigum vér að fara ? Þú, drottinn Jesús Kristur, hefur orð eilífs lífs. ""(§) (& Andatrú (spiritisme). (Frh.) [Garborg heldur áfram frásögu sinni:] Vér ræddum saman dálitla stund, ofur rólega og nærri því skemmtilega; svo var farið að syngja. Eg reyndi að syngja með, en það tókst ekki. — — Mér varð hálf óglatt. Hinn seinláti söngur þreytti mig. Og hvað átti svo úr þessu að verða? I þessu hálf-myrkri var hægt að gera allt mögulegt. En með allri virðingu fyrir trúgirni þessara manna, hvað mégnar trúgirni móti sjálfs- táli? — Þarna sat nú t. d. þessi ungi lögfræðingur, með höfuð eins og úr stáli og með augu er gætu séð gegnum veggi og ekki kærði hann sig um að verða tál- dreginn frekar en eg; og þó hafði hann hvað eftir annað verið með í svona hring- um og aldrei komist að neinum svikum eða blekkingum; þar að auki hafði það líka komið fyrir á þessum síðustu sýn- ingum, að fleiri verur sáust í einu; svo þó að sýningakonan (miðillinn) væri svika- tóa, þá gat hún þó ekki leikið fleiri anda í einu — o. s. frv. Andar — hver krefst þess að sjá anda? Eg skal vera ánægður með blátt áfram vanalegan tvífara (svip manns fjarverandi). Eða þá óefanlegan og órækan hugarlest- ur.te Hvað svo sem það er, ef að eg bara með vissu get rekist á eitthvert hærra eðlis fyrirbrigði, fyrirbrigði, sem dregur huga vorn útyfiFallar heimsins grásteins- urðir og mykjuhauga. Og eg ásetti mér alvarlega að vera með, því að eg vissi, að ef eg sæti hér svona efasamur og kaldur, þá gæti eg truflað samræmi hrings- ins og eyðilagt alltsaman. Loksins sást einskonar bjarmi í einum dyrum kabinettsins. Eg held næstum að eg hafi fundið til kippa í hjartarótunum. Gegnum hringinn allan heyrðist hvíslað: sko! sko! »Já, nú er það að byrja«, sögðu hinir reyndu hróðugt. Söngurinn þagnaði nú fljótt, og í stað hans kom nú hvíslandi, áköf samræða. Jafnvel hin- ir meir reyndu virtust vera hugfangnir og hamíngjusamir. Aður en eg eiginlega hafði áttað mig á því, var »Nepenthes« kominn inn og var honum heilsað með virðingar- og aðdáunarfullum upphrópunum. Eg haíði búist við heilli, sjálflýsandi mynd og það leið þó ógnlítil stund, áður en eg sjónfesti, að þetta óglögga ljósflökur smá- byljótt, hreyfilegt, skuggaskiftandi, var mannleg mynd. Fyrirbrigðið Ieið fast framhjá mér, án þess að eg fengi sjón- festu á sjálfri myndinni. En fyrst er það staðnæmdist tvö þrjú fet útí hringnum áttaði eg mig á því. Eg sá bjartan hring og stjörnu fyrir fra nan í þeirri hæð, er höfuðið gat verið; þvínæst eitt- hvað óglöggt flögrandi. sem hlaut að vera búningurinn. Höfuð, háls, armar, yfirleitt líkaminn sjálfur var sveiptur skugga. Það var fagurt. Undarlegt. Mjög fagurt. Eg hef ekki séð neitt þvílíkt. L.jósbjarminn var daufur, mjúkur; ákaf- lega daufur og mjúkur. I huga mínnm bar eg hann saman við tunglsljósslæðu. Myndin leið áfram. Kom svo aftur. Sýndist yfirleitt að hreifa sig mjög hvat- lega. Gekk rétt fram hjá mér aftur, burt að kabinettinu, sneri svo aftur út í hringinn. Ekkert hljóð. Engin skilning- arvitaáhrif yfirleitt, nema sjónaráhrifin. Og það var svo langt frá því, að það væri nokkuð óviðfeldið. Ekkert draugs- lega kalt eða viðbjóðslegt. Þegar augað vandist bjarmanum, varð myndin skýrari. Eg gat greint armana, er sýndust svartir mjög, svartari en myrkrið í herberginu; greindi Iíka af og til fyrirmörk myndar- innar, sem virtust vitna um hæð, eða eg sá grilla í hið mikla og fagurlokkaða hár hennar. Við hreifingar verunnar kom hinn lýsandi búningur hennar stundum í

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.