Frækorn - 15.08.1902, Page 3
FRÆKORN.
9i
tímann ; en þeir eru bragðvondir og
skemmast fljótt.
Vísindi og listir eru uppspretta alls
böls, sem þjáir mannkynið. Það stend-
urí í vegi fyrir að einstaklingurinn geti
orðið það, sem hann er ákvarðaður til
af náttúrunni. Hann getur ekki hlýtt
röddu samvizkunnar, því hann verður að
fylgja landssiðnum. Vísindin og listirnar
hafa drepið frelsistilfinninguna og spillt
lunderni þjóðarinnar, þau eru af illum
rótum runnin, svifta þjóðina siðferðisleg-
um krafti og kenna mönnum að sýnast,
því stjórnfræðin er sprottin af vantrú,
mælskulistin af hégómagirnd og hatri,
eðlisfræðin af nýungagirni, jarðmálsfræð-
in af ágirnd, og siðfræðin af drambi.
Kenníð börnunum að beita skilningar-
vitunum og afla sér þekkingar með
því að skoða hlutina sjálfa. Burt með
allar skýringar og orðalengingar; það
tollir fátt í þeim af því.
Það verður að kenna börnunum, hvað
það er mikilsvert að starfa. Þá skuld á
þjóðfélagið af hverjum manni að heimta,
að hann vinni. Iðjuleysinginn, hvort sem
hann er ríkur eða fátækur, stelur frá
þjóðfélaginu. Handvinna er ágætust af
allri vinnu; hún gerir itienn sjálfstæðasta.
Því ætti hver drengur að nema einhverja
handiðn.
»Utanaðkunnátta tóm er einskis nýt.«
»Ef guð er til, þá er hann réttlátur, og
ef hann er réttlátur, þá er sál mín ódauð-
leg.«
Þeir, menn, sem féllust á uppeldis-
skoðanir Rosseaus voru nefndir mann-
vinil, eða nefndu sig það sjálfir, og lögðu
mest kapp á, að efla heilbrigða skyn-
semi. Þeir voru skynsemistrúarmenn.
Uppeldið var ekki kristilegt uppeldi, eins
og hjá Francke. Það var ekki trúin á
guð né elskan til guðs, sem réði upp-
eldisstarfi þeirra. Það var aðeins trúin
á það, að maðurinn væri af náttúrunni
góður, væri sjálfur guð, og tilhneiging-
ar hans ættu alltaf að ráða, því hann
hefði enga tilhneigingu til ills.. Kærleik-
ur mannanna var í því fólginn, að auka
þægindi hins tímanlega lífs. Takmark
uppeldisins var jarðnesk sæla. Þeir voru
ekki bundnir við nein sérstök trúarbrögð.
Skólar þeirra voru stofnaðir handamönn-
um af öllum trúarbrögðum. Trúarbrögð-
in voru: samvizkan. Hún er leiðtogi
mannsins til dyggðar og réttlætis og
sker áreiðanlega úr því, hvað rétt er
eða rangt. Hún er guðdómlegur inn-
blástur.
Einu sinni var tilrætt um þessi almennu
trúarbrögð. Þá bar þar að mann, sem
bað um fugl. »Hvers konar fugl á það
að vera, spurðu hinir.« Það á hvorki
að vera örn né hrafn, né spói, heldur
almennur fugl«, sagði hann.
I skólunum hafði frá fornu fari verið
lögð rækt við einn hæfileika sálarinnar,
minnið. Því var fengin ósköpin öll til
geymslu, svo það bar aðra sálarkrafta
ofurliða, þeir gátu ekki notið sín.
Rosseau og menn hans hefja skynsem-
ina eða skilningi/tn til öndvegis. Og
þetta var f/amför. En af því þeir gættu
ekki þess, hvað býr innst í eðli manns-
ins, sem er kœrleikurinn til guðs, allt
það, sem á til hjartans rót sína að rekja,
þá varð skynsemin að átrúnaðargoði
þeirra. Hún var þeim vegurinn til lífs-
ins. En kristindómurinn kennir: »En
gættu hjarta þíns um fram allt, því þar
eru lífsins upptök.« Þvf trúðu þeir ekki.
Rosseau og menn hans ieiðréttu margt
og breyttu til bóta; en af því þeir mis-
skildu kristindóminn, þá fóru þeir svo
langt afvega, að skólar þeirra eru nú
undir lok liðnir.
'e) (sí'
Smáveg'is um
biblíu- kritíkina .
(Úr rítgjörð í Kristjaníu-blaðinu „Luthersk Kir-
ketidende" frá 8. Marz siðastl. eftir Karl Vold,
guðfræðiskandidat. „Sam." Juni '02)
Spurningunni um það, hvort biblíu-
»kritík« skuli vera til, hljótum vér að
ætlan minni að svara játandi. Það má
beita »kritík« við biblíuna, en þó því að
eins, að það sé gjört með rósemi og
gætni, en alls ekki með æstum tilfinning-
um og hlutdrægni. Þeir, sem eiga við
slikar vísindalegar rannsóknir, verða að