Frækorn - 15.12.1902, Page 6
i66
F R Æ K O R N.
verðum að vinna í sameiningu við guð, ef hann
á að lækna oss. Ef maður hefur brotið hand-
legg eða fótlegg, verður hann að fá brotin
setta saman, og þá mun guð skapa efnið, sem
sameinar þau. Kraftinn, sem gerir þetta
köllum vér „náttúruna", en það er að eins
annað nafn fyrir guð. Náttúran er ekki kraftur,
er að eins nafn. En krafturinn á bak við
náttúruna er guð.
Ef einhver hefur slæman maga og heldur
áfram að brjóta þau lög, sem eru sett fyrir
góðri meltingu, verður magi hans aldrei góður
Ef hann etur mat, sem er skaðsamlegur, og
náttúran læknar hann á nóttunni, og hann svo
dag frá degi gerir hið sama, þá verður hann
með hverjum degi lakari og lakari, og smátt
og smátt verður hann svo eyðilagður, að mag-
inn missir kraftinn til að melta.
Ef vér sáum heilbrigði, munum vér uþþskera
heilbrigði, alveg eins víst og það er, að ef vér
sáum sjúkdómi, munum vér uppskera sjúkdóm.
Vér verðum að rækta heilbrigðina. Samt er
enginn efi á því, að sumir menn verða lækn-
aðir af skottulæknunum, sem ferðast um, og
sumir af brúkun lífselexírs og þess háttar. En
sannleikurinn er sá, að slíkt fólk líður ekki af
verulegum sjúkdómum, heldur af ímynduðum
veikindum. Slíka menn mætti lækna með hverju
því, sem þeir reiddu sig á, sama hvað það
væri. En maður, sem hefur eyðilagðan maga,
verður ekki friskur eins fljótt.
Einn vegur, sem guð notar til að hjálpa mönn-
um, er að gefa þeim ljós eða uppfræðingu um
það, hvernig þeir geta hjálpað sér sjálfir. Hann
gefur honum réttar hugsanir, og það leiðir
hann til að gera það rétta. Það er alltaf ein-
hver staður í fjallinu, þar sem maður getur
leitað skjóls í storminum. Það er líka hjálp fyr-
ir sjúka menn, því að heilbrigði er alstaðar til.
Biddu guð að hjálpa þér að finna heilbrigði.
Það er til beinn og mjór vegur til heilbrigðis
fyrir líkama og sál; sá beini og mjói vegur
er: hlýðnastu lögum guðs!
Líkaminn leitar alltaf að heilbrigðinni. Vér
verðum sjúkir af því að vér á einhvern hátt
syndgum móti oss sjálfum, en náttúran fer
undireins að sínu verki, að lækna oss. Það er
ekkert umsvifaverk eða óeðlilegt að verða frísk-
ur. Það er eins eðlilegt að verða frískur eins
og það, að draga að sér andann. Ef þú vilt
hætta að gera sjálfan þig sjúkan, þá mun nátt-
úran lækna þig. Ef húðin er rifin af hönd
þinni, mun fljótt koma ný, frísk húð í staðinn.
Þetta verður án þess að þú þurfir nokkuð að
aðhafast til ' þess, hvort þú æskir þess eða
ekki, af því að hinn læknandi kraftur, sem í
þér er, er að leitast við að gera þig heilbrigð-
an.
Viljakraftur vor getur ekki læknað, en hann
getur gert oss færa um að standast freisting-
una til að leggjast niður og deyja. Á þann
hátt mega menn reka veikina frá sér.
Þeir menn eru til, sem eru mjög fljótir á
að trúa því, að þeir hafi kóleru, inflúenzu eða
aðrar farsóttir. Og margur maður verður veru-
lega veikur af ótta. Það er furða, hve mikið
hugarlífið hefur saman að sælda við heilbrigð-
isástand manna. Sá, sem fellur í örvæntingu,
getur ekkert gert. Von oggott traust eru hin-
ir voldugustu kraftar til þess að. gefa mönnum
afl til að berjast móti sjúkdómum, og eru oft
hið eiria, sem nrargir sjúkir viðþurfa.
Spurningabálkur
—o—
I. Má guðsbarn sverja eið fyrir ver-
aldlegum rétti, ef þess er krafizt?
Guðs orð segir: »Eiðurinn gjörir enda
á allri þrætu til staðfestingar». Heb.
6, 16, Og að eiðurinn í sjálfu sér sé
leyfilegur, sést á því, að guð sjálfur
styrkti »heityrði sínu með eiði, þá hann
enn yfirgnæfanlega vildi sýna erfingjum
fyrirheitisins óraskanlegleika sinna álykt-
ana.« Heb. 6, 17.
Dæmi Jesú, þegar hann stóð fyrir
rétti, tekur einnig burt öll tvímæli í
þessu efni. í Matt. 26,63 lesum við: