Frækorn - 15.12.1902, Qupperneq 7
FRÆKORN.
167
»Þá mælti hinn æðsti prestur: Eg sœri
þig við hinn lifandi guð, að þú segir oss
það, ef þú ert Kristur, sonur guðs.
Jesús svaraði : »Svo er sem þú sagð-
ir«. Svar Jesú verður ekki á annan veg
skilið, en að hann undirgengst eiðinn,
því að æðsti presturinn segir rétt á eft-
ir: »Hvað þurfum vér nú framar vitn-
anna við? Nú heyrðuð þér sjálfir hans
guðlöstun.»
Eftir þessu er varla hægt að segja
annað, en að guðs barni sé Ieyfilegt að
vinna eið, þegar þess er krafizt og nauð-
synlegt. er.
Sá eini staður, sem virðist tala móti
því að sverja, er Matt. 5, 33 — 36, en
þar mun vera átt við daglegt tal og
ónauðsynlegar staðfestingar á orðum
manna, og sér hver maður, að afarmikill
munur er á því að sverja þannig og á
því, að yfirvöldin krefjist þess, að mað-
ur staðfesti framburð sinn, til þess að
leiða sannleikann í ljós. I málum, sem
miklu varðar, er oft afar nauðsynlegt að
eiður sé unninn. Kristinn maður getur
með þvf að bera vitni, tala sannleikann
og vinna eið að honum fyrir rétti, ver-
ið valdur að því, að saklaus maður verði
dæmdur sýkn, sem annars gæti orðið
fyrir óréttum dómi.
Enginn ætti með öruggara hjarta að
geta staðfest framburð sinn en guðs
barn, því að það talar að eins sannleik-
ann eftir beztu vitund, og getur sagt
eins og postullinn : »Guð er mitt vitni«,
og: »Eg kalla guð mér til vitnis«.
Rom. 1, 9; 2. Kór 1.23.
2. A eg, ef vinur minn býður mér
til máltíðar, að neyta »blóðmatar», ef
hann verður settur fyrir mig, þótt eg
Viti, að blóðnautn sé bönnuð í guðs orði ?
— Sbr. 1. Kor. 25 — 30.— »Aðrianus«.
Það, sem postullinn hér í hinum til ■
vitnaða ritningarstað á við, er ekki blóð-
át, heldur nautn kjöts þess, sem fórnað
hefði verið skurðgoðum (sjá 28. v.).
Sumir hinna fyrstu kristnu héldu, að
slíkt kjöt væri óhreint, aftur á móti
skildu aðrir, eins og rétt var, að skurð-
goðin sem í raun og veru eru ekkert,
gætu ekki gert kjötið óhreint. Sakir
þess gæti kristinn maður með góðri sam-
vizku borðað slíkt kjöt; en ef einhver
bræðranna væri órólegur út af þessu,
þá væri það skylda þess, er betri skiln-
ing hefði, að halda sér heldur frá nautn
slíks kjöts, heldur en að hneyksla bróður
sinn með því að eta í návi'st hans það,
sem hann áliti »óhreint« eða bannað, þótt
það væri það ekki í raun og veru.
Þegar stendur : »Etið allt, sem fyrir
yður verður sett«, verðum vér að
hugsa um sambandið, sem þessi orð
standa í, eins og áður er bent á; það
ei áreiðanlegt, að ekki geta þessi orð
með réttu náð til alls mögulegs, setn
manni geti orðið boðið hjá öðrum Ekki
getur nokkur maður hugsað sér t. d.,
að postulinn meini að ef einhverjum kristn-
um manni yrði boðið til heiðingja á Suður-
hafseyjunum sumum, þar sem menn eta
mannakjöt, — að hann þá skyldi eta
það. »Allt« í þessum teksta . hlýtur að
vera takmarkað, eins og líka sambandið
sýnir. Og það er einnig vist, að orðin
eiga eigi við blóðmat. Guðs boð, í til-
liti til blóðmatarins, getur hver og einn
lesið nógu greinilega í Post. g. 15, 19,
20. 29.
Neístar.
— Þú, sem prédikar hatur og kær-
leiksleysi gagnvart þeim, sem trúa öðru-
vísi en þú, og prédikar þetta í nafni
himins þíns — vei þér, veiztu ekki. að
himininn umkringir jörðina og faðmar
oss alla í faðmi sinum.
Es. Tegnér.
— Syndin er hið þ^ngsta í alheimin-
um. C. H. Spurgeon.
— Pi estur við drykkjumann :
»Þú ættir að hætta að drekka, Jón;
brennivínið er hinn versti óvinur þinn.«
Jón: »En þér, herra prestur, kennið,
að við ei,um að elska óvini okkar.«
Prestur : »Já, rétt er það, Jón, en eg
kenni ekki, að við eigutn að svelgja þá,«
■&€x> <x>g>