Frækorn - 15.12.1902, Blaðsíða 9

Frækorn - 15.12.1902, Blaðsíða 9
F R Æ K O R N. 169 að halda fyrirlestur á kennaraskólanum, svo þá var enginn tími afgangs [rað kvöld, og svo eru kirkjurústirnar líka góðan spöl fyrir utan bæinn. Eg varð því að fara straks. Sama kvöldið. Klukkan var 10, eg var ókunnugur. Fyrst á hótellið og fá sér herbergi, og svo á stað. Vegurinn lá vestur úr bænum, beina leið, var mér sagt. Gott. Jæja, Það var kominn kafaldsdrífa, logndrífa, þykk og þétt. Dauf tunglsglæta. Og eg gekk og gekk, bæði beint og krókótt. Snjórinn varð dýpri og dýpri, nóttin dimmri og dimmri, og mjöllin vafði sig þéttara og þétt- ara utan um mig. Átti eg að snúa við? Hætta? Ha, - nei. Eg varð að sjá hina gömlu dómkirkjuboga, með sænsku kúlu- förin í veggjun- um. Eg varð þreytt- ur, stóð við, efað- ist, sneri aftur, hætti svo við það og hélt áfram. Klukkan var hérumbil 12, þeg- ar eg loksins álp- aðist fram á rústirnar. Rétt af tilviljun. Ein- stakri tilviljun. Og í myrkri og dimmviðri urn miðja nótt staulaðist eg gegn unr hin gömlu lilið með bogana hvelfdu hátt yfir höfði mér. Eg lagðist ofan í snjóinn til þess að geta séð byggingarstílinn betur að neðan upp á við, þreifaði nákvæmlega á ísköldum súlunum, sem báru þéssa þungu, alvarlegu steinboga, datt um steinana, sem lágu liingað og þangað inni í tóftinni. Yfir öllu þessu hvíldi þungur hátíðablær frá fornum helgidómi, senr var vafinn í dúnmjúka hljóðdeyfandi og allt faðmandi mjallarblæju vetrarnæturinnar.-En til hvers er að reyna að lýsa þessu? Til þess á maður ekki orð. En eg fann það og veit, að kirkjuferð sú var hin hugdjúpasta og áhrifamesta, er eg hef farið. I mesta flýti rifjaði eg upp það litla, sem eg mundi í Noregs sögu viðvíkjandi dómkirkjunni. 1 „sjöárastríðinu" milli Friðriks II. Dana- konungs og Eiríks XIV. Svíakonungs Gustafs- sonar Vasa — árin 1563-70 - var Hamars dómkirkja brennd af Svíum — 1567 . Og í næturkyrrðinni las eg á milli steinanna í hrörnandi rústunum hina löngu og hughrífandi sögu hennar, meðan lognmjöllin hlóðst þungt og þétt í viðjurunnana hringinn í kring um mig. Hamar er hinn stærsti upplandsbær í Noregi. Liðugra 50 ára gamall, með um 6 þústind íbúa. Hann liggur yndislega við Mjösen, stærsta stöðuvatn Noregs, og er þýðingarmikill sem verksmiðjubær — þar eru: mjólkurniður- suðuverksmiðja, ostaverksmiðja, látúnsvöruverk- smiðja, járnbrautarverkstæði, maskínuverkstæði o. s. frv. —, og sem skólabær stendur Hamar éngan veginn lægstur. Þar eru: gagnfræða- skóli, realgymnasíum, alþýðuskóli, kvennaskóli. FRÁ HAMRI.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.