Frækorn - 15.12.1902, Qupperneq 10

Frækorn - 15.12.1902, Qupperneq 10
170 FRÆKORN, amtskóli og þar að auki var þar einn hinna fyrstu lýðháskóla í Noregi, hið víðkunna „Sagatún". Þarereinnig líka mjög fræg dauf- dumbra-kennslustofnun o. m. fl. Bærinn yfirleitt er rnjög þýðingarmikill sem verzlunarmiðdepill, með járnbrautamótum frá Quðbrandsdal, Þrándheimi og Kristjaníu o. s. frv.------- Þaðan 'hef eg margar fagrar endurminningar, og fyrirhugskotssjónum mínumstendur Hamar eins og friðhelgur hvílustaður mitt í hinum barm- breiða skógarfaðmi auslanlands í Noregi. Helgi Valtýsson. —- Sumarferð til Novaja Semlja Eftir J. R. Jeafferson. — Kringsjaa. - o — Nooaja Semlja (sem þýðir: ný jörð) heitir eyja sú hin mikla, sem með þrem- ur mjóum sundum er skilin frá eynni Vaigat og meginlandi Rússlands. Novaja Semlja iiggur á 700 tii 770 norðlægrar breiddar úti fyrir ströndum Síberíu en þó vestan við Evrópu-tak- mörkin, á milli hinna ísþöktu hafa, sem kennd eru við Barents og Kara. Ferð- ist rnaður um þessar slóðir, koma manni ósjálfrátt í hug menn klæddir skinnfeld- um, norðurheimsskautaferðir, skipsflök og allskonar ógnanir, og allra sízt gæti maður vænzt þar skemmtiferðar, eíns og t. d. þeirrar, er eg fór, á 2500 lesta viðhafnarskipi, með frakkneskum mat- reiðslumönnum, vel byrgum vínkjallara og hornleikaraflokki til að skemmta mönnum um miðdagsverðartímann. Það var um sumarið x 896, sem eg ferðaðist til eyjarinnar á rússneska póst- skipinu »Lomonosof«, sem landstjórinn í Arkangel hafði leigt til vöruflutninga. Landstjórinn hjet AíexanderP.Engelhardt, en Samójedarnir* nefndu hann »föður Novaja Semlja*. * Samójedar tilheyra hinum altaiska þjóð- flokki; þeir voru fyrrum fjölmennir, en eru nú að eins 16,000 ogbúa meðfram Norðuríshafinu Fram að árinu 1872 var Novaja Sem- lja óbyggð, en þar hafðist við mesti sæg- ur af bjarndýrum, hreindýrum og rost- ungum; einstöku sinnum komu Samójed- ar þangað frá Vaigatseynni og Harber- óna og ráku veiðar á ströndum eyjar- innar, og enn sjaldnar bar það við, að vísindaleiðangrar legðu þar um leiðir sinar. En árið 1873 köstuðu Rússar - eign sinni á eyna og fengu hana aftur í hendur félagi nokkru, er lét byggja þar þrjú hús fyrir samtals 7200 kr. og flutti þangað vistaforða til 6 mánaða, til hjálp- ar rússneskum og norskum rostunga- veiðurum, er árlega leituðu þangað um þær mundir; bar það eigi sjaldan við, að veiðimenn þessir liðu skipbrot við eyna, og urðu þeir þá að hýrast þar vetrarlangt á ís-eyðimörkinni, þar sem stöðugt er myrkur frá 13. nóvember til 1. febrúar, og aftur óslitinn sólskins- dagur frá 26. maí til i8.júlí. Lofts- lagið á eynni má heita óslitinn og enda- laus vetur, og nokkrir eru þeir firðir og víkur þar, er fs þiðnar aldrei af. Þrátt fyrir hnattstöðu eyjarinnar, er hún sífelt hulin snjó, meðalhiti er þar á sumrin 1 — 30 frost (R) og á vetrum 6o° (R), en á haustin rignir þar svo ákaft, að vatns- flóð eru þá daglegir viðburðir. í nóvembermánuði 1892 gekk Novaja Semlja undir opinbera stjórn Rússa, þ. e. a. s. undir vernd landstjórnarinnar í Arkangel, og upphaflega stóð ríkið straum af útgjöldum eyjarinnar; en nú ber eyj- an sig sjálf, hvað fjárhág snertir. Arið 1892 ljet landstjórnin flytja þrjár Samojedafjölskyldur til eyjarinnar eða sam- og Hvítahafinu. Þeir lifa hirðingja- eða flökku- mannalífi með hreindýrum sínutn. Áður héldu þeir til við Síberísku árnar Ob og Jen- issey, en hafa nú selfært sig þetta vestur á bóginn, Þeir eru í rauninni satnsafn fleiri þjóðflokka, eru heiðingjar, en hafa presta, sem eru þeim allt í öllu og þar á meðal læknar þeirra. Konur þeirra lifa við hina mestu niður- lægingu og mega þær ekki ganga úm nema ákveðinn hluta af hýbýlum þeirra. Klæðnað- ur þeirra er að mestu leyti hreindýraskinn. Þeir hafa svart hár og grófgert og eru mjög óhreinlátir. Þýð.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.