Frækorn - 15.12.1902, Side 12
FRÆKORN.
172
Týndi faðirinn
XXVII.
Sárar og svíðandi hugsanir; við þeim
verður ekki séð.
Hræðslan umkringir mig. Allar dyr
eru lókaðar. Eg finn að biksvarta myrk-
rið færist að, sígandi og sígandi, eins
og kólgumökkur úr hafinu, hjúpar mig
og nemur mig burtu, þangað, sem engin
frelsandi hönd nær framar til.
Hjálp!
Æ, því er eg að hrópa á hjálp, þar
sem enginn er til að heyra.
O að þú værir hér,
að eg gæti fallið fram fyrir þig,
og ákallað þig í neyð minni,
minni sáru neyð,
og þú mundir svara,
og dæma mig,
og láta þínar þórdunur þruma;
að eg mætti iðrast,
og opna hjarta mitt fyrir þér?
og þú mundir hlusta á mig
og hjálpa mér,
og nema hræðsluna í burtu frá mér.
Hví ert þú ekki hér ?
Hvað er orðið af þér?
Varstu orðin svo leiður á okkur,
að þú gætir ekki verið hér Iengur?
Vorum við of óhreinir —
of smáir fyrir þig;
var of lágt undir loftið í hjörtum okkar,
of þröngt og kæfandi?
Fékkst þú ekki rúm í sálum,
sem ummynduðust í auðsafns-þrór
og reiknivélar; *
og í himninum varð ekki verandi
fyrir blóð- svælu
og sótreyk saurugra hugsana?
Þess vegna hafðir þú þig á brott
og yfirgafst okkur?
Nei, —- sannlega, sannlega
er eg ekki »hinn tapaði sonur,«
heldur ert þú »týndi faðirinn;«
og enginn dirfist að vænta þín framar,
en af öllum þínum smælingjum
er þín sárt — svo sárt saknað.
En samt ert þú.
Eg finn til þín.
Þú ert lögmálið,
Iögmál lífsins,
hinn óbrigðuli,
í gær og í dag
og um a'.dir alda hinn sami.
Ekki ert þú mildur,
ekki ert þú reiður;
þú ert hið nakta fjall,
kaldur, hár og brattur ;
hvorki sér þú né heyrir,
hjarta þitt er úr málmi,
og höfuðið íshrími þakið.
þessvegna er eg dæmdur.
Það verður ekki umflúið.
Enginn er til að ákalla,
og enginn er rétt geti mér hjálpar-
hönd,
þegar stundin kemur
og myrkranna hyldýpi opnast
—og^gapa.
Og hræðslan hringvefur sig
eins og*ísköld eiturslanga,
utan um mitt helsjúka hjarta
og hróp mín og andvörp
og skjálfandi stunur
deyja í nóttinni
XXVIII.
En ef eg nú færi til skriftaföðurs;
hann mundi geta lyft farginu af sál
minni.
Hygginn og ráðhollur maður,’sem bæri
kennzl á heiminn, lífið og hjarta manns-
ins, — hann mundi geta það.í: EnHivar
er slíkan mann að finna? Mótmælendur
ota fram guðfræðingum, einum; en vanda-
laus og ókunnugur maður mundi ekki
skilja mig,
En svo minnist eg þess, að í raun-
inni eru allir vandalausir og hver öðrum
ókunnugir. Þeir tveir menn eru ekki til
á jörðunni, er tali sama mál; hver legg-
ur sína þýðingu í orðin; menn fara sömu
orðum um gagn-ólíka hluti. Og eg get
ekki vitað hvernig orð mín verða skilin
af þeim, er þau heyra. Nei, eg vif
engin mök hafa við neinn skriftaföður.
Eg ætla að vera sterkur.