Frækorn - 15.12.1902, Page 13

Frækorn - 15.12.1902, Page 13
F R Æ K O R N. 173 Sá sem er hygginn, segir við barnið: »þú ert stór«, og við konu sína: »þú ert engill«, og við vin sinn: »vantarþig peninga?« og við fólkið: »húrra!« En þurfi hann að Iétta einu hreiskilnislegu sannleiksorði af hjarta si'nu, þá þrílæsir hann sig inni í einrúmi, leggur hönd yfir munn sér og hvíslar fram orðunum, svo að enginn heyri þau, nema sá einn er hann veit að muni skilja þau. Þessvegna er það, að gamlir menn tala svo oft við sjálfa sig. Lífsreynslan hef- ur kennt þeim það. Svo lengi lærir sem lifir; og hver nýr lærdómur er manni ný sorg. Og hver sorg nýr krafur. En enginn er fullnuma, fyrr en hann hefur lært að þegja. XXIX. O, þú góði, þú heilagi, þú sem komst til að hjálpa, og leiða þá heim, er viltir fóru, og lækna þá sjúku, og veita hinum þreyttu hvíld, —• ó, að þú værir hér ennþá! Eg vildi svo feginn finna þig og bera upp kveinstafi mína fyrir þér, lýsa fyrir þér krankleik mínum og játa misgjörðirnar: að eg hef spillt lífi mínu og burtu sóað sjálfum mér, að eg er tapaður sonur og viltur af veginum, en þegar eg leitaði heim, var þar enginn, er tæki á móti mér. Og þú mundir líta blíðlega til mín og tala til mín huggunarorð og leggja hendur yfir mig og lækna mig. Og eg mundi fá kraft til að lifa nýju lífi Og finna veginn til föðursins aftur. En — nú er það því miður of seint. Þú ert burtu numinn. Þeir haía gert þig að guði. Og nú situr þú þar uppi og dæmir með föðurnum. Og hvað mundi það þá gagna mér. þótt eg kæmi st alla leið til þin; þú mundir hvessa á mig augun og segja: heyr þú kunningi, hví ert þú hér kominn, án þess að vera í hátíðabúningi ? Eg þyrði víst engu að svara. Guð? Hvað hef eg með guð að gera ? Sjálfur get eg sakfelt mig. En Mannsins sonur, sem þekkti mig og vissi allt, og hefði á reiðum höndum hjálp og huggun í staðinn fyrir bitur augnaráð og áfellisdóma, já, Mannsins son — —■ - O að þú værir hér enn á meðal vor! Neistar. — Hver, sem ætlar að gera eitthvað illt, ætti urnfram allt að skelfast fyrir því vitni, sem situr eins og spæjari í hjarta hans og einu sinni mun draga hann fyr- ir dómstólinn og leggja hann á pínubekk, svo að hann jafnvel sjálfur mun koma til að kvarta fyrir öðrum. — Pytagoras. — »Það er hægt að vera örlátur með fé annara«. En — »jörðin er drottinn og hennar fyllling, jarðríkið og þeir, sem á því búa« Sálm Dav. 24, 1. f’að sem þú kallar þitt, er því ekki þitt í raun réttri. — Ertu »örlátur með fé annara« — miðlar þú öðrum af þeim eignum drottins, sem þú ert settur til að ráða yfir ? — Það er betra að hafa elskað og tapað, en að hafa aldrei elskað. A. Munch. — Sneiddu hjá freistingum, cfþúget- ur, en ef ekki, þá berstu og sigraðu! ---

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.