Frækorn - 15.12.1902, Page 14

Frækorn - 15.12.1902, Page 14
174 F R Æ K O R N. Himininn og syndarinn Syndari gæti ekki verið farsæll í ná- vist guðs; hann mundi fælast frá sam- félagi við hinar helgu verur. I himnin um mundi hann engrar gleði geta notið, þótt honum væri leyft að koma þangað. Hinn sjálfselskulausi kærleikur, sem þar drottnar, þar sem hinn eilífi kærleikur endurspeglast í hverju einasta hjarta, mundi ekki vekja neinn endurhljóm í sálu hans. Hugsanir hans, hugðmál og hvat- ir mundu verða allt öðruvísi en þær, sem hinir syndlausu himinbúar láta leið- ast af. Hann mundi verða sem hjáróma rödd í hinni himnesku samhljóðun. Him- ininn yrði kvalastaður fyrir hann. Hann mundi leitast við að fela sig fyrir hon- um, sem er ljós himinsins og allur hinn himneski fögnuður streymir út frá. Það er ekkert gjörræðisbann frá guðs hálfu, sem útilokar hina óguðlegu frá himna- ríki, þeir eru útilokaðir af þvi að þeir eru ('hæfir til þess að vera í þeim fé- lagsskap, sem þar er. Fyrir þá mundi guðs dýrð verða eyðandi eldur. Þeir mundu æskja sér að verða eyðilagðir, til þess að þeir gætu hulið sig fyrir ásjónu hans, sem dó til þess að endurleysa þá. E. G. White. Um hina hærri kritík*. Iræðu, sem mikilsviitur norskur prestur, pastor Lunde, nýlega hélt í Kristíani'u, kemst hann meðal annars þannig að orði: Biblían verður að mæta líkri mótspyrnu Og sonur guðs. Eins og hann var gét- inn af heilögum anda, en fæddur af Maríu mey, er einnig biblían getin af heilögum anda, en rituð af mönnum. Það er um að gera fyrir kritíkina, bæði hina niður- rífandi og hina uppbyggjandi, að varast bókstafaþrældóm, þvf hann drepur and- ann í opinberuninni. Ef menn vildu lesa biblíuna, ekki til þess að »kritfsera« hana, heldur til þess að láta hana »kritfsera« sig, þá mundi hún reynast »guðs orð«. £æn. Gjálífi heimsins er ginnandi tál. Gefðu mér, drottinn minn, hugprúða sál, að verjast þeim freistingum, eins og mér ber, og alltaf að fylga þér, Jesús minn, hér. Eg bið þig nú, herra, að bæta úr neyð, þá brimsollin höfin mér verða á leið á óvegum dauðans, — æ, lið þá mér ljá, Ijúfasti Jesú! Eg kýs þig að sjá. N. í. Sá/mur. —o — Holdvistar senn er liðin leið , lánið jarðar Og heimsins glaumur; lífið er eins og liðinn draumur, samhliða ýmsri sorg og neyð. Himnafaðir, þín hjálp eg finn hefur mig leitt á æfibrautum og frelsað bæði í freistni’ og þrautum; dýrð sé þér jafnan, drottinn minn ! Þó dragi á augun dauðaský og deilt fái ei lengur vini blíða, þolinmóður eg þess vil bíða, huganum fús í hæðir sný. En þá eg um geiminn þreyti ferð og þúsund sólkerfi gegnum sveima af undrun, að sjá þá uudra heima, örmagna’ eg að engu verð. • Góði Jesú, mér liðsemd Ijá og ljósið glæð í mínum huga, efasemdirnar yfirbuga, að megi’ eg þína sælu sjá. Allt er mitt traust á einum þér, elskan þín blessuð hjartað gleður og unað himneskum sálu seður, náðin þín, drottinn ! nægir mér. E. J.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.