Frækorn - 15.12.1902, Page 15
F R Æ K O R N .
175
Jíiít og þetta.
—o—
Yfirlýsing í stað eiðs
15. nóv. síðastl. samþykkti Landsþing-
ið danska að láta yfirlýsing upp á æru
og trú koma J stað eiðs fyrir rétti.
Réttarmálaráðgjafinn var á móti þessu,
en — þingið samþykkti það samt.
Arið 1 go 1
seldi Danmörk til Englands:
6,654,000 pund ferskt kjöt.
47,759>00° pund smjör,
99,3^,000 pund flesk.
125,480,000 egg.
Ffríkirkjan í Rvík
hefur sagt presti sínum upp með sex
mánaða fyrirvara. Séra Olafur Olafsson
frá Arnarbæli, sem nýlega er hættur
prestskap og fengið hefur eftiilaun, er
ætlast til að taki við í stað séra Lárus-
ar Halldórssonar, sem þjónað hefur söfn-
uðinum frá stofnun hans.
Bruni.
26, f. m. brunnu verzlunarhús Örum
& Wulfs á Húsavík.
Fyrirlestur
um norskt þjóðlíf hélt hr. Helgi Val-
týsson 14 þ. m. í Bindindisdúsinu á
Fjarðaröldu Margir sóttu og þótti
margt vel sagt í fyririestrinum.
Um vínsöluna í SeyBisfjarðarkaupstað
hefur séra Björn Þorláksson ritað mjög
góða grein í 42. tbl. Austra. Að dómi hans
hefur vínsala og aðflutningur víns stórum
mínkað hér og í nærsveitunum síðan
kaupmenn hættu við vínsölu, og þetta
er auðvitað hið eina sennilega. Séra
Björn er algerlega á móti því, að bær-
inn taki að sér vínsöluna, Vínveitinga-
húsið vill hann að hverfi alveg og hefur
góða von Uin, að það verði. »Bjarki«
þegir gagnvart þessu öllu frá séra Birni,
»nennir« líklega ekki að verja málstað
sinn. Grein séra Björns er svo glögg og
greinileg, að það er líka skynsamlegast að
»nenna« ekki að eigast við hana.
»Bjarki« og »Frækorn.«
Að »Norðurland« (eins og »Isafold«)
muni vera á móti því fyrirkomulagi á
vínsölunni, sem Bjarki ber fyrir brjóst-
inu, þykjumst vér vita af persónulegri
viðkynningu við ritstj. Tíminn mun lík-
lega sýna það, að vér a'.ls eigi höfum
»Norðurland« fyrir rangri sök í því máli,
eins og Bjarki í vandræðum sínum
gefur í skyn, Sem sýnishorn upp á,
hversu »mentandi« »Bjarki« er 1 þessu
máli, skulum vér benda á eina' setningu
hjá honum. Það, að vér höfum sagt,
að Norðurland muni ekki fylgja »Bjarka«
í bindindismálinu — verður á hinu
»mentandi« máli »Bjarka« það sama sem
að vér hefðum sagt, að »Norðurland«
»aðhyltist ofstækisstefnu í bindindismál-
inu.« Eins og allar aðrar skoðanir á
bindindismálinu ensú, sem »Bjarka« þókn-
ast að hafa, væru ofstæki! Skárra erþað!
Qóðar Jólagjafir eru þessar
bækur, sem allar fást í skrautbandi á
afgreiðslustofu Frækorna.
Vegurínn til Krists. . . Kr. 1,50
Spádómar frelsarans . . - 2,50
Digte af D. Östlund . . . -- 2,00
Ljóðmœli eftir Matthías Joch-
umsson I.......................- 3,00
Skírnir,
1887—1894 er til sölu
með mjög vægu verði.
Ritstj. vísar á.
ZOLA OG ANDATRÚARMENNIRNIR.
Eins og blöðin hafa sagt frá, dó hinn
mikli skáldsagnahöfundur Zola nýlega. Nú
segjast andatrúarmennirnir hafa fengið hann
á sitt band, svo að andi Zola birtist á þeirra
»seöncum.« Blað eitt í Paris sendi fyrir
skömmu einn af blaðamönnum sínum til
fundar bjá þeim, og segir blaðið þannig
frá því:
Miðillinn kom blaðamanni vorum í samtal
við hinn fræga látna mann.
Blaðmaðurinn spurði fyrst Zola, hvort hann
þekkti nafn sitt. Svarið var »já«; því næst