Frækorn - 04.12.1903, Page 1

Frækorn - 04.12.1903, Page 1
FRÆKORN. HEIIYIILISBLAÐ MEÐ MYNDUM -------— RITSTJÖRI: DAVID ÖSTLUND. 4. árgansur. Seyðisfirði, 4. des. 1903. 20.-21. töiubiað. Hackel Og breytibróunarkenning hans í dagsSiósi vísindanna. Prófessor Ernst Háckel, dýrafræðingur í Jena, er orðinn alkunnur fyrir þá anti- kristilegu lífsskoðun, sem hann um mörg undanfarin ár hefur leitast við að útbreiða. A Norðurlöndum hefur hans stóra ritverk »Heimsgáturnar« og fleiri ritsmíði gert »miklalukku« hjá biblíu-óvinunum. Hans svo kölluðu »sannanir« fyrir því, að sköp- arsaga biblíunnar sé ósönn, hafa valdið þeim mikils fagnaðar. Eiginlega ættu menn að hafa getað búizt við því, að það mundi fara eins nú og svo oft fyr: að slík gleði sé ærið skammvinn, því að »sannanirnar« sýna sig að vera allt ann- að en til frambúðar. Herra prófessor Vitalis Nordström hef- ur nýlega í hinu mikilsvirta sænska blaði »Göteborgs Handelstidning« látið menn vita, hversu haldgóð Háckels heims-skoð- un, sem er byggð á breytiþróunarkenn- ingu Darwins, er álitin að vera um hinn vísindalega heim. Prófessor Nordström kemst inn á þetta efni, um leið og hann ritar um nýútkomna bók, sem talar um Háckel og kenningu hans, og er sú bók rituð af þýzkum vísindamanni, Dr. Denn- ert, og heitir: »Die Warheit úber Ernst Háckel und seine WeltrátseH, Halle a. S. 1903. Ur ritdómi prófessor Nord- ströms um þessa bók viljum vér hér setja stutta útdrætti: Dennert, sem sjálfur er náttúrufræð- ingur, leggur til grundvallar fyrir dómum sínum fyllilega rökstudd ummæli margra helztu náttúrufræðinga Þýzkalands.------- — Það, sem hér verkar með ómótstæði- legu afli, er hin yfirgnæfandi gnægð af sönnunum, það, að hér tala svo marg- ir merkir vísindamenn, og loks hin auð- sjáanlega sannleikselska, sem lýsir út af bók hans. Hácksl gaf árið 1868 út sína alþýð- legu »Náttúrulegu sköpunarsögu«; í hana setti hann meðal annars tvo flokka af myndum; annar átti að sýna egg manns- ins, apans og hundsins, hinn fóstur hundsins, hænsnisins og skelbökunnar. Þetta gerði hann til þess að sýna full- komið samræmi á milli þessara dýrateg- unda á hinum lægri stigum þeirra. En nú fór svo óheppilega, að þrír mikils- metnir prófessorar í líkamsfræði, Rúti- meyer, His og von Bischoff, sýndu fram á, að myndirnar í báðum flokkunum voru prentaðar með sömu myndaplötum (chli- chéum),að minnsta kosti voru hinar þrjár myndir í hverju falli eftir sömu mynda- plötu. Háckel lét blátt áfram eina og sömu myndaplötu eitt skifti tákna egg mannsins, næst egg apans og loks egg hundsins, og svo eins með hin fóstr- in. Seinna sannaði Iíka His, að fjöldi mynda í Háckels alþýðlega verki »Antropogenie« voru ýmist miður sannar, ýmist breyttar frá náttúrunni, hugmyndasmíði aðeins, og loks, að hann tók myndir frá öðrum náttúrufræðingum, sem hann breytti þann- ig, að enginn maður hefur séð neitt til- svarandi í reyndinni. I tilefni af þessu lýsti His því yfir: »A þann hátt, sem

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.