Frækorn - 04.12.1903, Síða 3

Frækorn - 04.12.1903, Síða 3
FRÆ.KORN. 155 starfsmönnum þjóðarinnar ? Er þá sál- in minna virði en líkaminn ? að margir skuli vera fúsir að styðja prest- inn í flestum öðrum málum en þeim, sem snerta aðalhlutverk hans ? að menn gjöra lítið úr því, sem prest- ar segjast vita um andleg efni, en vilja þó sárfegnir fá »sáluhjálpar- passa« hjá þeim fyrir sig og kunn- ingjana í likræðunum? að sumir telja þá góða presta, sem geta lesið upp þolanlega ræðu, sem ekki er óhugsandi að sé þýdd eða »lánsfé«, þótt þeir séu ef til vill slarkarar eða misyndismenn utan kirkju? að menn, »sem ekki mega vera að því að fara til kirkju« allan ársins hring, skuli geta farið á flestöll uppboð í nærsveitunum ? að sumir skuli afsaka sig fyrir að þeir vanræki kirkju sína með því »að þeir hafi betri ræðu heima hjá sér,« og líta þó örsjaldan í þessar »betri ræð- ur«, og aldrei í beztu ræðurnar, ræður Krists í ritningunni ? að verið er að hafa prest og kirkju, þar sem »svo annríkt er á sumrin, og svo kalt í kirkju á veturna, að ekki verður messað?« að opinberir vantrúarmenn skuli kosnir safnaðarfulltrúar? að kirkjurækinn söfnuður, sem er orð- inn prestslaus, skuli endilega vilja fá sér prest aftur til þess, »að prests- gjöldin fari ekki út úr hreppnum«? að erfitt ef ekki ómöglegt skuli vera að benda á nokkurn ytri mun — nema á sunnudögum — milli þeirra safn- aða, sem rækja vel kirkjur sínar og altarisborðið, og aftur þeirra, sem vanrækja hvortveggja algerlega? að mörg heimilin, sem lesa húslestra að staðaldri, og hin, sem gjöra það aldrei, nema ef til vill um hátíðir, skuli vera nauðalík hver öðrum — nema rétt á meðan verið er að lesa — sami mammons- eða ófriðar-andinn á báð- um? að menn skuli fúsir til að tala um allt, sem snertir velferð líkamans, en missa málið, ef einhver reynir að snúa talinu að velferðarmálum sálarinnar? að Kristur skyldi ekki taka Islendinga undan, þegar hann talar um, að hver einasti lærisveiun sinn eigi að kann- ast við nafn sitt fyrir öðrum mönn- um, og enginn megi setja ljós sitt undir mæliker, því að eins og kunn- ugt er, »eru lslendingar svo dulir, að þeir láta engan vita, þótt þeir kunni að vera trúaðir«? að fáir vilja lifa guði, en allir þykjast ætla að deyja honum. Vekjarinn. (2Tc) Hinir tveír vegir Kæri lesari, í guðsorði er talað um tvo vegu, hinn þrönga veg og hinn breiða veg; annar þeirra liggur til lífsins, hinn til glötunarinnar (Matt. 7, 13—14). Eftir öðrum þeirra liggur nú leið þín fram að eilífðinni, því eftir ritningunni er enginn meðalvegur til. Þei •, sem fara breiða veginn, eru heims- ins börn, eru andlega dauðir og undir guðs reiði (Jóh. 3, 36); og endalykt þeirra verður hinn annar daoði í eldhafinu, ef þeir deyja í syndum sínum, eða ef Jesús kemur og hittir þá vantrúaða (2. Tess. 1, 7-8). Þeir, sem fara þrönga veginn, eru guðs börn, eru endurfæddir og hafa farið þann- ig yfir frá dauðanum til lífsms (Jóh. 5, 24) fyrir trúna á Jesú og hafa eilíft líf og sæluríka von um dýrð hjá guði (Róm. 5. 1—2). Kæri lesari, eg bið þig að hugleiða alvarlega fyrir augliti guðs þessa spurn- ingu: hvaða veg fer þú? Lát samvizku þína til þín tala um þetta þýðingarmesta málefni. Ef þú ert sannfærður um, að þú séit enn iðrunarlaus syndari, þá snú til Jesú með sannri alvöru, áður en það verður um seinan. Nú er dagur frels- isins, nú býður guð þér fyrirgefningu og hreinsun frá allri synd fyrir Jesú dýra blóð. En það er því eina skilyrði bundið, að þú takir á móti syni hans með lifandi trú. Fresta þú þá ekki leingur, heldur snú þegar viði Fyrir lifandi trú á Jesú

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.