Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 16

Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 16
i68 FRÆKORN. Póstur drukknaður. 20. október síðastl. fórst bátur með 6 mönn- um á leið frá Flatey til Stykkishólms. For- maður á bátnum var Jóhann Jónasson póstur, ágætur sjómaður og vel kynntur. Var hann í póstferð, er slys þetta vildi til. Með hon- um drukknuðu: Guðjón bróðir hans, Jón Sig- urðsson, Guðmundur Jónsson, Jóhann Þor- valdsson og Marbjörg Sigurðardóttir. (ísaf.) Fjárglæframaður strokinn. Upp hefur komist um ættfræðinginn Jósa- fat Jónasson, að hann hafi á ýmsan hátt svik- ið sér út fé í Reykjavík, að upphæð alls um 10,000 kr., og — er svo farinn til Ameríku. Húsbruni. Hús Gísla Hjálmarssonar á Norðfirði brann fyrir fáum dögum til kaldra kola. Nánari fregnir ókomnar. Hús Gísla var eitt með stærstu húsum hér Austanlands. VíxiifSIsun hefur komist upp um sjómann í Reykjavík, Ólaf Ólafsson að nafni. Var hann hand- samaður daginn eftir, að víxillinn var seldur; var hann þá búinn að eyða af fénu 8o kr. Víxillinn var upp á 200 kr. Hannes iiafstein ráðherra? Fregnmiði frá »GjalIarhorni« segir, að Hann- es Hafstein hafi verið boðaður á konungsfund til þess að taka á móti ráðgjafaembættinn. Sunnanblöðin bera brigður á þetta. Danska blaðið »Köbenhavn« telur 14. okt. aðeins þrjá líklega til þess að verða í valinu: þá H. Hafstein, Klemenz Jónsson og Valtý Guðmundsson, en getur þess um leið, að »Alberti muni, eftir áreiðanlegri sögusögn, boða ráðgjafaefnið út.« Þessi orð benda þá til annarshvors sýslu- mannanna Klemenz eða Hannesar. Hannes fór með Lauru í okt. og ætti eftir þessu að vera maðurinn. Klemenz sýslumaður er kyr á Akureyri. Hin nýja stjórn kvað eiga að taka til starfa 1. febr. 1904. Stóri-bankinn óuppsettur enn í Rvík. Von á honum þang- að eigi fyr en með miðsvetrarferð Lauru. JónliÞorkelsson, sonur séra Jorkels heitins Bjarnasonar á Reynivöllum, kand. í lögfræði, er dáinn ó.nóv. Landsyfirrétturinn hefur þ. 12. f. m. kveðið upp dóm í mál- inu út af greftrun Sigurðar sál. Einarssonar, hreppstjóra á Hánefsstaðaeyri hér í firðinum, og staðfesi héraðsdóminn. Ekkja hins framliðna algjörlega sýknuð og málskostnaður lagður á hið opinbera,— Sjá Fræk. 30. apr. þ. á. MALTEKSTRAKT, Cacao, Þurkaðar súpujurtir, svo sem : hvítkál, grænkál, steinselja (pedersille), og enn fremur Blandaðar súpujurtir til sölu bæði í lausri vikt og í heilum pökkum. Seyðisfjarðar apótek. Seyðisfjarðar apótek • hefur nú til ágætt roeðal við niðurgángssýki á fé, er hefur reynzt ágætlega í útlöndum. Ættu fjáreigendur því að ná meðalinu að sér sem fyrst, svo þeir gætu þegar gripið til þess, er fé þeirra veikist af þessum sjúkdómi. Meðalið er mjög ódýrt. TIL JÓLANNAI NÝJA TESTAMENTIÐ MEÐ MYNDUM. Margur hefur lengi óskað eftir að geta fengið nýja testamentið í lítilli, handhægri útgáfu. Nú er slík útgáfa út komin. Stærð bókarinnar að eins hér um bil 4X5t/2 þuml. Þykkt tæpir 3/4 þuml. Fjöldi litmynda. Bandið einkar-skrautlegt, Verð kr. 1.50 til 5.00 eftir gæðum bandsins. Sama útgáfa án mynda fæst einnig og er verðið 50 au. Iægra á hverju eint. Til sölu hjá D. ÖSTLUND. FRÆKORN, heimilisblað með myndum, 24 blöð á ári auk jólablaðs, - kostar hér á landi 1 kr. 50 au. um árið;, til Vesturheims 50 cents. Borgist fyrir 1. okt. Úrsögn ógild, netnakomin sé til útg. fyrir 1. okt. og blaðið sé að fullu borgað fyrir það ár. Prentsmiðja Seyðisfjarðar. 1903,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.