Alþýðublaðið - 04.05.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.05.1963, Blaðsíða 8
i' -> j 4 3 i'Í * i ■ i • i ' 4 4 'I ». i i •I i ♦ -j » .’} gylfi þ. gislason skrifar um REYTINGAR Á SKEMMTANASKATTI SÍÐASTA Alþingi samþykkti allmikilvægar breytingar á lög um um skemmtanaskatt. Hér á landi hefur veriS innheim .r skemmtanaskattur síðan 19?,'i. Á sl. ári mun hann hafa ntirr.ið alls um 9 millj. kr„ að meðtnldu álagi. Var skatturinn í unphafi lögtekinn til þess að reisa Þjóð leikhús. Nú er honum að hálfu leyti varið til þess að greiða rekstrarhalla Þjóðleikhússins og að hálfu leyti til þess að styrkja byggingu félagsheimila, en samkvæmt lögum um féla;;s- heimili er heimilt að styrkja byggingu þfeirra með greiðslu allt að 40% af byggingarkos^n- aði. Innheimt er og 10% áþig á skemmtanaskattinn og er því varið til Sinfóníuhljómsve itar íslands. Skemmtanaskattslöggjöfin og innheimta skemmtanaskattsins hefur á undanförnum árum sætt vaxandi gagnrýni. Annars vegar hafa þeir aðilar, sem njóía skemmtanaskattsins, 'g þa fyrst»og frenist Félagsheim- tlasjóður og Þjóðleikhúsið, kvartað undan því, að tekjur þær, sem fengizt hafa af skemmtanaskattinum, séu hvergi nærri nægilegar til þcss að standa undir fjárþörf Félags heimilasjóðs og Þjóðleikhúss. Hins vegar hafa ýmsir þeir að- ilar, sem þurft hafa að greiða skemmtanaskatt, kvart tð un.lan greiðslunni í sívaxandi mæh. Á þetta t. d. við uín leikfélög, sem ha’-dið Iiafa uppi leiklistar- starfi við erfiðar aðstæður, en hafa þurft að greiða skemmtana skatt af aðgangseyri. Af hljóm Ieikum hefur og orðið að greiða slíkan skatt, öðrum en hljóm- leikum Sinfóníuhljómsveitar ís lands, þótt augljóslega hafi ekki verið um hagnaðarvon að ræða. Og greiða hefur þurft skemmt- anaskatt af aðgangseyri að margs konar smásamkomum, spilakvöldum, kaffikvöldum og innanfélssgssamkomum, ef um dans hefur verið að ræða undir lok samkomunnar. Þegar til- raun var með það gerð að efna til vínlausra dansleikja fyrir æskufólk, kom í ljós, að í gild- andi lögum var engin hehnild til þess að undanþiggja slíknr samkomur greiðslu ske.nmt j i skatts. Á hinn bógin i hafa þeir, sem sækja þá veitiugastaði í Reykjavík, er haf.i vínveitinga- leyfi og þar, sem er duisað, eng an skemmtanaskatt þurft að greiða, þar eð þessi ■ citingr- hús hafa ekki selt aðgrng, hebi ur taka greiðslu fyrir 1 ónusu sína í verði þeirra vc rnga, r þau selja. Af þesuui sökur.i var augljóst, að gera þyrfti breytingar á gildandi löggjöf um skemmtanaskatt. Þær breytingar, sem gerð- ar voru á löggjöfinni á síðasta þingi, voru fyrst og fremst þess ar: 1) Ekk'i skal ínnheimta skemmtanaskatt af leiksýning- um, hljómleikum eða sýning- um íslenzkra kvikmynda. 2) Ekki skal innheimta skemmtanaskatt af danssam- komum, þar sem vín er ekki haft E’.i hönd, nema um sé að ræJa stir danshús, þar sem reghr’.ega eru haldnir dansleik ir. 3) Þeir. sam sækja þau vín- veitiBgakús. þar sem er dans- að, skulu greiöa 10.00 kr. í skcmmtanaskatt og Menningar- sjéðsgjald, en jafnframt er gert ráð fyrir, að veítingahúsin geti innheimt 5.C0 kr. gjald, þann- ig, að aðgjmgseyrir að slíkum skemmtistöðum verði 15.00 kr. Þessi lagabreyting var sam- þykkt samhljáða ú Alþingi og munu flestir telja, að hún horfi til mikiila bóta. — Innheimta skemmtanaskatts mun verða miklu einfaldari nú en hún hef ur verið undanfarið, þar eð gjaldendum skattsins mun fækka mjög verulega. Það hef- ur verið mikið nauðsynja- og réttlætismál að Iétta greiðslu skemmtanaskatts af leiksýning um leikfélaga og sígildum hljómleikum einkaaðila. Það ætti og að verða til þess að efla mjög vínlausar skemmtan- ir, þ. á. m. unglingaskemmtan- ir, og hvers konar frjálst fé- lagslíf, að skemmtanaskattur verði framvegis ekki innheimt- ur af slíkum samkomum, jafn- vel þótt þar sé dansað. Á hinn bóginn munu flestir vera sam- mála um, að ekki sé óeðlúeg*, að þeir, sem sækja vínveitinga staðina í Reykjavík, sein jafn- framt eru dans- og skemmtistað ir, greiði lágan aðgangseyri. — 15.00 kr. aðgangseyrir er lítil fjárhæð í samanburði vjð þær upphæðir, sem flestir, sem slíka staði sækja, eyða, þegar ii.n er komið. En aukning skemmtana skattsins vegna þessa nýja að- gangseyris að vín.veitingahús- húsunum mun verða talsvert memi en rýrnun hans mun nema vegpa niðurfellingar skatt- greiðslunnar af leiksýningum, hljómleikum og vínlausum dans skemmtunum. Munu því Þjóð- leikhúsið, Félagsheimilasjóður og Sinfóníuhíjómsveitin fá auii ið fé til umráða í kjölfar hinn- ar nýju lagasetningar og því geta aukið og bætt starfsemi sína. Menningarsjóður fær og nokkurt gjald af aðgöngumið- um af kvikmyndahúsum og dans lcikjum, og mun hann einnig fá nokkurn hluta af hinum nýja aðgangseyri að vínveitinga húsunum. Allt eru þetta breytingar til bóta, sem verða múnu heil- brigðu menningarlífi til efling IVSmningaroro: Ingvar Björnsson kennari Fæddur 18. iúní 1812. Dáinn 28. apnl 1963 í DAG er til moldar borinn á Akranesi Ingvar Björnsson, kenn- ari við barnaskólann þar. Hann lézt í Sjúkrahúsi Akraness aðfara- nótt sunnudagsins 28. aþríl eftir skamma legu, en langvinn og ströng veikindi. Fæddur var hann 18. júní 1912 að Þröm í Blöndu- dal, og voru foreldrar hans Björn bóndi Björnsson, er lifir son sinn Ingvar Björnsson og kona hans Kristín Jónsdóttir. í æsku dvaldist Ingvar lengst af á Hæli á Ásum og kenndi sig oft við þann bæ. Méð fráfalli Ingvars heitins cr fyrsta- skarð höggvið í hóp okkar nítján bekkjarsystkina, er lukum stúdentsprófi á Akureyri vorið 1936. Sá hópur er nokkuð dreifð ur um landið og á -yissan hátt sundurleitur, en hefur- þó reynzt merkilega samheldinn. Eftir s'.önd um við átján og tregum góðan vin, er féll í valinn löngu yrir aldur fram. Ég kynntist Ingvari heitnum fyrr en flestum öðrum bekkjar- systkinum mínum, sem ég hafði ekki þekkt frá bernsku, því að við vorum herbergisfélagar fyrsta vet urinn minn ó Akureyri 1931-’32. Um þá sambúð og öll síðari kynni mín af Ingvari á ég hinar björt- ustu _ minningar, sem hvergi ber skugga á, enda var Ingvar óvenju- legur mannkosta- og drengskapar- maður, hjálpfús, tillitssamur og notalegur í umgengni, hóglátur en glaðvær. Námsmaður var hann í betra lagi, sérstaklega hneigður fyrir stærðfræði og raunvísindi. Hann settist því að loknu gagn- fræðaprófi í stærðfræðideild, þó að hún væri þá ný í Akureyrar- skóla og mjög vanséð um fratn- tíð hennar. En svo fór, að deilJin dafnaði vel, og var Ingvar í þeim hópi, er fyrstur lauk stúdents- prófi stærðfræðideildar á Akur- eyri. Einnig hafði Ingvar mikið yndi af öllum þjóðlégum fræð.im, enda stóð hann föstum fótum í íslenzkri sveitamenningu og bar sérstaka rækt til æskustöðvanna í Húnavatnsþingi. Að loknu stúdentsprófi hvarf Ingvar heim til átthaganna og gerðist kennari þar og síðar í Borgarnesi á vetrum, en vann að bústörfum á sumrin. Mun hvort tveggja hafa ráðið, að Ingvar varð í eldra lagi stúdent og efni J til háskólanáms voru mjög svo af skornum skammti, enda erfið- ir timar í landi. Árið 1940 gekk i Ingvar að eiga eftirlifandi konu sína, Svövu Steingrímsdóttur (skólastjóra á Blönduósi Davíðs- sonar), hina mestu afbragðskonu, er var manni sínum. hin styrk- asta stoð í lífinu og þá bezt ,er mest á reyndi, í þungbærum veik indum hans. Þeim hjónum varð fimm barna auðið, en þau eru: Steingrímur, verkfr.nemi, Björn, rafvirkjanemi, Ingvar, er varð 17 ára á dánardegi föður síns, Helga, 13 ára og Kristinn, aðeins rúm- lega ársgamall. Haustið 1947 settist Ingvar heít inn að nýju á skólabgkk og lauk kennaraprófi úr stúdentadeild Kennaraskólans vorið 1948. Um haustið gerðist hann kennari við barnaskckann á Akranesi og gegndi því starfi til dauðadags. •Hann þótti laginn og góður kenn- ari. Skyldurækinn var hann roeð afbrigðum í sióru sem smáu og lét ekki á sig fá, þó að hann gengi stun'dum rþjáður að starfi. Eftir a í Ingvar fluttist suður á land, hafði hann meira samband en áður við hin gömlu bekkjar- systkini sín. Það var alltaf mjög ánægjuleg að koma á hið vina- lega heimili þeirra hjóna á Akra- nesi. Ingvar var mikill hcimilis- maður. en minna fyrir samkvæm- islíf og lé: ekki mikið til sína taka á opinber m vettvangi. Hann naut sín bezt fámennum kunningja- Frh. á 14. síðu. Aldrei meiri bátak ENDURNÝJUN fiskiskiptafloi- ans er eitt mesta hagsmunamál íslenzku þjóðarinnar. Þarf jafn- an að láta smíða ný skip, og taka í notkun nýjustu tækni, til að fylgjast með og reyna nýjungar við íslenzkar aðstæður. Á síðustu sex árum hefur mik- ið verið gert á þessu sviði. Vinstri stjórnin lét smíða fjölda báta og svonefndra „tappatog; ara“, en um árabil hafði endur- nýjun flotans þá verið sáralítil. Þessi skipakaup voru eitt af því fáa, sem vinstri stjórninni tókst eins vel og til var ætlazt. Þó efndi hún ekki heit sín um kaup á 15 togurum. Eftir að vinstri stjórnin fór frá hefur smíði fiskiskipa verið haldið áfram í stærri stíl en nokkru sinni. Minnihlutastjórn Emils Jónssonar lét kaupa nýja oa fullkomna togara og fleiri báta en nokkru sinni fvrr á einu án. Núverandi ríkisstiórn hefur haldið bátasmíðum innan lands og utan áfram, og stendur nú yf- ir mesta aukning fiskiskipaflot. ans síðan í stríðslok. Emil Jónsson sjávarútvegs- málaráðherra skýrði svo frá í ræðu í byrjun þessa árs að um áramót hafi verið í smíðum 46 fiskiskio fvrir íslendinw, sam- tals um 316 millión króna virði.- Þá voru 33 skip í smíðum erlend is, þar af 6 í Ranmörku, 5 í Sví- þjóð, 21 í Noregi Qg 1 í Hollandi. Innanlands voru þá í smíðum 13 skip. Þar sem þessir bátar eru stærri en áður hefur tíðkazt, flestir 100—250 lestir, er um að ræða meiri aukningu á flotanum en tala skipanna ein gefur til kynna. Þessi mikla aukning fiskiskipa flotans gefur til kynna, að fjár- hagsástand bjóðarinnar er gott . og aftur er talið æskilegt að festa fé í höfuðatvinnuveginum, fisk- ' veiðunum. Vegna bættrar gjaldeyr ( isafkomu hefur verið unnt að I gefa innflutning fiskiskipa frjáls- i an, og þarf nú ekki að fá nein \ ieyfi. Það er hví ekki lengur háð S 4. maí 1963 — ALÞÝfJUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.