Alþýðublaðið - 04.05.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.05.1963, Blaðsíða 3
WINSTON VILL ATÓMVARNIR London, 3. maí (NTB —Reuter). SIR WINSTON ChurchiU lýsti því yfir í dag, að það væri hættuleg; stefna að taka fyrir Breta að hætta við að hafa sínar eigin kjarnorku- varnir undir sinni eigin stjórn. — Þetta kom fram í ræðu, sem Sir Winston hélt á fundi íhaldsfélags- ins Primrose League. í ræðu sinni sagði hann, að allt fram á síðustu tíma hefðu allir þrír stjórnmálaflokkarnir haft svipaða skoðun á nauðsyn kjarn- Kozlov veikur? Moskva, 3. maí (NTB-Reuter). VESTRÆNIR diplómatar í Moskvu telja, að sovézki kommúnistaleiðtoginn Frol Kozlov sé alvarlega veikur. Kozlov er ritari í flokknum og er talinn einn af allra nánustu samstarfsmönnum Krústjovs forsætisráðherra. Hefur iðuiega verið talið, að hann væri líklegur arftaki Krústjovs. Kozlov fékk hjartaslag sumarið 1961. Ilann hefur ekki sézt í Moskvu í tvo mánuði. — Orðrómur þessi hefur hvorki fengizt stað- festur né ncitað í rússneska utanríkisráðuneytinu. orkuvarna. „Þetta var mikill styrk j ur fyrir alla þjóðina”, sagði hann. „Án kjarnorkuvarna mundu varnir Stóra Bretlands vera í hönd um vina vorra, og rödd vor í sam- ; tökum vestrænna þjóða — sem i alltaf hefur rödd hófsemdar og friðar — mun missa þau áhrif, sem hingað til hafa einkennt hana”. Sir Winston benti á, að Bretar hefðu áður gert skyssu að fleygja frá sér vopnunum. Þeir hefðu síð- an fengið vopn á neyðarstundu með miklum harmkvælum, en á kjarnorkutímum og í kjarnorku- stríði yrði ekki um neinn frest að ræða. Ef kjarnorkuvarnir væru nú ; lagðar á hilluna, væri það sama og að sleppa þeim um alla eilífð, sagði hann. ísafirði í gær: Fjölmennt kveðjusamsæti til heiðurs Kjartani J. Jóhannssyni lækni og konu hans Jónu jpgv^i:?- dóttur og börnum, var haldið í l. O.G.T. húsinu í gærkvöldi. Kjartan J. Jóhannsson ér á förum úr bænum og flytzt til Kópavogs ásamt fjölskyldu, en hann tók við ^ héraðslæknisembættinu þar 1. þ. m. Fjölmargar ræður voru fluttar og sýndu þær glöggt þá miklu vináttu og hlýhug, sem ísfirðing- ar bera til þeirra hjóna, svo þá eft- irsjá og söknuð, sem burtför þoirra vekur meðal bæjarbúa aimennt, en hér hafa þau dvalizt í rösk 30 ár, og notið almennra og vaxandi únsælda og álits enda bæði tvö miklar mannkostamanneskjur og hafa tekið virkan þátt í féiags- og athafnalífi bæjarins og viya hvers. manns vanda leysa eftir ícngum. Veizlustjóri var Jón Páll Hail- dórsson. — B. S. Báðir aðilar ræða við Erhard Stuttgart, 3. maí (NTB-AFP) IFULLTRÚAR málmverkamanna I í Vestur-Þýzkalandi, sem eru í verkfalli, ákváðu í dag að fallast á að hitta Ludwig Erhard efna- hagsmálaráðherra að máli á mánu- dag ásamt fulltrúum atvinnurek- enda til þess að reyna að finna Iausn á mestu vinnudeilu sem orð- ið hefur í Vestur-Þýzkalandi frá stríðslokum ! 330 þúsund málmverkamenn voru 1 atvinnulausir í fylkinu Baden- Wiirtemberg í dag vegna verk- fallsins og verkbanns atvinnurek- ! enda. Búizt er við, að til viðbótar verði 80.000 verkamenn án vinnu í suðurhlutum Wtirtemberg-Holi- enzollern frá og með Iaugardegi. í dag var talin hætta. á að verk- fallið breiddist til fylkisins Nord- rheim-Westfalen, sem er iðnvædd asta fylki Vestur-Þýzkalands. — Blöð í VesturÞýzkalandi sögðu í dag, að ástandið væri mjög alvar- legt. Framkvæmdanefnd Sambands málmverkamanna ákvað á fundi í dag að gangast að tilboði Erhards efnahagsmálaráðherra um verk- fallsviðræður í Bonn á mánudag. Jafnframt var ákveðið að fresta til þriðjudags ákvörðun um hvort verkfallið skuli einnig ná til Nordrheim-Wesffalen. í dag hófust launaviðræður milli um það bil 40 þús málm- verkamanna og atvinnurekenda í Saar og svipaðar viðræður hefj- ast í Slésvík-Holtsetalandi n. k. föstudag. Þetta er fyrsta verkfallið í málm iðnaðinum síðan 1956 og atvinnu- rekendur hafa ekki gripið til verk- banns í Vestur-Þýzkalandi siðan 1928. Ef ekki finnst lausn á deil- unni innan viku stöðvast. bílaiðn- aður Vestur-Þýzkalands. Stjórnmálamenn í Bonn og Stutt gart gáfu í skyn í dag, að ef verk- fallið breiddist út mundi það hafa í för með sér endalok hins svokall- aða „efnahagsundurs” í Vestur- Þýzkalandi eftir heimsstyrjöldina síðari. FRETTASYRPA VlíhíTIANE, 3. maí (NTB-AFP). Tvær þyrlur alþjóðlegu eftirlits- nefndarinnar í Laos urðu fyrir skothríð í dag yfir Phonasavan í Laos. Með annarri þeirra var Kanadamaðurinn Paul Briddle, sem er starfsmaður eftirlitsnefnd arinnar, og særðist hann alvarlcga. ALGEIRSBORG: Fidel Castro kemur í heimsókn til Algier, áður en hann fer heim til Havana aftur : úr heimsókn sinni til Sovétríkj- anna. FRANKFURT: 24 fyrrverandi naz- istum verður stefnt fyrir rétt sak- aðir um að hafa tekið þátt í f jölda- morðum í Auschwitz-fangabúðun- um. Búizt er við, að málarekstur- inn standi í fimm mánuði. 250 vitni alls staðar að úr heiminum verða kölluð. Meðal ákærðra er SS-foringinn Richard Baer, sem var síðasti yfirmaður búðanna. VÍN: Diplómatar hér segja, að 1. maí hafi komið til mótmælaað- gerða gegn kommúnisma í Prag, svipað og gerðist sama dag í fyrra. Nú voru þó engir handteknir, held ur aðeins yfirheyrðir. BERLÍN Þrír austur-þýzkir ung- lingar sluppu til Vestur-Berlínar í dag. Tveir syntu yfir skurð til her- námssvæðis USA, en einn komst yfir gaddavírsgirðingu inn á brezka svæðið. KAUPMANNAHÖFN: Benzín- sprengju — svokölluðum Molotov- kokkteil — var í dag kastað inn um glugga ferðaskrifstofu, sem hefur ferðalög til Spánar að sér- grein sinni. ORLOF SV Stokkhólmi, 3. maí, (NTB). SÆNSKI ríkisdagurinn sam- þykkti í dag nýju orlofslög- in, sem veita öllum sænskum vinnuþegum lögfestan rétt til fjögurra viltna sumarleyfis frá og með árinu 1965. Hægrimenn og bændaflokk urinn vildu, að vinnuveitend- um yrði leyft að skipta frí- inu, en það var fellt. Hins vegar mega vinnuveitendur, með nokkrum takmörkunum, ákveða hvenær fríið verður tekiðj en það skal vera ó- skipt. VEI6AMIKIAR VIDRÆÐUR A nægjanleg. EBE vill því enn hærri tpllalækkánir,,gn þessu cru.Banda ríkjamenn mótfallnir enn sem komið er. í Brtissel er almennt talið, að viðræður þær, sem standa fyrir dyrum, verði örlagaríkar, ekki að- eins fyrir EBE, heldur einnig hvað snertir afstöðu Bandaríkjanna gagnvart umheiminum. Enn er ótt- azt, að Frakkar muni enn cinu sinni beita neitunarvaldi gegn á- rangri í viðræðunum, og bæði Ilollendingar og Belgar telja, að EBE muni ekki geta lifað slikt neitunarvald af. Árangurslausar viðræður geta einnig leitt til þess, að möguleik- arnir á stækkun EBE þurrkist út og Bandaríkin verði að hætta við tilraunir sínar til þess að koma á friálslyndri stefnu í heimsverzlun- inni. Brtissel, 3. maí (Frá fréttaritara'-NTB) , EFNAHAGSBANDALAGIÐ er við- búið löngum og mjög erfiðum við- ræðum við Bandaríkin og önnur ríki um stórfelldar, gagnkvæmar tollalækkanir. Þetta kom þegar í Ijós þegar 2 af meðlimum EBE- ncfndarinnar fóru til Washington nýlega. Hér verður um að ræða viðræð- ur um mörg grundvallaratriði, en raunhæfar viðræður munu vart hefjast fyrr en í ársbyrjun 1964. Ráðherranefnd EBE á að taka ákvörðun um þátttöku í viðræðun- um eftir nokkra daga, og þar með geta fyrstu umræðumar í alþjóða tolla- og viðskiptamálanefndinni (GATT) hafizt. Viðræðurnar hefj- ast í Genf 16. maí. Undanfarnar vikur hafa margar nefndir setið á fundum og komið hefur í ljós að EBE og Bandarík- in æru-ekki-alveg* á einu máli um málsmeðferðina. Bretar og Japan- ir eru heldur ekki sammála, en þessi ríki munu gegna mikilvæg- um hlutverkum í viðræðunum. Ný bandarísk viðskiptalög gera kleift að halda þessar viðræður. Lögin heimila Kennedy forseta að lækka núverandi tolla um allt að 50%. í nokkrum tilvikum getur hann afnumið þá alveg. Bandaríkjamenn hafa tekið skýrt fram í undirbúningsviðræð- unum í Genf að þeir vilji eins ein- falda aðferð og mögulegt er. Þeir eru helzt hlynntir því að fram- kvæma grundvallaratriðið um tolla lækkanir á miklum hluta iðnaðar- vöru um 50%. EBE telur hins vegar að nokkr- ir bandarískir tollar séu svo háir, að jafnvel helmingslækkun sé ekki ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 4. maí 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.