Alþýðublaðið - 04.05.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 04.05.1963, Blaðsíða 10
RitstjM ÖRN BÐSSON 40 þátttakendur í víðavangshlaupi Hafnarfjarðar Keppt var í Víðavangshlaupi í Ilafnarfirði á sumardaginn fyrsta, *25. apríl sl. Hófst hlaupið við Barnaskóla Hafnarfjarðar við Skólabraut og lauk því þar. Víðavangshlaup þetta hefur ver- ið háð 3 ár í röð og á vegum FH. Veður var allgott og voru áhorf- endur margir. Lúðrasveit Hafnar- fjarðar lék nokkur lög áður en 'keppni hófst. Keppt var í 3 flokkum 17 ára og eldri, 14—16 ára og 13 ára og yngri, í 1. flokki var keppt um Jiikar, er Stefán Jónsson, bæjar- stjómarforseti gaf. í II. flokki var keppt um bikar, er BP í Hafnar- firði gaf. í III. flokki, 13 árá og yngri, kepptu að þessu sinni bæði drengir og stúlkur. Drengirnir ár- frjáls- gþróttum * . INNANFÉLAGSMÓT hafa verið haldin á Melavellinum undan- fama daga og allgóður árangur náðst. í fyrradag var keppt í nokkr um greinum á vegum KR. Krist- leifur Guðbjömsson hljóp 1500 m. á 4.03,2 min., Agnar Levi á 4.03,4, Halldór Jóhannesson á 4.11.12 og Vilhjálmur Björnsson, UHSE á 4.37.0 mín. Einnig var keppt í 800 m. hlaupi. Þar sigraði Valur Guð- mundsson, KR, 2.04.0, annar varð Kristleifur Guðbjömsson, 2.04.2, þriðji Halldór Guðbjörnsson, KR, 2.04.8 og fjórði Vilhj. Bjömsson, 2.11.2 mín. t Fyrr í vikunni kastaði Björgvin . Hólm, ÍR spjóti 55.66 m. Á morgun, sunnudag, kl. 10.30 ætla ÍR-ingar að efna til innanfé- lagsmóts, en keppt verður í 100, 200, 400 og 800 m. Happdrætti KR DREGIÐ hefur verið í happdrætti K. R. og komu upp þessi nr.: 1. vinningur: nr. 474 i 2. vinningur: nr. 742 ' Vinninga má vitja til Gunnars Sigurðssonar hjá Sameinaða. kepptu um styttu, er Ragnar og Bergþór Jónssynir og Ingvar Hall- steinsson gáfu. Stúlkurnar kepptu um bikar, er Oliver Steinn gaf. Sigurvegari í 17 ára og eldri var Páll Eiríksson á 5.00.9 mín. og er það mettími í þessu hlaupi í Hafn- arfirði. Þetta er í 3. sinn, er Páll fær 1. verðlaun í Víðavangshlaupi Hafnarfjárðar. Steinar Erlendsson varð annar á 5.02.0 mín. Páll og Steinar eru góðir hlauparar og var keppnin milli þeirra mjög hörð og fóru báðir á kostum. Sigurvegari í 2. flokki, 14—16 ára var Kristinn Benediktsson á 5.40.2. Annar var Geir Viðar Guð- jónsson á 5.46.5. í 3. flokki, 13 ára og yngri, kom fyrstur í mark áf drengjum, Ge- org Gunnarsson, er keppti sem gestur úr Reykjavik á 4.22.2. En styttuna hreppti Þórir Jónsson á 4.28.4. í þessum flokki kepptu og 6 stúlkur og varð sigurvegari Aðal- heiður Skarphéðinsdóttir á 4.47.5 mín. Önnur varð María Guð- mundsdóttir á 5.06.2 og þriðja Jóna Yngvadóttir á 5.06.5. Þátt- taka stúlknanna í þessu hlaupn vakti mikla athygli, enda var hlut- ur þeirra í hlaupinu hinn bezti. Vegalengdin hjá 1. og 2. flokki er 1700—1800 m., en hjá 3. flokkl nokkuð skemmri eða um 1200 m. Þátttakendur í mótinu voru um 400. Islandsmót í badminton fer fram um helgina MEISTARAMÓT íslands í bad- minton fer fram í KR-húsinu við Kaplaskjól í dag og á morgun — hefst kl. 14 báða dagana. Kepp- endur eru um 40, allir úr TBR að þessu sinni. Forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson, setur mótið með ræðu í dag og verða leiknir 24 leikir. Á morg- un fara svo fram 6 úrslitaleikir. Keppt er bæði í meistaraflokki og 1. flokki. Agætur angur í 10 4. maí 1963 — ALÞÝ0UBLAÐI9 Mi ! r LEIKUR KR og ÞrótUr í Reykjavíkurmótinu var hinn fjörugastL KR-ingar sigruðu örugglega eða með 5 mörk- um gegn 2. Á myndinni sézt Gunnar Felixsson skora fimmta mark KR í leiknum, en hann skoraði einnig fyrsta markið. Ljósm.: Sv. Þorm. illlli ' ■ ' ' . c . . KR átti góoan leik og sigrabi Þrótt 5-2 ÞRÓTTUR átti lélegan fyrri hálf- leik gegn KR á fimmtudagskvöld ið. KR-ingar keyrðu Þróttara í kútinn á fyrstu 15 mínútunum, skoruðu þá hjá þeim þrjú mörk og bættu síðan einu við, rétt fyr- ir leikhlé. Þrótti tókst aldrei að rétta hlut sinn í þessum hálfleik, sem lauk með 4 mörkum gegn engu. Þessi frammistaða Þróttar í hálfleiknum kom eiginlega á ó- vart, eips og frammistaða Þrótt- aranna hafði þegar í byrjun móts ins, komið á óvart. Þarna gersigr- uðu þeir íslandsmeistarana, XI. deildar liðið, og gerðu síðan jafn- tefli við Val. En þessi tvö lið, Fram og Valur börðust sem kunn- ugt er, um íslandsmeist.tignina á sl. hausti. Þó slíkt megi nú kannske teljast til duttlunga knattspyrn- unnar, er það þó staðreynd, að við þessi tvö „toppfélög" etur Þróttur kappi við með þeim árangri, að hann sigrar annað með stóryfir- burðum og gerir síðan jafntefli við hitt, eftir skemmtilegasta, fjörug- asta og jafnasta leik mótsins, til þessa. — En þessum leik — fyrri hálfleiknum — var hins vegar sem allan þrótt hefði úr Þrótti dregið. Vörnin var tvístígandi. — Hinn hraði samleikur KR-sóknar- innar með tíðum og öruggum skiptingum, sem Gunnar Guð- mannsson átti hvað mestan þátt í, var henni ofurefli. Bezti maður varnarinnar var markvörðurinn, en hann. mátti sín ekki einn gegn ofureflinu. Ósamstæð og aftur- þung sóknarlína Þróttar dugði held ur ekki til að jafna metin í þess- um hálfleik. Tókst heldur ekki að skapa sér neina möguleika, sem að gagni máttu koma. KR skorar þrívegis á 15. mín. Það voru þeir Gunnar Felixsson, Sigþór Jakobsson og Sveinn Jóns son, sem ráku cndahnútana á KR- mörkin þrjú, þessar fyrstu 15 min. leiksíns. Mark sitt gerði Gunnar með ágætri spyrnu úr loftsend- ingu. Sigþór skallaði inn úr fyrir- sendingu frá Erni Steinsen og Sveinn skoraði eftir hornspyrnu. Auk þessara tækifæra, sem nýtt- ust svo vel, áttu KR-ingar ýmis önnur, sem að vísu mistókust, en voru ekki síður girnijeg. Má í oví sambandi m. a. nefna skot Sig- þórs yfir slá, eftir að hann hafði með miklum hraða brotist gegnum vömina. Hefði hann þá, í stað þess að skjóta sjálfur, spyrnt út á teig- inni, til samherja, sem átti miklu betri aðstöðu en hann, hefði þarna bæzt eitt mark við, óefað. Þá má geta um hörkufast skot Gunnars Guðmannssonar úr fyrirsendingu, sem tekin var á lofti, og hafnaði knötturinn í markslá, ennfremur mjög vel tekna aukaspyrnu frá vítateigslínu, sem markvörðurinn hafði nærri misst yfir sig, svo fast var skotið. Loks rétt fyrir leikhlé, bættu svo KR-ingar við fjórða markinu. Það mark gerði miðherjinn, Óskar Sigurðsson, eftir að Gunnar Felix son hafði skotið og markvörður varið, en misst knöttinn frá Gér. Hrökk hann til Óskars, scm þegar sendi hann viðstöðulaust inn. Þessi hálfleikur hafði verið of mikill einstefnu akstur til þess að hann væri eiginlega nokkuð spenn- andi. En þetta átti eftir að breyt- ast. Síðari hálfleikur 2:1 Eftir leikhléið komu Þróttararn- ir tvíefldir til baráttuntiar. Þó munaði litlu þegar á 2. mín., að KR bætti fimmta markinu við, er Gunnar Felixson komst innfyrir, en markvörðurinn bjargaði með á- gætu úthlaupi og lokaði í tíma. Þróttur skorar. Er 10 mín. voru af leik skoraði Þróttur. Framlínan var nú orðin öll önnur og virkari en áður. Og kapp og barátiuhugur liðsins í heild með allt öðrum blæ. Það var Jens Karlsson, v. innh., sem skoraði þetta fyrsta mark Þrótt- ar með fastri og öruggri spyrnu af um 20 stikna færi. Kom Gísli, markvörður, hér engum vörnum við. Og aðeins 5 mín. síðar gerði Jens annað mark. Skotið hafði verið í Slá, knöttur-inn hrokk- ið út og Jens náð til hans og skallaði mjög laglega og boltinn lá í netinu. Við þessi næsta óvæntu tíðindi, tvö mörk svo að segja í röð, dró niður í KR-i’Jinu um skeið, en jók að sama skapi baráttuvilja Þróttar. En þrátt fyr ir allt, tókst Þrótti þó ekti að jafna metin, frekar en orðið var, en hins vegar lókst KR-ingum að bæta enn einu marki við, ovo að leiknum lauk eins og fyrr segir með sigri KR 5:2. Veður var ágætt og völiurinn ólíkt betri en í fyrri leikjum. A- horfendur voru allmargir, enda flestir búizt við því að þarna myn.Ii KR-ingar eiga í vök að verjast og Þróttur koma þeim i opna skjöidu eins og fleirum í mótinu, en fyrir það var þegar girt í fyrri hálfKik. Dómari var Haukur Óskarsson. E B Fyrsta keppni sumarsins Fyrsti kappleikur sumarsins hjá GR verður haldinn á Grafarholts- vellinum laugardaginn 4. maí off hefst hann kl. 14.00 stundvíslega. Dregið verður í riöla 5 mín. fyrir auglýstan tíma. Leikinn verður höggleíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.