Alþýðublaðið - 04.05.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 04.05.1963, Blaðsíða 15
„Það er í lagi“. Hann kinkaði kolli og fór burtu. Ég heyrði þung skref hans í stiganum. Hann hreyfði sig eins og maður, sem liggur á. Ég kvcikti mér í sígarettu en drap í henni eftir tvo reyki. Eftir átta daga yrði ég að greiða Rimu aðra tíu þúsund dollara. Þrjátíu dögum seinna yrði ég að greiða þrjátíu þúsund. Ég var vjss um, að hún mundi ekki láta þar staðar numið. Hún mundi halda áfram og áfram, mergsjúga mig. Með lækna- og sjúkrahússreikninga yfirvofandi þorði ég ekki að láta af hendi meiri peninga, en svo þorði ég heldur ekki að neita að borga. Hún var alveg nógu brjáluð til að vera trúandi til að fara til lögreglunnar, og þá yrði ég í fangaklefa, þegar Sarita þyrfti mest á mér að halda. Ég gekk fram og aftur og velti því fyrir mér, hvað ég ætti að gera. Ég gat ekki farið til Santa Barba nú, þegar Sarita var svona veik, en ég varð að gera eitthvað. Loks ákvað ég að biðja Rimu um meiri tíma til að borga. Ég skrifaði henni. Ég skýrði lienni frá slysi Saritu. Ég sagðist ekki geta greitt henni meiri pen inga, fyrr en ég vissi hver út- gjöld mín yrðu, en seinna mundi ég láta hana hafa eitthyað. Ég veit ekki af hverju mér datt í hug, að hún mundi sýna miskunnsemi. Kannski var ég svo æstur og skelfdur, að 'ég hafi ekki verið með réttu ráði. Ef ég hefði hugsað mig um augnablik og munað hverjum ég var að skrifa, hefði ég ekki sent bréf- ið, en ég var ekki sem bezt fall- inn til skýrrar hugsunar þá. Ég fékk húsvörðinn til að senda bréfið með nætur-hrað- pósti. Hún mundi fá það degi síð ar, ef bankinn í Los Angeles sendi það áfram strax. Um átta leytið var hringt frá spítalanum og sagt, að Dr. Good year væri kominn og spurt, hvort ég gæti komið strax. Dr. Goodyear var lágvaxinn, feitur maður, sköllóttur og stutt ur í spuna. Hann sagðist hafa í hyggju að skera þegar í stað. „Ég vil ekki, að þér gerið yð- ur neinar tyllivonir, herra Halli day“, sagði hann. „Ástand konu yðar er mjög hættulegt. Skurð- inn er mjög erfiður. Satt að segja líálkinn Iiinðsiitii s<aÖ eru líkurnar á móti henni, en ég mun gera mitt bezta. Ég held, að þér ættuð að vera hér um kyrrt". Næstu þrjár stundirnar voru hinar lengstu og hræðilegustu, sem ég hef nokkurn tíma lifað. Um tíuleytið kom Jack inn á bið stofuna og beið með mér. Við töluðumst ekkert við. Nokkru síð ar komu Mathison borgarstjóri og kona hans Um leið og frú Mahison gekk fram hjá mér snerti hún öxl mína, og síðan settust þau niður. Klukkan tuttugu og fimm mín útum fyrir eitt koma hjúkrunar kona í dyrnar og benti mér að koma. Enginn sagði neitt, en þegar ég stóð á fætur og gekk yfir her bergið, vissi ég, að þau voru að biðja fyrir Saritu. Frammi á ganginum sá ég Klöru sitja á hörðum stól með vasaklútinn fyrir augunum. Upp að veggnum hölluðust verk stjórinn og fjórir af ýtustjórun um og fóru hjá sér. Þau höfðu öll komið til að bíða með mér, og ég sá hve kvíðin þau voru. Ég gekk á eftir hjúkrunarkon unni inn á skrifstofu Dr. Wein borgs. Dr. Goodyear virtist gamall og þreyttur, þar sem hann hallaði sér reykjandi upp að skrifborð inu. Dr. Weinborg stóð við glugg ann. „Jæja, herra Halliday", sagði Goodyear' „skurðurinn tókst vel. Nú er auðvitað allt komið undir því hvernig hún þolir eft irverkanimar. Ég held, að ég megi segja, að hún muni lifa“. En það var eitthvað í radd- blænum og andrúmsloftinu, sem sagði mér, að enn væri ekki á- stæða til að gleðjast. „Jæja, haldið áfram . . hvað annað?“ Rödd mín hljómaði loðin og hvöss. „Meiðslin á heilanum eru víð- tæk“, sagði Goodyear rólega. „Þó að ég telji, að hún muni lifa, þykir mér leitt að þurfa að skýra yður frá því. að hún verð ur alltaf lömuð“. Hann stanzaði og horfði hvassleitur fram hjá mér. „Ég er viss um, að þér vilj ið heyra allan sannleikann. í bezta falli getur hún setið í hjóla stól. Ég hef grun um, að hún mundi að einhverju leyti missa málið og það er einnig hugsan legt, að hún muni ekki hafa fullt minni“. Hann leit upp og ég sá, að hann var dapur og eins og sigraður í augunum. „Mér þyk- ir þetta leitt. Það er ekkert, sem ég get sagt, er veitt getur yður huggun, en að minnsta kosti er ég viss um, að hún muni lifa“. Ég stóð og starði á hann. ,,Þér kallið þetta velkeppnaða aðgerð?“ sagði ég. „Hún getur ekki gengið framar. Hún kemur til með að eiga erfitt með að tala og hún mun ekki muna eft ir mér? Kallið þér þetta vel- keppnaða aðgerð?" „Það var kraftaverk, að Dr. Goodyear skyldi geta bjargað lífi hennar“, sagði Dr. Weinborg og sneri sér nú frá glugganum. „Lífi hennar? Hvers konar lífi? Væri ekki betra fyrir hana að vera látin?“ Ég fór út úr herberginu og gekk hratt fram ganginn. Jack stóð í dyrunum að bið- stofunni. Hann greip í handlegg inn á mér, en ég sleit mig laus an og hélt áfram. Ég gekk út úr spítalanum, út í svarta nóttina og gekk og gekk. Ég hafði einhverja fíflalega hugmynd um, að ef ég gengi og gengi. gæti ég gengið burtu frá þessari martröð, út úr myrkrinú og inn í ljósið og síðan komið heim og fundið Saritu þar bíð- andi eftir mér, eins og hún hafði alltaf verið frá því að við giftumst. Bara heimskuleg hugmynd. II. Næstu þrjá daga lifði ég, eins og í lofttómu rúmi. Ég var um kyrrt lieima og beið eftir því, að síminn hringdi. Sarita sveif milli meðvitund- arlauss lífs og dauða. Ég var einn, vildi ekki hafa neinn hjá mér, borðaði varla nokkuð, en reykti stöðugt, þar sem ég sat í hægindastól og beið. Við og við kom Jack, en hann dvaldi aðeins nokkrar mínútur, þar eð hann fann, að ég vildi vera einn. Enginn hringdi, af því að menn vissu, að ég beið eftir upphringingu frá spítalan- um og hver sú hringing, sem ekki væri þaðan, mundi vera eins og hnífsstunga. Um níu leytið þriðja kvöldið, sem ég beið, hringdi síminn loks ins. Ég gekk yfir herbergið þreyf símtólið. „Halló? Halliday hérna“. ,JSg þarf að tala þið þig.“ Það var Rima: Það var ekki hægt að villast á röddinni. Ég fann, að hjartað í mér tók kipp, og svo tók það að berjast æðis lega. ,,Hvar ertu?“ „Á barnum á Asterhóteli. Ég bíð. Hvað geturðu verið fljótur hingað?“ „Kem strax", sagði ég og setti símann á. Ég hringdi til sjúkra hússins og sagði stúlkunni við símann, að ég yrði á barnum á Aster, og ef hún hefði einhverj ar fréttir að færa mér, gæti hún fundið mig þar. Það var rigning. Ég fór í regnfrakka, slökkti ljósin og gekk niður á götuna. Ég náði í leigubíl og fór þvert yíir borgina til Asterhótelsins. Á meðan á akstrinum stóð fyllt ist ég köldum ótta. Ég var viss um, að Rima hefði ekki komið alla þessa leið til að hitta mig, henni byggi eitthvað í og það væri henni til hagræðis. Asterhótelið var bezta hótelið í Holland City. Hún var þegar og dökkbrúnum rússkinnskóm. Hún vár farin að nota pening- ana mína. Ég var viss um, að hún var komin til að heimta sitt pund af holdi. Ég mundi ekki þora að hætta ' mér neitt þangað, sem ekki væri hægt að ná í mig í síma. Hún mundi setja fram skilmála sina og fara burtu, og ég gæti ekki gert tilraun til að elta hana: gæti ekki elt hana til einhvers öruggs staðar, þar sem ég gæti drepið hana. Hvenær sem væri gæti ég fengið upphringu um að koma þegar í stað til sjúkrahúss ins. Ég sat fastur í gildru, og vafalaust hafðl hún gert sér það Ijóst, annars hefði hún ekki hætt - á að hitta mig. Ég gekk inn á barinn á Aster. . Á þessum tíma sólarhrings var : hann næstum tómur. Þrír menn hölluðust upp að bamum, töl- uðu lágt og drukku skozkt whisky. Við borð úti í homi sátu tvær miðaldra konur og röbbuðu saman yfir hanastéljum. í öðru horni var ungur, herða- beiður, sterklega vaxinn maður, klæddur kremgulum sportjakka, með rauðan og hvítan trcfil um hálsinn, í flöskugrænum buxum farin að breyta lífshögum sínum. ' Kaupum alls konar j " hreinar tuskur. J Bdlsturiðjan Freyjugötu 14. t . r — Ó, fyrirgefið. Þetta voru tæknileg mistök. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 4. maí 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.