Alþýðublaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 1
44. árg. — ÞriSjudagur 20. ágúst 1963 — 176. tbl. 14 milljóna iðnaðarlán ARH) 1962 íiámii lánveitingar Iðnlánasjóðs tæpum 14 milljónum króna, og var það talsverff aukn- ing, ef miðað er við lánveiting- ar á árinu 1961, en pnð' ár námu þær 9.7 milljónum. Þessa útlánaaúkningu er fyrst og fremst að rekja til lána Fram- kvæmdabanka íslands, sem veitt er af PL-480 fé og tekið var á ár- inu 1961. Kom lán þetta hins veg- ar að mestu til ráðstöfunar á ár- inu 1962, og nam lánsupphæðin 15.0 milljónum króna. í árslok 1962 var staða útlána ISnlánasjóðs 27.3 milljónir króna. Eigið fé sjóðsins nam á sama tíma 18.0 milljónum króna. Á síðasta Alþingi voru sam- þykkt ný lög um Iðnlánasjóð, og mun sjóðurinn hafa mun meira fé til útlána í framtíðinni. Iðnaðarmálaráðherra hefur skipað nýja stjórn fyrir sjóðinn, og er hún þannig skipuð: Tómas Vigfússon, formaður, Helgi Herm. Eiríksson og Pétur Sæmundsen. BORGARYFIRVÖLDUNUM ber ef til vill ekki lagaleg skylda til að liðsinna fólki, sem býr í ólögleg- um húsum, sem standa fyrir nýju skipulagi, en þeim ber siðferðis- leg skylda til þess. Fólkið hefur eytt miklum tíma og verðmætum í að koma sér upp þaki yfir höfuðið. í neyð sinni hefur það gripið til þess að stað- setja hús sín á óskipulögðum svæð um. Nú verður að rífa þessi hús og fólkið verður skyndilega hús- næðislaust. Þar með skapast vanda mál, sem borgaryfirvöldin geta ekkí látSð afskiptajauist. Borgin verður að leysa það mál og virð ist eðlilegast, að borgin kaupi hús in af fólkinu, ef ekki er unnt að flytja þau, og greiði á þann veg og anrian fyrir því, að fólkið kom ist í riýtt húsnæði. A myndinni sjást tvö hús anna sem eiga að fara. Hið efra er við Sogaveg 23, en hið neðra er hús Egils við Háaleitisveg og sem sjá má er búið að grafa alveg að því. Sáttafundur í farmannadeilu Sáttasemjarí ríkisins boð- aði fui'itrúa sjómanna og at- vinnurekenda til fundar í Alþingishúsinu í gær til þess að ræða deiluna um kjör farmanna. Eins og Alþýðu- blaðið hefur áður skýrt frá hefur stað'ð í samningum undanfarið um kaup og kjör háseta og yfirmanna (að skipstjó'rum undanteknium)! á farskipum. Ekki hefur iverið boðuð nein vinnustöðv un enn. Er Alþýðublaðið fór if p^entun á mjðnætti sl. þafði ekki náðst neitt gam- komulag á sáttafundinum í HINUM miklu húsnæðisvandræð- um í Reykjavík á undanförnum árum og áratugum hafa margar fjölskyld ur gripið til þess neyðarúrræðis að byggja sér hús í óleyfi, þ. e. án þess að fá lóð úthlutað hjá bænum fyr- ir hús sín. Mörg þessara húsa eru í Múlahverfi og önnur inni í Blesu gróf. Nú hafa margar þessar fjöl- skyldna fengið tilkyningu um það, að húsin þeirra verði að hverfa, þar eð búið sé að úthluta öðrum lóðtim þar sem hin „ólöglegu" hús standa. Eiga því fjölmargar fjölskyldur á hættu að missa húsin sín á næst unni og húsnæðisleysi blasir við hjá þessu fólki, pf borgaryfirvöldunum tekst ekki að útvega því annað hús- næði. Blaðam. frá Alþbl. brá sér í gær inn í Múlahverfi og að Háaleiti þar sem mikið er nú unnið að ný- Ibyggingum. Mátti þar víða sjá, að búið var að grafa alveg að húsum, I sem eiga að fara. Hafa margar fjöl jskyldur þarna fengið tilkynningu með mjög stuttum fyrirvara þess efnis, að hús þeirra yrðu að fara á brott, þar eð byrja ætti að grafa fyrir nýjum húsum. Að Sogavegi 23 býr Kristinn Guðmundsson verkamaður ásamt fiölskyldu sinni. Reisti hann þar ásamt öðrum myndarlegt einbýl- ishús fyrir 5 árum. En því miður fékkst aldrei lóðarsamningur og því telja borgaryfirvöldin húsið ó- löglegt og nú er búið að úthluta þarna öðrum byggingarlóð, þann- ig að húsið verður að fara mjög bráðlega. Enda þótt húsið sé mynd arlegt á að líta og virðist vel byggt tiáði Kristinn Alþýðublaðinu, að tilgangslaust væri að flytja það. Gólfiií myndu ekki þola flutning og það yrði alltof kostnaðarsamt að flytja húsið og gera það íbúð- arhæft á ný. Kristinn kvaðst hafa eytt í það öllum tómstundum sín- um í mörg ár að koma húsinu upp og nú kvað hann það blasa við, að mikil verðmæti yrðu að engu eða litlu gerð. Hann kvað Einar Pétursson fulltrúa hjá Reykjavík- urborg hafa látið svo ummælt, að sennilega mundi borgin kaupa hús ið eftir mati en ekki kvað hann neinar endanlegar upplýsingar hafa fengizt um það mál. Kvaðst Kristinn óttast, að ekki mundi fást fyrir húsið nema brot þess, er það hefði raunverulega kost- að. Alþýðublaðið heimsótti einnig í gær aðra fjölskyldu, sem býr að Háaleitisveg. Hús- böndinn þar heitir Egill Svein- j b.iörnsson og keypti húsið fyrir I 15 árum. Byggði hann síðan sjálf- I ur við það en fékk aldrei lóðar- I samning. Er Alþýðublaðið kom í lieimsókn var Egill rúmfastur enda hefur hann verið heilsuveill undanfarin ár og hefur það feng- i'ð mjög á hann, að sjá nú fram á algert öryggisleysi, hvað húsnæði snertir. Tengdamóðir hans tók á móti blaðamanni Alþýðublaðsins. Það er nú búið að grafa alveg að húsi Egils og hafa verið þar mikl- ar sprengingar undanfarið og unn i'ð með stórvirkum vinnuvélum þar allt í kring. Þriggja húsa í- búðarblokk á að koma í gegn þar sem hús Egils stendur og var hon um tilkynnt fyrir nokkrum vikum, að ætlunin væri að byrja að grafa strax þar sem hús hans er. Varð fjölskyldunni a'ð sjálfsögðu mikið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.