Lögrétta - 01.01.1933, Side 4
7
LÖGRJETTA
8
áhrifum skynsamra manna, sem vinna að
uppbyggingu en ekki eyðingu.
Þótt undarlegt megi virðast, þá kemur
það, hversu líkar þessar tilraunir eru í eðli
sínu, fljótast fram með því að athuga mis-
mun þeirra. Italinn andmælir ákaflega
hinum „rauðu“ andstæðingum og Rússar ó-
skapast engu minna yfir harðstjóm „hvít-
liðanna". En það er sameiginlegt tilraun-
inni í öllum fjórum löndum, sem nefnd voru,
að valdamennirnir eða samkomumar hafa
skyndilega lýst því yfir, að þeir eða þær
ætli að taka að sjer stjórnina á fram-
kvæmdalífi þjóðanna og þar með aðalstjórn-
ina á öllu þjóðlífinu.
Rússneska kommúnista lýðveldið hefur
gengið lengst. Það hefur, í orði kv'eðnu að
rninnsta kosti, afnumið alt einkaauðmagn í
stærstu framleiðslugreinunum. Innflutnings-
og útflutningsverslun Rússa er líka alveg í
höndum miðstjórnar ríkisins og verkamenn-
irnir em vinnuþiggjendur ríkisins og laun
þeirra og vinnukjör ákveðin af því á sama
hátt og t. d. Bretar ráða hermönnum sín-
um.
1 Italíu er farin önnur leið. í orði kveðnu
heldur einkaauðmagnið áfram að vera til og
framtak einstaklingsins er talið grundvall-
arskilyrði þess að mest og best framleiðsla
fáist. En í rauninni er mikill hluti einka-
vinnuveitendanna liður í opinberum eða hálf-
opinberum fjelögum eða bandalögum, sem
verkamennirnir eru einnig þátttakendur í.
Og öll þessi bandalög lúta síðan nánu eftir-
iiti og íhlutun ríkisvaldsins, svo að einung-
is nokkur hluti einstaklingsvaldsins er eftir.
Hið þýska form þjóðjafnaðarmennskunnar
er ennþá svo óþroskað, að það er ekki ómaks-
ins vert, að athuga það nákvæmlega. Menn
búast ekki við fullum þroska skynseminnar
hjá óvita, sem ólmast um garðinn og brýt-
ur alt í brölti sínu. Það er ósjeð ennþá
hvort um er að ræða brjálæði eða ungæð-
ishátt. En að vissu leyti er stefnan skýr og
skorinorð, sett fram í fullu einræði: í Þýska-
landi á alt að fara eftir skipun lögreglunnar,
sem er fulltrúi hins almáttuga og aldýrðlega
föðurlands.
En furðulegasti þáttur þessarar nýju
stefnu ríkisstjórnarinnar er spunninn í
Bandaríkjunum, landi auðs og einstaklings-
hyggju, sem til skamms tíma hjelt að það
iiefði fundið lykil hinnar jarðnesku paradís-
ar, en hefur nú sjeð að velgengnin er ekki
eins einfalt viðfangsefni og álitið var. Nú er
svo komið, að „Bandaríkjastjórn ætlar að
taka í sínar hendur alla stjórn framleiðsl-
unnar“, svo að notuð sjeu orð Wall Street
frjettaritara Observer, sem segir ennfrem-
ur, að mikill hluti stóratvinnurekendanna
taki þessu vel.
Það er ekki ætlunin hjer, að ræða ein-
stök viðfangsefni kreppunnar, heldur að
benda á nokkur meginatriði. Það er í fyrsta
lagi auðsjeð, að á undanförnum árum hefur
það framleiðslu- og viðskiftakerfi, sem við er
búið, næstum því hætt að verka, sem full-
starfandi vjel. Framleiðendumir geta eklci
selt vörur sínar, fjármálamennimir ekki fje
sitt. Það furðulega í þessu er svö þetta, að
hið svonefnda auðvaldsskipulag er ekki kom-
ið í kreppu vegna þess að því hafi mistekist
að framleiða þann auð, sem tilgangur þess
er að framleiða. Það hefur hmnið vegna
þess, að því hefur tekist þetta svo gersam-
lega, að það getur framleitt meiri auð en það
getur selt á sínum eigin markaði. Þetta er
auðvitað ekki í neinni mótsögn við þá jafn
augljósu staðreynd, að margar miljónir
manna líða skort vegna þess, að samgöngur
viðskiftalífsins eru svo fullar af hömlum, að
hinir atvinnulausu geta ekki komist að þeim
markaði, sem fúslega gæti bætt úr þörfum
þeirra. Þetta er eitt grundvallaratriði krepp-
unnar. Vjelin framleiðir meira en það, sem
maðurinn, sem starfrækir hana, hefir efni
á að kaupa í hinmn skipulagslausa heimi.
Það borgar sig ekki lengur að rækta hveiti
og framleiða baðmullarvörur, af því að svo
mikið er til af þessu, að arðurinn af því að
selja það er svo að segja orðinn að engu.
Sumir halda, að ástandið eins og það er
nú, sje að mestu eða öllu leyti því að kenna,
að ófriðarskuldirnar hafi raskað jafnvægi
bankakerfisins. Gullið hefur safnast á tvo
staði aðallega, í banka Frakklands og Banda-
ríkjanna, og þess vegna, segja menn, getur
frjáls vöruumferð ekki haldist, þegar fjár-
magnið, sem kaupa á vörurnar fyrir, er
fast á tveimur stöðum. Hinar þjóðimar geta