Lögrétta - 01.01.1933, Page 5
9
LÖGRJETTA
10
Lá ekki, vegna gull- og lánstraustsskorts,
komist á markaðina sem kaupendur. í þess-
ari skoðun er mikill sannleikur. Heimsversl-
un, sem að miklu leyti byg’gist á gulli, rask-
ast þegar jafnvægi gullsins raskast. Ef
heimurinn hefði verið nógu skynsamur til
þess, að selja tannlæknum og skrautgripa-
sölum gull sitt — nema ef til vill það, sem
nauðsynlega þarf í alþjóðaviðskifti — þá væri
hin hlægilega gullgildisdeila ekki til og eyddi
ekki tíma heimsins. Hingað til hefur verið
logð altof mikil áhersla á gjaldeyrismálin.
Þau eru mikilsverður, en sennilega ekki
mikilsverðasti þátturinn í úrlausnarefnum
örþrota framkvæmdalífs. Það, sem allt velt-
ur á, er framleiðslan og dreifing raunveru-
legs auðs, en ekki þess, sem er tákn auðs-
ins. Viðskiftamálaráðstefnan í London hefur
ef til vill unnið þarfasta verk sitt með því
að sýna það, að þörfin á verðfestingu gjald-
eyrisins er ekki eins óumflýjanleg og aðrar
umbætur fjárhags- og viðskiftalífsins.
Það er hugsanlegt, að árangursleysi við-
skiftamálaráðstefnunnar, eða það, að hún
gat ekki siglt ólgusjó alþjóðafjármálanna,
ráði hvörfum í kreppunni. Það gæti sannfært
aðrar þjóðir um það, að þeim væri það fyrir
bestu, að vera kyrrar heima og greiða fyrst
fram úr sínum eigin erfiðleikum, og vona
(ekki að ástæðulausu) að lygnara verði á al-
þjóðafjármálahafinu þegar hver um sig hef-
ur lægt öldurnar hjá sjer.
Viðfangsefnið, sem nú bíður allra stjórn-
málamanna, er skipulagning þjóðlegs lífs,
(og þar með auðvitað að töluverðu leyti al-
þjóðlegs lífs), því að slíkt verður ekki leng-
ur eingöngu falið geðþótta einstakra manna,
og fjelaga, eins og hörð reynsla hefur feng-
ist fyrir. Þjóðlífið er nú orðið of flókið til
hess að einstaklingurinn komist í gegnum
það öruggur og aðstoðarlaus.
Það er þessi margbreyttni þjóðfjelagsins,
sem gert hefur lýðræðinu ókleift að starfa,
eins og áhugasamir heimspekingar og fræði-
menn vonuðu einu sinni í stofum sínum. Með-
an lýðræðið gegndi skyldum sínum og neytti
hJettinda sinna á grasflöt þorpsins, mátti
uieð skynsemd vænta þess, að því heppnað-
lst hinn göfugi tilgangur, að vernda frelsi
°g efla auðsæld fólksins. En þegar fram-
Jcvæmdir starfsmanna þjóðarinnar ukust og
þær fluttust inn í Westminster og Whitehall,
þá breyttist þetta. Það væri ekki gott að
segja, að sú stjórn, sem nú fer fram í þing-
húsi og stjómarráði væri lýðræði í rjettri og
nákvæmri merkingu orðsins.
Það verður ekki sagt með neinni vifesu á
hvem hátt eftirliti ríkisins með framleiðsl-
unni verður háttað. Aðalatriðið er sennilega
það, að í þjóðstjórn framleiðslunnar verða
sennilega að miklu leyti sömu mennimir, sem
nú þegar eru starfandi að framleiðslunni.
Það er einnig sennilegt, að þj óðareftirlitið
með viðskiftalífinu verði í alt öðru formi,
geróliku því, sem hin gamla jafnaðarstefna,
sem er nú þegar orðin úrelt, hjelt að það
yrði, en þó verður úr því lýðræðislegt jafn-
rjetti, og auður og frelsi, sem sennilega fer
fram úr vonum jafnaðarmanna. Kreddu-
fastir jafnaðarmenn gleymdu venjulega ein-
liverju mikilsverðasta atriðinu — huga og
hugarfari mannsins. — Skrif stof ust j órnin
(bureaucracy) mundi gera þetta fína tæki
ófrjósamt, framkvæmdalaust og vjelgengt.
Hinar nýju áætlanir — nema í Rússlandi —
mundu re.vna að leiðbeina fremur en að
skipa. Minna mun verða um ríkiseignir en
Marxistar vonuðu. En eftirlitið verður einn-
ig meira en frjálslyndir auðshyggjumenn
þoldu. Framleiðsla og verslun verður skipu-
lögð öllu fremur en hún verður framkvæmd
af ríkisembættismönnum. Þeir embættis-
menn verða, þegar alt kemur til alls, út-
nefndir að einhverju leyti, eða starfandi í
mjög nánu sambandi við þjóðþingin, að
minsta kosti í Bretlandi. Hvaða stefnu sem
Ítalía og Rússland og Bandaríkin taka gagn-
vart einræði, þá getur það ekki átt við eða
átt sjer stað í Englandi. Skipulagsnefndirn-
ar munu bera ábyrgð gagnvart þinginu, þótt
þær geti ekki starfað þar og þurfa að vera
í störfum sínum óháðar umræðum þingsins,
því að þær eru gagnslausar fyrir fram-
kvæmdastörfin. Þingið er fulltrúi almennra
skynsamlegra óska þjóðviljans. En skipulags-
störfin þarf að fá í hendur þaulvönum
mönnum. Meginskylda þingsins nú er að
finna slíka menn og skipa þeim til starfa.
Áætlunarríkið er sigur skynseminnar á fá-
víslegu kæruleysi.