Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 8
15
LÖGRJE TTA
16
BÓKMENT ABÁLKUR______
---- LÖGRJETTCJ
Skáldsögur,
Meðal nýlegra skáldsagna Evrópubók-
rnentanna, sem ástæða er til þess að benda
íslenskum lesendum á, eru ágætar sögur
eftir tvær konur, Pearl S. Buck og Kate
O’Brien. Sú fyrri er ensk en hefur mikið
alið aldur sinn í Kína og skrifað sögur, sem
lýsa prýðilega og skemmtilega kínversku
bændalífi (The Good Earth, þ. e. Góð jörð
og Sons, Synir, sem er framhald hinn-
ar). Sú síðarnefnda hefur orðið víðfræg
fyrir ágæta ættarsögu (á dönsku: Slægt
"Ný ljósmyndun,
Menn eru ekki alls fyrir löngu farnir að
hagnýta sjer svonefnt infra-rautt ljós við
ljósmyndanir og til ýmislegra annara
þarfa á einkennilegan og oft íurðulegan hátt.
Með þessu rauða ljósa geta menn tekið mynd-
ir í mikilli fjarlægð. „Infra“-rauðu geislamir
geta komist gegmum mistur og þunna þoku
og náð þannig yfir vítt svæði. Þessi nýja að-
ferð hefur haft mikil áhrif á alla Ijósmynd-
un. T. d. hafa menn í British Museum notað
þessa aðíerð til þess að taka myndir af máð-
um handritum, skráðum í Egyptalandi 1200
ái'um f. Kr. Bókfellið er orðið mjög blakt og
letrið svo að segja horfið og gr-einist var’a
með berum augum og ólæsilegt þannig, en
rauðu geislarnir hafa náð öllu letrinu og gert
það vel læsilegt. Læknar, einkum prófessor
Haxthausen í Kaupmannahöfn, hafa einnig
notað þessa aðferð til þess að taka myndir
af húðsjúkdómum, eða af húðinni rjett und-
ir yfirborðinu. Stjörnufræðingar eru einnig
farnir að nota þessa aðferð við athugun á
öðrum stjörnum, t. d. hafa verið gerðar á
þennan hátt merkilegar athuganir á geislum
frá Venus í Lick-athugunarstöðinni. Infra-
rauðu geislana má einnig nota til þess að
taka myndir í myrkri og gera lögreglumenn
ráð fyrir því, að nota megi aðferðina til þcss
að taka myndir af glæpamönnum að þemi
óvörum.
skal fölge) og lýsir hún þar írskri kaup-
mannaætt. Ættarsögur og fjölskyldusögur
eru nú margar skrifaðar, eins og áður hefur
verið getið í bókmentabálki Lögrjettu og
ýmsar þeirra merkar. Meðal slíkra sagna eru
t. d. bækur Herbert Crumper Lewison’s,
hj ónabandssaga með ákveðnum árásum á
ameríska hjónabandslöggjöf og siðferðis-
liræsni, sem höf. telur vera. Aðra sögu hef-
ur hann einnig skrifað (Rödd blóðsins), þar
sem hann lýsir Gyðingafjölskyldu, er flytst
til Ameríku. Gyðingamálin, eðli Gyðinga og
afstaða þeirra í menningunni er mikilsvert
og mjög umþráttað mál og má oft fá ágætar
hugmyndir um þau af góðum skáldsögum,
sem um þetta fjalla. T. d. má nefna de
Vriendt snýr heim (de Vriendt kehrt heim)
eftir Arnold Zweig, með góðum lýsing-
um frá Gyðingalandi. Skemtilegt úrval úr
bókmentum Gyðinga sjálfra um allan heim,
er nýkomið á ensku (Yisroel, smásögusafn).
Tvær franskar sögur, sem þýddar hafa ver-
ið nýlega á Norðurlandamál, er rjett að
nefna, þegar talað er um nýjar fjölskyldu-
sögur, Familiekredsen eftir Maurois, saga
ungrar konu, vel sögð og af listfengi og
Ormebolet eftir Mauriac, saga um ríkan föð-
ur, sem reynir að eyða eigum sínum til þess
að börnin hreppi þær ekki. Saga Hans
Fallada um Pinneberg er einnig prýðileg fjöl-
skyldusaga, saga um hjónaband og basl og
atvinnuleysi miðlungsgáfaðs en heiðarlegs
skrifstofumanns og ágætrar konu hans, sem
er mjög vel lýst. Af eldri sögum um áþekk
efni hefur nýlega verið þýdd á sænsku
Familjen Golovljov, saga um hnignun rúss-
neskrar aðalsættar, eftir Saltykof, einn af
bestu höf. Rússa á síðastliðnum mannsaldri.
Síðari hlutinn af hinni alkunnu sögu Sjolo-
koffs, sem fyr hefur verið nefnd, Hægt
streymir Don, er einnig kominn út .í norræn-
um þýðingum.
Sinclair Lewis hefur verið talsvert lesinn
hjer á síðustu árum og eftir hann er komin
ný saga (einnig á dönsku og sænsku), sem
heitir Ann Vickers og er lýsing á kvenrjett-
indahreyfingunni og ýmsu samkvæmislífi og
opinberu lífi kvenna, og er höf. heldur lítið
um sumt það vafstur gefið, þótt hann lýsi
söguhetju sinni oftast af samúð. I bókinni