Lögrétta - 01.01.1933, Blaðsíða 14
27
LÖGRJETTA
28
Björnsons, sem þýdd hafa verið á íslensku,
ný útgáfa af Sigrúnu á Sunnuhvoli og bók
um æfi og skáldskap Björnsons, eftir Ágúst
H. Bjarnason, prófessor við háskóla íslands.
Það er ekki stórt til frásagnar, alls ekki, en
við höfum aldrei heiðrað nokkurn mann á
þennan hátt fyr. r
Og j?að góða við þetta er, að það er svo
eðlilegt, svo sjálfsagt. Björnstjerne Björn-
son á heima í okkar þjóðlífi og okkar þjóð-
lífsörlögum og á dýrmætan og ófráskiljan-
legan þátt þar í. Hann er okkar maður, —
við höfum fyrir löngu tekið hann okkur til
inntekta, eins og okkar mann, og við slepp-
um honum aldrei. Eða rjettara sagt: Hann
hefur lagt okkur undir veldi sitt, og það ó-
riftanlega um aldir. Og við blessum hann
fyrir það. Veit jeg það vel, að landnám
hans í andans heimi nær miklu lengra en til
íslands, — en jeg tala aðeins um hlutdeild
okkar í því, vegna þess, að það er fyrir Is-
land eitt, sem jeg tala hjer.
Og þar sem mjer nú hefur veitst sá heið-
ur, að eiga að flytja hjer í stuttu máli
kveðju íslensku stj órnarinnar og þar með
hinnar íslensku þjóðar til Noregs, okkar
stóra bræðralands, okkar gamla, kæra móð-
urlands, í tilefni af 100 ára afmæli Björn-
stjerne Björnsons, þá hlýt jeg að minnast
alls, sem við höfum frá Noregi þegið á um-
liðnum tímum, fyrst og fremst sjálfa okk-
ur, er menn af bestu ættum Noregs fluttust
búferlum til eynnar vestur í sænum nú fyr-
ir rumum tíu öldum. Á norskum kynstofni
er hið íslenska ríki grundvallað, og þennan
kynstofn höfuð við verndað svo vel, að
það eru ekki fáir okkar á meðal, sem með
stoð í löggildum ættartölum mundu geta
gert óðalsrjett sinn gildandi til ýmissa stór-
býla í Noregi. Fyrst og fremst höfum við
þegið sjálfa okkur frá Noregi og þar næst
aftur sjálfa okkur með ljósberanum, vegvís-
aranum Björnstjerne Björnson, landnáms
manninum, hinum ógleymanlega og alla tíð
geyglausa, riddaranum án ótta og ámælis,
honum, sem var norskastur af öllu norsku
— og ættaróðal, sem við afsölum okkur
aldrei hlutdeild í. Og þegar jeg, sem sagt. á
að klæða kveðju okkar í orð, heillaósk okk-
ar og hylJingu, finn jeg ekkert, sem betur
gæti átt við en að óska norsku þjóðinni,
hinni göfugu móðurþjóð, ekki aðeins hins
hins mikla sonar, sem nú á 100 ára afmæli..
heldur svo margra annara ágætra og ó-
gleymanlegra eldri og yngri sona og dætra,
heima og erlendis, að hún — í framhaldi og
fullkomnun verka skáldsins Björnstj erne
Björnsons — megi meðal þjóðanna fylla
sama rúm, sem Björnstjerne Björnson fylti
meðal manna.
2, Orápa tíl dáíns honungs, |fín®rSToan.
Tfleínfeað ‘Kctrolíne Sjörnson.
Flutt í Osló og Kaupmannahöfn á 100 ára
minningarhátíð Björnstjerne Björnsons.
(Lausleg þýðing).
Hrynji hreimkliður!
Heyr mig, Björns niður!
Konungi ljóða
vil jeg kvæði bjóða,
láta’ í helheimi
hörpu glymstreymi
hrinda haugfriðnum
hjá höfðingja liðnum.
Heyrið, hirðsveinar,
hróðurs málsgreinar!
Klið af öldnum óð
heyr þú, unga þjóð!
Heyrið, Dofra dætur,
hve drápan lætur
í eyrum. Sá andi
er frá yðar landi.
Hlýð litla stund
og losa blund
fyrir drápu hreimi
á dánarheimi
hái hildingur,
hróðrar mildingur.
Gef oss glaðhug þinn
og gakk hjer inn.
Gef hátíð byr
þú, sem hreyfst menn fyr
með andans kingi
á orða þingi,
svo megi þitt minni
magnast hjer inni