Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 16

Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 16
31 LÖGRJETTA 32 Kongar, sem kröfur ei bifa, kóngar, sem dánir lifa. Þeir kóngar ei kalla’ eftir gjöldum; þeir kóngar ei falla úr völdum. Þá kónga skal kveðja með lotning. (Jeg krans fljetta ekkjudrotning). Þjóðkjömir, þjóðbomir þeir eru nú orðnir forverðir föðurlands, frumherjar sannleikans, útvörður andlegur, í einu sagt: Noregur. Ljóðkóngur lýðborni, landkæri, burthorfni, þjóðar heili og hjarta, hjer skal nafn þitt skarta. Við hyllum þig dáiím í dag við drápunnar sterka lag. Björt um braut farna blikar þín stjarna. Stjarna’ og bjarnstyrkur stráðu ljósi í myrkur, leiddu norðursól yfir Noregs ból. Hjer varstu hlíf og vörn. Híði þitt, Norðurbjörn, anda þíns óðalssvið, elskum líka við. 3, ‘Kafli úr brjefí fr<á Osló, „Hjer var að sjálfsögðu gert mikið veður um Björnson. Blöðin voru full af greinum um hann, og komu jafnvel stór aukatölublöð, er fjölluðu um hann einan. Um eitt tímarit veit jeg, er gaf út sjerstakt hefti til minn- ingar uin Björnson, og mörg fleiri birtu rit- gerðir um hann. Nýjar bækur komu út um Björnson. Síðast en ekki síst má telja það, að öll rit hans voru prentuð að nýju í 70 þús. eintökum. Háskólinn gekst fyrir megin- þætti sjálfra hátíðahaldanna. Var haldið þrí- heilagt. Samkomur voru í háskólanum þrjá daga í röð, 6.—8. des. Öllum var þeim varp- að út. Til hátíðabrigða var einkum kórsöng- ur og ræður. Seinasta daginn komu og fram fulltrúar ýmissa landa og fjelaga og mintust Björnsons. Gunnar Gunnarsson kom þar fram fyrir íslendinga. Hlaut hann mest lófa- klapp allra. Var hann einn klappaður fram að ræðunni lokinni.. Hann einn kom líka áheyrendum til þess að hlæja. Sveigar marg- ir voru lagðir á leiði Björnsons. Kristmann Guðmundsson lagði þar sveig sem fulltrúi fs- lendinga. Futti hann um leið tölu á íslensku, að sögn blaðanna; jeg var eigi við staddur. Hins vegar var jeg staddur við hátíðirnar í háskólanum nema fyrsta daginn. í bókasafni háskólans var opnuð Björnsonssýning 8. des., og er hún enn opin. Er þar margt að sjá. Þar eru handrit eftir Björnson, prófarkir og sendibrjef. Aldrei hef jeg sjeð rithönd Björn- sons fyr en þama. Jeg veit eigi, hvort þú hefur sjeð hana. Hún er stór og eigi falleg, oft torlæsileg. Prentararnir hafa eigi verið öfundsverðir af því að komast fram úr hand- ritum Björnsons, einkum þar eð yfirstrik- anir og breytingar hafa verið mjög tíðar í þeim. Karoline hefur hreinskrifað mörg handrit hans. Þess minnist Björnson í fall- egu erindi, er hann hefur ort til hennar 1901: „Flvert ord, jeg sendte í værden vide, det skrev du æfter med sagte vink. Vi snart má slutte, vi er alt hvide, vi falder sammen for Ijáens blink. Á gid, á gid, at av det, som höstes, má mange styrkes og somme tröstes“. Björnson hefur líklega gert sjer þá von, að uppskerunnar nyti lengi. Á mynd af sjer frá 1888 hefur hann ritað: „Det av vort arbejd, som bliver til gavn, vokser i slægter, som glemte vort navn“. Nokkur sendibrjef eru þarna til Björnsons frá frægum rithöfundum. Helstir þeirra eru H. C. Andersen, R. Ingersoll, Victor Ryd- berg, August Strindberg, Bertha v. Suttner, Leo Tolstoy, Jonas Lie og Henrik Ibsen. Jeg hef haft gaman af því að hyggja að rithönd- um þessara miklu skriffinna. Sumar þeirra eru ljótar, og engin getur heitið falleg, nema rithönd Ibsens. Þarna eru og flestar eða allar útgáfur og þýðingar rita Björnsons, er safnið á. Fer mikið fyrir þeim öllum. Þessar einar íslensk- ar þýðingar hef jeg fundið: Kátur piltur, Barnakennarinn, Fjórar sögur og Úr fundar-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.