Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 18
85
LÖGRJETTA
36
Walter Scott
Sftír
íRíchard Bech
/Pldarmínníng
i.
Á liðnu hausti var þess minst með hátíða-
höldum víða um lönd, að 21. september voru
hundrað ár liðin frá dauða Walters Scotts,
skáldsagnameistarans víðfræga og ástsæla.
Hann naut meiri lýðhylli en nokkurt annað
samtíðarskáld hans; og þrátt fyrir nýjan
tíðaranda og breyttan bókmentasmekk eru
skáldsögur hans ennþá víðlesnar, ekki síst á
Englandi og Skotlandi, þar sem ódýrar út-
gáfur þeirra eru hvarvetna á boðstólum.
Svipuðu máli mun gegna um vinsældir þeirra
í Vesturheimi, og ekki er Scott heldur
gleymdur utan landamæra enskrar tungu.
Tíminn líður fram, stund af stund;
stormþytur fer um víði.
Eflast og blandast á ýmsa lund
óskir um broshýru og vökufund,
þrá mín og kvíði;
þrá mín og þreyjulaus kvíði.
7. Vöknuð!
Vöknuð! Slík hamingja. F.ldur í æðum;
eldur í taugum. —
Glitraridi glæðum
Glófaxi slöngvar á ennishlað.
Hvílík dýrð! Hvílíkt glóandi geislahað!
Sólskin á enni — og sólskin í augum.
Hjer er nú hamingjudýrðin;
heimurinn allur.------
Nú hertek jeg frægðina þegar í stað.
Jeg geng um stund til Gjúka;
geld þegar skatt minn til Óðins og Týs.
Verð fóstbróðir frægustu hetja;
frægastur allra; minn sigur er vís.
Meðan augu þín yfir mjer vaka
ekkert má dirfð mína saka.
Vinn kóngsríki, frægðir og fje; .
alt, sem frægðinni er látið í tje.
Kem svo aftur til þín.
Við sjónhring í hásæti hillir
hamingjudís —. það er brúður mín.
Leiti menn vitnisburðar bókavarða og bók-
sala, mun það sannast, að hann á sjer enn-
þá þúsundir lesenda og aðdáenda um allan
hinn mentaða heim. Nýjar útgáfur rita hans
kom altaf öðru hvoru á markaðinn, og vart
myndi því svo farið, ef engir keyptu þær.
Ritfrægð Scotts er bersýnilega langt frá því,
að vera „fallin í gleymsku og dá“. Hann er
einn hinna tiltölulega fáu „útvöldu“ í ríki
bókmentanna, en þar var hann brautryðjandi
á tveim sviðum. Slíkra úrvalsmanna andans
er maklegt og holt að minnast á merkum
tímamótum. Vjer íslendingar höfum auk
þess sjerstaka ástæðu til þess að heiðra
minrdngu Scotts á þessum aldahvörfum í
sögu hans. Hann hafði mikla ást á fomum
fræðum vorum, teygaði djúpt af lindum
þeirra, og dró athygli enskumælandi manna
að þeim. Hitt er ekki síður merkilegt, að
Scott hafði mikil áhrif á Jón skáld Thorodd-
sen, þann manninn, sem með sanni má kalla
föður íslenskrar skálsagnagerðar á seinni
öldum. Á því vel við, að víkja nokkrum orð-
um að sambandi Scotts við íslenskar bók-
mentir að fornu og nýju, en stiklað verður
aðeins á stærstu steinum.
Ungur tók Scott trygð við hin fornu fræði
vor. Innan við tvítugt, samdi hann ritgerð um
siðu og háttu norrænna þjóða, sem þótti
lýsa víðtækri þekkingu á viðfangsefninu og
miklum áhuga á fræðirannsóknum*). Einn-
ig sjest það af brjefum Scotts, að þegar á
næsta ári er hann farinn að sökkva sjer nið-
ur í hið víðkunna rit Thomasar Bartholins:
Um orsakir hugrekkis Dana að
*) ítarlegasta frásögn um kynni Scotts af nor-
rænum íræðum er að finna í ritgerðinni: „Scott
and Scandinavian Literature'1, eftir Paul R.
Lieder, Smith College Studies in Mo-
dern Languages, Vol. 11, 1920—21, bls. 8—
57. Sjá einnig: Conrad H. Nordby, The Influ-
ance of Old Norse Litereture upon
English Literature, New York, 1901.