Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 19

Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 19
37 LÖGRJETTA 38 fornu, merkisrit á latínu um norræna menningu og bókmentir, ásamt útdráttum úr fjölda íslenskra fornsagna á frummálinu og í latneskri þýðingu. Fjöldi tilvitnana í ritum Scotts ber þess órækan vott, að hann hefur alla æfi haft mestu mætur á Bart- holin. Auk þess vitnar hann í fleiri latnesk rit um norræn fornfræði, svo sem bækur Þor- móðs Torfasonar (Torfaeus), einkum út- gáfu hans af Hrólfs sögu kraka. Scott var einnig kunnugur stælingum Thomas Grays af íslenskum fornkvæðum og þýðingu A. S. Cottle á Sæmundareddu (1797) ; ennfremur skrifaði Scott langan og skarplegan ritdóm um þýðingar Williams Herberts af íslensk- um úrvalslj óðum, og loks endursagði hann Eyrbyggju fyrir hið fræga rit Mallets: „S k ý r i n g a r á n o r æ n u m f o r n- f r æ ð u m“. Skráin yfir bækur Scotts í Abbotsford ber einnig vitni áhuga hans á norrænum fræðum; hann átti kringum fimtíu bindi rita um Norðurlönd, meðal þeirra allmargar íslenskar fornsögur á frum- málinu og í þýðingum. Má benda á það hjer, að Scott mun hafa skilið talsvert í íslensku, enda gerði móðurmál hans honum tiltölulega Ijett fyrir að komast niður í Norðurlanda- málum; mestan fróðleik sinn um norræn efni sótti hann samt í latneskar og enskar þýð- ingar, sjer í lagi hinar fyrnefndu; eigi er því heldur að neita, að þekking hans á nor- rænum fræðum er harla ónákvæm, þó honum takist sumstaðar allvel, að lifa sig inn í nor- t'ænan hugsunarhátt. Tilvitnanir í goðafræði og bókmentir Norðurlanda eru dreifðar um fjöldamörg skáldrit Scotts; hjer sem annarsstaðar var bnð hið stórfelda, yfirnáttúrlega og æfin- týralega, sem laðaði að sjer huga hans; hon- um verður tíðrætt um dverga, völvur og ber- serki. Langmest gætir þó áhrifanna frá nor- i’ænum bókmentum í þessum ritum Scotts: ljóð sögunni Harold the Dauntless (Haraldur hugrakkí) og skáldsögunni T h e Pirate (Sjóræninginn). 1 Haraldi hug- i'akka tók höfundurinn sjer fyrir hendur að lýsa norrænum víking, að hætti fornra skálda; kvæðið er kröftugt á köflum, en æði mikilla öfga kennir í lýsingunni. Skáldsagan Sj óræninginn gerist í Orkneyjum, en Scott hafði ferðast um þær stuttu áður en hann ritaði sögu þessa. Inn í frásögnina íljettar hann ýmsar gamlar sögusagmr, sem hann hafði heyrt af vörum eyjaskeggja, og tilvitnanir í norrarn fræði. Hinn norræni andi birtist þó einkum í kvæðunum í sögunni; vík- ingslundin kemur þar víða fram í kröftugri mynd. Kvæðið, sem seiðkonan Norna þylur mitt í æðisgangi stormsins, ber mikinn svip af „Völuspá". Ofangreind dæmi eru næg sönnun þess, að Scott hafði lifandi áhuga á norrænum fræð- um, og hjelst svo fram á efri ár hans. Þó verður vart sagt, að áhrifa frá forníslensk- um bókmentum gæti í frásagnaraðferð hans. Áhugi hans á þeim fræðum bar engu að síð- ur merkilegan og víðtækan árangur. Heill hópur enskra skálda, samtímamenn og vinir Scotts, meðal þeirra lárviðarskáldið Southey, urðu, á einn eða annan hátt, fyrir áhrifum af norrænum bókmentum og breiddu út hróður þeirra. Skal þá horfið að sambandi Scotts við ný- íslenskar bókmenir; þeim bárust frjóvgandi straumar frá ritum hans. 1 mjög eftirtektar- verðri ritgerð: „Jón Thoroddsen og den is- landske nutidsromans ophav“ (Nordisk Tid- skrift, 1926, bls. 76—83), hefur dr. Sigfús Blöndal, bókavörður, leitt gild rök að því, að Jón skáld Thoroddsen hafi orðið fyrir áhrif'- um frá þeim skáldsögum Scotts, sem lýsa skotsku sveitalífi og skotsku alþýðufólki Sýnir dr. Blöndal fram á, að þeim Thorodd- sen og Scott svipar saman í ýmsum grein- um, einkum í lýsingum þeirra á alþýðufólki. í brjefi til Gísla skálds Brynjólfssonar, sem Blöndal vitnar í, gefur Thoroddsen beint í skyn, að Scott hafi verið honum fyrirmynd í skáldsagnasmíðinni. En eins og Blöndal bendir á, þá var Thoroddsen altof frumlegt skáld til þess, að hann færi í smiðju til Scotts eða nokkurs annars ;honum varð dæmi hins skotska skáldsagnameistara hvatning til sjálfstæðra ritsmíða, andleg vakning. II. Æfi Walters Scotts var atburðarík; er saga hans því hin fróðlegasta og skemtileg- asta; hjer verður aðeins litast um af hæstu hnjúkunum. Hann var fæddur í Edinborg

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.