Lögrétta - 01.01.1933, Side 20
39
LÖGRJETTA
40
15. ágúst 1771. Hann var af góðu bergi brot-
inn, átti kyn sitt að rekja til hreystimenna
og sveitahöfðingja; taldi hann sjer sæmdar-
auka mikinn að slíkum forfeðrum og bar
ávalt rika ættrækni í brjósti. Faðir hans var
lögfræðingur, iðjumaður hinn mesti, ráð-
vandur og siðavandur, hinn nýtasti maður í
sinni stjett. Móðir skáldsins var dóttir há-
skólakennara í Edinborg, gáfuð og vel að
sjer, stálminnug og fróð um marga hluti.
Voru miklir ástúðleikar með henni og Scott
og kvaðst hann eiga henni mikla fræðslu að
þakka. „Fjórðungi bregður til fósturs". Mun
mega segja, að Scott hafi erft frá föður sín-
um atorku þá og reglusemi, er auðkendu
hann æfilangt, en frá móður sinni fróðleiks-
hneigð og áhuga á fornum fræðum.
Átján mánaða gamall veiktist Scott háska -
lega og var æ síðan haltur á hægra fæti.
Veikindi þessi urðu honum þó óbeinlínis
heillasending. Til heilsubótar var hann send-
ur upp í sveit til afa síns sem bjó búi sínu í
Tweed-dalnum fagra og söguríka. Brátt náði
Scott þar góðri heilsu; ennþá meír var um
það vert, að þar glæddist ást hans á skotsk-
um þjóðsögum og þjóðsöngvum, og drakk
hann þar í sig, þegar á æskuárum, fimin öll
af slíkum fróðleik, en þau fræði mótuðu stór-
um rithöfundarstarfsemi hans. Tólf ára að
aldri var hann búinn að safna miklum fjölda
gamalla þjóðsöngva og var orðinn kunnur
sem snjall sögumaður. Á þessum árum í
Tweed-dalnum — hann dvaldi þar langvist-
um þangað til hann var kominn á áttunda ár
— varð hann einnig gagnkunnugur skosku
sveitaiífi og alþýðu, sem hann lýsir svo
rjettilega og snildarlega í ýmsum skáldsög-
um sínum. Dvöl hans í sveitum uppi og
ferðalög víða um hjeröð opnuðu augu hans
fyrir margbreyttri náttúrufegurð Skotlands
og fyltu hjarta hans brennandi ættjarðar-
ást.
Scott gekk á gagnfræðaskóla og háskóla í
Edinborg. Hann var enginn framúrskarandi
námsmaður, en las kynstrin öll utan náms-
greinanna, einkum hverskonar • æfintýrasög-
ur, þjóðkvæði og sögurit; úrvalsrit ýmsra
hinna fremstu ensku skálda las hann einnig
kappsamlega og margt erlendra ágætisrita,
því að hann var tungumálamaður góður. Auð-
sætt er, að með þessum víðtæka bóklestri sín-
um var Scott að leggja grundvöllinn að fram-
tíðarritstörfum sínum, engu miður en með
frjósamri sveitadvöl sinni. Útivera og íþrótt-
ir voru honum mjög að skapi á skólaárunum
og fyigdi það honum alla æfi; fegurð náttúr-
unnar heillaði hann og göngufarir voru hon-
um yndi og eftirlæti; einnig var hann hesta-
maður mikill og veiðimaður. Glaðlyndi hans
og örlæti öfluðu honum vinsælda meðal
skólabræðra hans og þá ekki síður sagna-
forði hans og fágæt snild í frásögu.
Scott nam lögfræði undir handleiðslu föð-
ur síns og á Edinborgarháskóla, en lítt var
hanr. hrifinn af því námi, rækti það þó með
samviskusemi og varð síðar velmetinn lög-
fræðingur og sýslumaður. Kom honum lög-
fræðiþekkingin að góðu haldi við skáldsagna-
gerðina eins og rit hans bera ótal merki.
Hálfþrítugur varð Scott fyrir sárum von-
brigðum í ástum. En sjálfsvirðing hans,
einhver allra sterkasti þátturinn í skapgerð
hans, vamaði því að hann ljeti sorgina
koma sjer á knje. Hann var einnig svo skapi
farinn, að hann hampaði ekki instu hug -
hræringum sínum á gatnamótum. Rúmu 'ári
síðar kvæntist Scott konu af frönskum
ættum, Charlotte Carpenter að nafni, og
fór vel á með þeim. Þau áttu barnaláni að
fagna, þó fæstir niðja þeirra yrðu langlífir;
heimilisprýði þeirra og gestrisni var við-
brugðiö að verðleikum. Framan af árum
áttu þau heima í nágrenni Edinborgar.
Jafnframt lagastarfinu fór Scott snemma
að fást við ritstörf, en þeim er best lýst 1
sjerstökum kafla. Árið 1799 varð hann
sýsluinaður (sheriff) í Selkirkshíri; það var
sæmilega launuð staða, og þar sem fáar em-
bættisskyldur hvíldu honum á herðum,
veittist honum gott næði til fræði-iðkana og
ritstarfa. Nokkrum árum síðar settist Scott
að á fögru sveitarbýli í Tweed-dalnum, á
bernskustöðvum sínum. Undi hann þar vel
hag sínum og vann af kappi að samningu
og útgáfu fjölda bóka, auk sýslumanns-
starfanna, þau átta árin, sem hann var þar.
Árið 1806 varð Scott hæstarj ettarritari í
Edinborg; var það hálaunuð staða, en hann
naut ekki þeirra launa fyr en sex árum síð-