Lögrétta - 01.01.1933, Side 21
41
LÖGRJETTA
42
ar. Á hinn bóginn seldust rit hans ágætlega
og varð honum það drjúg tekjulind.
Fyrir því keypti hann stóreignina Ab-
botsford við Tweedfljótið, skamt frá Edin-
borg, og fluttist þangað búferlum vorið 1812.
Bætti hann og prýddi jarðeignina með
mörgu móti og miklum fjárútlátum, bygði
þar höfðingjasetur tígulegt í miðaldastíl,
skreytti það allskonar forngripum og fleiri
veggjaprýði, og bjó þar við rausn mikla.
Varð honum slíkur höfðingsskapur að von-
um ærið kostnaðarsamur, en ekkert minna
hæfði ríkilæti hans og eðallund. Ýmsir hafa
orðið til að álasa Scott fyrir það, hversu
ríkmannlega hann hjelt sig á Abbotsfordár-
um sínum; þykir sem þar lýsi sjer slík auðs-
hyggja og heimshyggja hjá skáldinu, að illa
sæmi höfðingja í ríki andans. Vera má að
ríkilæti Scotts hafi verið úr hófi fram. En
risna hans í fornum stíl var í fullu sam-
ræmi við insta eðli hans. Hann lifði í anda
miðaldanna. 1 lífi sínu, alveg eins og í skáld-
sögum sínum, var honum það ríkast í hug,
að endurvekja riddaraskap og glæsileik lið-
inna tíða. Einnig ól hann þá virðingarverðu
þrá í brjósti, að láta niðjum sínum að erfð-
um sómasamlega föðurleifð. Sá draumur
Scotts rættist eigi nema að nokkru leyti, en
Abbotsford er löngu frægðarljóma sveipað,
og sækir þangað fjöldi ferðamanna ár hvert.
Eftir að hann fluttist til Abbotsford, vann
Scott með sömu elju og áður að ritsmiðurn,
en vanrækti þó í engu opinber störf sín.
Ljóðsögur hans höfðu aflað honum slíkrar
víðfrægðar, að árið 1813 var honum boðin
lárviðarskáldstignin, en þeim sóma hafnaði
hann, taldi skáldið Southey betur að önd-
vegissessinum kominn. Með útkomu skáld-
sagna Scotts óx ritfrægð hans enn hröðum
skrefum og margskonar sæmdarviðurkenn-
ingar hlóðust að honum. Árið 1820 gerði
Englakonungur Scott að aðalsmanni (baron-
et); vai skáldinu sú sæmd harla geðfeld,
ekki síst vegna þess, að forfeður hans fyr á
öldum höfðu verið í tölu aðalsmanna.
»Dag skal að kveldi lofa“. Árið 1826, þeg-
ar frægð Scotts og lífshamingja virtust
standa sem traustustum fótum, skall á hon-
um það reiðarslag, sem, óbeinlínis að minsta
kosti, flýtti fyrir dauða hans. Prentunar-
fjelög þau og bókaútgáfu, sem hann hafði
um langt skeið verið hluthafi í, þó eigi væri
það á vitorði almennings, urðu gjaldþrota.
Ekki var nóg um það. Stormar andstreym-
isins bljesu að Scott úr fleiri áttum. Nokkr-
um mánuðum síðar varð hann fyrir þeirri
þungu sorg að missa konu sína. En Scott
var ekki svo gerður, að hann ljeti áföll
þessi buga sig. Mótlætið stælti hann og
efldi til dáða. Ekki verður hjer rakin hin
margþætta fjármálasaga Scotts; en það
mun mála sannast, að hann hafi verið á-
hættusamur um skör fram og ekki sem
heppnastur í vali verslunarfjelaga sinna og
trúnaðarmanna. Samkvæmt þágildandi
gj aldþrotalögum hefði hann auðveldlega
getað komist hjá að greiða skuldir verslun-
arfjelaga þeirra, sem hann var riðinn við;
en hann neitaði harðlega að taka þann kost.
Sjálfsvirðing hans var alt of rík til þess,
að hann gæti skotist undan rjettmætri á-
byrgð, að hans dómi. Skuld sú, sem hann
tók sjer á herðar að greiða, nam miljónum
króna að nútíma verðlagi. Hófst hann þegar
handa að grynna á stórskuld þessari með
ritstörfum sínum; hann hafði jafnan verið
afburða afkastamaður og nú vann hann af
því ofurkappi, að slíks eru fá dæmi. Sást það
nú glegst hversu ástsæll Scott var; vinir
hans og aðdáendur brugðu þegar við cg
vildu hlaupa undir bagga með honum, hjú
hans og þjónar voru fús á að vinna honum
kauplaust fremur en skiljast við hann. En
Scott hafnaði öllum tilboðum um fjárstyrk.
Og á næstu fimm árum vann hann það þrek-
virki, að borga kringum þriðjung skuldar-
innar. Byrðin varð honum þó að lokum of
þung. Hann var farinn að lýjast, kominn
fast að sextugu, og hann lagði alt of hart
að sjer við ritstörfin. I febrúar 1831 fjekk
hann snert af slagi. Hrörnaði hann nú svo
andlega og líkamlega, að hann var með öllu
ófær til verka. Hann ferðaðist suður á Italíu
sjer til heilsubótar, en það var um seinan;
hann dvaldi þar aðeins skamman tíma og
fjekk er.gan bata. Fregnin um dauða Goethes
olli honum hrygðar og hann fyltist heimþrá.
Eftir að hann var heim kominn, hrestist
hann um stundarsakir en lífsþrótturinn var
á förum. Nokkrum mánuðum síðar andaðist