Lögrétta - 01.01.1933, Side 23
45
LÖGRJETTA
46
urinn hressandi og hreimmikill. Fjarri fer
að Ijóðsögurnar sjeu allar jafn snjallar, enda
er slíks ekki að vænta, en snildin er þar víða
yfirgnæfandi. Eftirfarandi ljóðlínur úr sjötta
kaflanum í The Lay of the Last
M i n s t r e 1 munu víðkunnastar úr öllum
kveðskap Scotts, og ekki er örðugt að skilja
hversvegna þær hafa brent sig inn í hugi
manna; þær eru mæltar beint út úr hjarta
skáldsins og bergmála í hverri heilbrigöri
sál. Þýðingin er eftir sjera Jónas A. Sigurðs-
son (Tímarit Þj óðæknisfj elags íslendinga,
1923, bls. 70):
„Andar nokkur svo andlaus sál
að aldrei skildi jafn hugrænt mál
sem: Hjer ermín eigin
ættarströnd !
Það hjarta, er fann ei ástaryl
er átthaganna sneri til
úr utanför um önnur lönd? —
— Ef andar slíkur, ugg þú hann,
fár ætla jeg lofi slíkan mann;
þótt frægð og titlar fegri hans nafn,
af fjársjóðum þótt hann eigi safn;
því þrátt fyrir orður, auð og sæmd,
af eigingimi er sál hans dæmd.
Við líf hans enginn lofstír þreyr,
og látinn slíkur tvisvar deyr.
En moldin spilt fer moldargöng
án mannorðs, tára og yfirsöngs".
M a r m i o n er að flestra dómi ágætust
Ijóðsagna Scotts. Snild hans í frásögn í lýs-
ingum á atburðum og hinni ytri náttúru, er
óvíða meiri heldur en hjer. Honum ljet sjer-
staklega vel að lýsa því stórfenglega og
trylta, hamförum í náttúrunni og mannlif-
inu, enda mun mega segja, að lýsingin á
Flóðvallabardaga (The Battle of Flodden
Field) sje snjallasti kaflinn í Marmion;
og leit mun á kröftugri bardagalýsingu í
enskum bókmentum. En Scott var að eðlis-
fari athafnamaður — bardagamaður — engu
miður en skáld. Hann var meira að segja
sjálfboðaliði í skotska hernum þegar hann
samdi M a r m i o n, og mikinn hluta kvæð-
isins orti hann á hestbaki. Ekki er því kyn,
þó að hófadynur og hergnýr hljómi víða sem
undirspil í kvæði þessu. Mannlýsingarnar í
M a r m i o n eru einnig sannar og glöggar,
en í því efni bregst Scott stundum boga-
listin.
The Lady of theLakeer róman-
tísk og yndisleg ljóðsaga, er gerist í Hálönd-
unum skosku, en landslag þar er bæði hrika-
legt og fagurt. Náttúrulýsingar Scotts á
þessum stöðvum vöktu svo mikla athygli c.g
aðdáun, að ferðamenn tóku að flykkjast
þangað, og enn sækir þangað margmenni ár-
lega. Flug og fjör er í frásögninni og hvar-
vetna líða lesandanum fyrir sjónir litauðgar
myndir af umhverfi og atburðum .Efnið er
einnig hið hugþekkasta; ást föður á einka-
dóttur hans og trygð þjóns við fallinn herra
sinn eru hjer meginþættir og verða enn á-
hrifameiri vegna þess, að þeim er skipað
gagnstætt ástríðuofsa Hálandahöfðingjans.
Þó ýmislegt sje vel um síðari ljóðsögur
Scotts, þá standa þær þrem hinum ofan-
nefndu að baki, en víðlesnar voru þær á
sinní tíð; samt náðu þær hvergi nærri slíku
valdi yfir hugum manna sem hinar fyrri;
höfuðorsök þess var það, að Seott hafði nú
eignast keppinaut í 1 j óðsagnagerðinni, sem.
var honum fremri og heillaði lesendur meir
en dæmi höfðu verið til — Byron lávarð.
Ilætti Scott þá samning ljóðsagna og sneri
sjer að skáldsagnasmíð; var það, sem sýnt
mun verða, enskum bókmentum — og
heimsbókmentunum — ómetanlegur gróði.
TJrðu þeir Scott og Byron síðan hinir bestu
vinir, enda er það einn vottur göfuglyndis
Scotts, að hann var laus við alla skáldaöf-
und, jafnan boðinn og búinn til að rjetta
skáldbræðrum sínum hjálparhönd. Eflaust
hefur það gert honum hægara um vik, að
meta snild samtíðarskálda sinna, að hann
hafði ekki neina oftrú á sjálfum sjer eða
listgáfu sinni. Hann taldi önnur hlutverk
æðri ritmenskunni. Hann dáði athafnamann-
inn miklu meira en skáldið. Þrátt fyrir það
veittu ljóðagerðin og önnur ritstörf honum
óblandna ánægju og hann leit svo á, að með
þeim væri hann að vinna gott verk og þarft.
Scott líktist okkar fornu skáldum í því, að
honum var ljúft að lýsa hetjudáðum og stór-
fenglegum atburðum, og tókst það meist-
aralega. Ljóðsögur hans skortu hinsvegar
dýpt, andagift og formfágun. Þess vegna eru