Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 24

Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 24
47 LÖGRJETTA 48 gagnrýnendur á einu máli um það, að þð merkilegar sjeu, þá hefðu þær ekki nægt til að skipa honum í röð fremstu skálda Breta. Listgáfa Scotts nýtur sín fyrst til fulls í skáldsögum hans. Þó er þess jafnframt að minnast, að ljóðsögur hans marka nýjan á- fanga í enskum bókmentum. Með þeim gerðist Scott brautryðjandi í skáldskap sinnar tíðar, því að þær voru sögukvæði í nýjum stíl, orkt undir bragarhætti, sem að vísu var bygður á þjóðkvæðunum skotsku, en Scott hafði mjög lagað í hendi sjer, gert hann hæft form fjölbreyttrar og langrar frásagnar. Liggur í augum uppi, að þetta eitt, þó ekki væri öðru til að dreifa, var mikið bókmentaafrek; komandi ljóðskáldum var þar með vegur greiddur. Hreinustum og dýpstum tónum nær Scott í ýmsum smákvæðum sínum, ekki síst þeim, sem stráð er, eins og fögrum blómum og fágætum, víðsvegar um skáldsögur hans. Þessi kvæði hans eru venjulega framúrskar- andi ljóðræn, þrungin djúpri tilfinningu; og í sumurc þeirra kafar skáldið djúpt í sann- leikshafið, glímir við hinar dulræðustu gát- ur mannsandans — leyndardóma lífs og dauða. Að jafnaði falla þessi smákvæði vel inn í umgerð skáldsögunnar, auka áhrifa- magn hennar, hvíla lesandann og hvessa honum sálarsýn. Fáir rithöfundar hafa markað jafn djúp spor í bókmentasögu þjóðar sinnar eins eg Walter Scott. Hann var brautrvðjandi í enskri ljóðagerð; með skáldsögum hans hófst nýtt tímabil í enskum sagnaskáldskap. Hann hreif menn og heillaði þúsundum sam- an með ljóðsögum sínum; þó hlutu skáldsög- ur hans ennþá meiri lýðhylli. Slíkar sigur- vinningar á sviði bókmentanna eru harla sjaldgæfar. Þegar betur er aðgætt, dylst samt ekki, að náið samband er milli ljóð- sagna Scotts og skáldsagna hans; formið er breytt, óbundið mál í stað bundins, en skáld- ið eys löngum af sömu uppsprettu, skotsku þjóðlífi í fortíð og samtíð. Skáldsöguformið gefur honum eðlilega miklu meira olnboga- rúm en bundna málið; hann fer eldi um ný lífssvið og lýsingarnar bera meiri svip raun- veruleikans; á það ekki síst við um persónu- lýsingarnar í mörgum sögunum. Það er ekki of mælt, að Scott hafi þá fyrst fundið sjálf- an sig, þegar hann fór að rita sögulegar skáldsögur. Var þá eins og leyst væru úr læð- ing bundin öfl anda hans; og nægur var efn- isviðui'inn fyrir hendi hjá honum, ótæmandi auðlegð margvíslegrar þekkingar og sagna- fróðleiks. Auk þess hafði hann kynst mann- lífinu í mörgum myndum þess: — lögum og rjettarfari, viðskiftum og verslun, búskap og stjórnmálum; einnig hafði hann átt náið samneyti við menn af öllum stjettum, lærða og leika, konunga og kotunga. Og hann fann til skyldleika með þeim öllum; þess vegna le-it hann á þá gegnum gler samúðar og skilnings. Mannást hans lýsir sjer í því, að honum veittist erfiðlega að lýsa verulegum illmennum. Við hann eiga orð rómverska skáldsins: „Jeg er maður og tel mjer því ekkert mannlegt óviðkomandi“. Þar við bætt- ist hin glögga og djúpa þekking Scotts á landi sínu og þjóð, sögu hennar og bókment- um, lífskjörum hennar og siðum; í því efni var hann fremri öllum samtíðarmanna sinna. Má þess vegna fullyrða, að fáir skáld- sagnahöfundar hafa verið betur undir bók- menntastarf sitt búnir heldur en Scott; hann var einnig fyrir löngu búinn að slíta barna- skónum hvað andlegan þroska snerti; var ni nær hálffimtugur. Fyrsta skáldsaga hans, W a v e r 1 e y, kom út 1814; hann hafði byrjað að semja hana mörgum árum áður, en hætti við það þegar hann sneri sjer að lj óðsagnagerðinni. Af tilviljun rakst hann á handritið í gömlu skrifborði, lauk við söguna og ljet prenta hana. Viðtökurnar voru miklu betri en hann hafði gert sjer í hugarlund; tvær útgáfur seldust upp á tveim mánuðum. Skýringarinn- ar er ekki langt að leyta. I fyrsta lagi er Waverley prýðilega sögð saga og skemti- leg, auk þess var nýjabragð að henni bæði hvað efni snerti og efnismeðferð. Scott helti nýju víni á gamla belgi. Skáldsöguformið átti sjer orðið langan aldur að baki á Eng- landi, en hann valdi sjer önnur viðfangsefni heldur en samtíðarskáld hans og tók þau öðr- um tökum. Hann seildist eftir söguefnum yf- ir á lönd liðinnar tíðar og varð gott til fanga; og hann sameinar í frásögn sinni hið raun- verulega og hið yfirnáttúrlega, hið hvers-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.