Lögrétta - 01.01.1933, Blaðsíða 26
51
LÖGRJETTA
52
finnist Gyðing’astúlkunni Rebekku lýst með
hvað mestri snild og dýpstum skilningi.
Ekki verður hjer fjölyrt frekar um ein-
stakar skáldsögur Scotts, en fróðlegt er að
virða þær fyrir sjer í heild sinni. Rjettilega
má ýmislegt að þeim finna. Þær eru stundum
alltof mærðarmiklar, efnið of flókið og fjöl-
þætt, rás viðburðanna ekki nógu hröð, eink-
um í sögubyrjun. Víða kennir einnig óvand-
virkni í frásögn og stíl, beinn árangur þess,
að sögurnar voru venjulega samdar á ör-
stuttum tíma. Ennfremur eru þær langt frá
því að vera lausar við öfgar, ósamræmi og
sögulega ónákvæmni. Fjölmargt er það,
hinsvegar, í skáldsögum Scotts, sem vekur
og verðskuldar aðdáun lesenda: hugvitssemi
skáldsins og auðlegð ímyndunar hans, mál-
lipurð og fjör í frásögn, glöggar og snjallar
atburðalýsingar, fjöldi sjerstæðra og ógleym-
anlegra karla og kvenna. Honum hefur löng-
um verið brugðið um það, að lýsingar hans
á liðnum tímum væru of yfirborðslegar, eins
og vikið var að í sambandi við Ivanhoe;
vissulega var honum sjerstaklega sýnt um,
að lýsa hinu ytra, klæðaburði, híbýlum, sið-
um og venjum, og sjer í lagi stórfeldum við-
burðum, svo sem bardögum og burtreiðum;
en hann sýnir lesendum sínum einnig inn í
trúar- og siðferðislíf horfinna kynslóða,
skygnist dýpra yfirborðinu. Og þegar á alt
er litið, þá komast sárfáir rithöfundar tii
jafns við Scott í snildarlegum lýsingum á
liðnum öldum. I þeim lýsingum hans er mest
um þetta vert: — sögupersónur hans eru
ekki beinlausar og blóðlausar vofur, seiddar
fram úr gröfum sínum, heldur holdi klædd-
ar mannverur, og þessvegna lætur lesandinn
sjer ekki á sama standa hversu fer um þær;
hann verður meir en hlutlaus áhorfandi,
hann verður þátttakandi í gleðileik þeim og
harma, sem gerist fyrir sjónum hans.
En þó mikil snild sje á mörgum fortíðar-
•ýsingum Scotts, þá er það flestra mál, að
hann nái lengst í listinni í lýsingum sínum
á lífi skotskra samtíðarmanna sinna og á
skotskri alþýðu; og í þeim frásögnum sín-
um er hann glöggskygn raunsæismaður; þar
fatast honum eigi sundtökin. Og hvergi tekst
honum betur upp í mannlýsingum en þeg-
ar hann segir frá körlum og konum, sem ein-
kennileg eru eða skopleg; hin ríka kýmni
hans, en hann var henni gæddur um flest
skáld fram, nýtur sín þar ágætlega. Þó er
hann laus við alla beiskju og mannhatur.
Djúp samúð auðkennir einstaklingslýsingar
hans; þessvegna tókst honum svo frámuna-
lega vel að lýsa fátæklingum og lífi þeirra,
enda hafði hann átt mikið saman við þá að
sælda um dagana. Scott hefur verið fundið
það til foráttu, að hann skygnist ekki nógu
djúpt 1 sálarfylgsni persóna sinna; hann er
ekki sálkönnuður í nútíðarmerkingu þess
orðs; hann lætur sögupersónur sínar lýsa
sjer með orðum sínum og athöfnum, og
venjulega fær enginn um það vilst, hversu
þær eru skapi farnar.
Hin göfuga og heilbrigða lífsskoðun Scotts
lýsir sjer hvarvetna í skáldsögum hans. Þó
mun mörgum nútíðarmanni þykja hann aft-
urhaidssamur um of í trúmálum, siðakenn-
ingum og stjómmálum. Hann var alla daga
ílialdsmaður, andvígur byltingakenningutn
samtiðar sinnar, fastheldinn á fomar venjur
og gömul verðmæti. Hann dáði hreysti, ósjer-
plægni, hógværð, prúðmensku og heiðarleik,
hvort sem var hjá konum eða körlum, og að
flestra dómi eru þeir eiginleikar ennþá verðir
aðdáunar. Guðstrú hans var á bjargi bygð
og hann var bjartsýnn á sigur hins góða
eins og mörg sögulok hans sýna best; sögu-
hetjur hans ganga sigrandi af hólmi vegna
þess að þær eru sannleikans megin og rjett-
lætisins. Þjóðrækni í þessa orðs sönnu merk-
ingu — er eitt af höfuðeinkennum Scotts;
honum var ant um hag þjóðar sinnar og
framtíð, hann vildi koma á hagnýtum um-
bótum. Hann var alþýðuvinur, eins og sögur
hans sýna glegst, og lýsir það sjer ennfrem-
ur í því, að hann bætti á ýmsan hátt kjör
leiguliða og vinnulýðs á landareign sinni.
Skoðanir hans á atvinnumálum og þjóðmál-
um vcru yfirleitt heilbrigðar og að sumu
leyti langt á undan samtíð hans. (Sbr. John
Buchan: Sir Walter Scott, bls. 366—
367).
Skáldsögur Scotts eiga því fræðigildi engu
miður en lífsgildi. Þó eru þær lausar við all-
an predikunartón. Scott lætur sjer nægja að
bregða upp myndum úr lífinu sjálfu, en tel-
ur lesandann einfæran um að draga ályktanir