Lögrétta - 01.01.1933, Síða 32

Lögrétta - 01.01.1933, Síða 32
64 LÖGRJETTA 63 enda yrðu þá engar kreppur. — Nei, það er alveg ótvírætt, að máttur orsakalögmálsins á milli framboðs og eftirspumar nægir ekki til að halda jafnvægi á milli framleiðslu- magns og þarfar fyr en misvægið er orðið svo mikið, að það veldur hinum stóru áföll- um — kreppunum. Þó að kennisetningin eða lögmálið (ef menn vilja heldur kalla það svo) um fram- boð og eftirspurn, sje ekki þess megnugt, að halda framleiðslumagni og neytsluþörf í nauðsynlegu jafnvægi, þá er hún þó nokk- urs megnug um það að geta sagt til, aðvar- að, um það, hvenær framleitt er nægilega mikið. — Ýmsar ástæður valda því þó, að það (lögmálið) fær ekki notið sín til þess, eins vel og vera mætti. Ofan á það bætast svo aftur aðrar ástæður, sem því valda, að sú aðvörun, sem orsakasambandið á milli framboðs og eftirspurnar gefur, seint og síðarmeir, er ekki tekin til greina. Skal nú stuttlega vikið að þessum ástæðum. Með hinum stórfeldu samgöngumöguleik- um nútímans og hinni útfærðu notkun þeirra, þá má kalla svo, að heimurinn allur sje orðinn ein framleiðslu- og viðskifta-heild. Framleiðsluvörunum er dreift á markaðinn landa og heimsálfa á milli, og til fjölda miðl- ara í hverju landi. Það vekur litla athygli hjá hverjum einstökum vörumiðlara, þótt vörurnar taki að safnast fyrir, lítið hjá hverjum einum, en er mikið þegar saman kemur hjá þeim mikla sæg miðlara, scm hafa vöruna með höndum. Nú rekur samt að því, að offramleiðslunni er veitt eftirtekt. 1 stað þess að taka aðvör- unina þegar gilda og draga úr framleiðsl- unni — það myndi valda aðeins vægri kreppu — þá er e. t. v. tekin sú leið, að reyna að selja meira, og halda áfram að framleiða í jafn stórum stíl, eða nær því, máske enda reynt að bæta upp lækkað veið- lag með aukinni framleiðslu, en það gjörir, sem eðlilegt er, aðeins illt verra. Þetta er svo rekið áfram svo lengi sem nokkur kost- ur er, þar til framleiðendur sjálfir eru sokknir í skuldir, bankarnir og aðrir lánar- drottnar framleiðslunnar búnir að líða stór- töp eða þrot og megna ekki að halda framleiðslunni í gangi lengur, í stuttu máli, það er haldið áfram þangað til ástandið neyðir til samdráttar eða stöðvunar. Þessi er hafður gangur málanna, og þess- ar eru meginástæðumar til þess, að aðvör- unin, sem þverrandi eftirspurn gæti gefið, til að hamla hörðum kreppum, fær ekki not- ið sín. Rakning málsins hjer að framan hefur nú leitt til niðurstöðu um það, hver er frumor- sök og meginorsök kreppanna og hvernig ástandið leiðir þær fram. Frumorsökin og meginorsökin er einangruð frá öðrum með- verkandi orsökum og aukaatriðum og ekki á þær minnst, til þess að rugla ekki hugsun- ina eða binda við aukaatriði og falskar eða tilbúnar orsakir, eftir því sem hver og einn telur sjer henta. Rjett til dæmis má nefna, að bretska stjómin í samningum við Banda- ríkin um skuldagreiðsluna ber fram sjer til afsökunar, og til að reyna að ógna Banda- ríkjunum, að kreppan stafi af skuldamálun- um (auðvitað eru skuldamálin meðverkandi orsök kreppunnar). En Bandaríkjaþingið gefur þannig svör, að auðskilið er að þau skopast (í allri kurteisi) að þessari ástæðu Bretans. — Jæja, þetta var nú útúrdúr eða innskot. Það sem næst ber að líta á og at- huga er það, hvort hægt muni vera að fyrir- hyggja hinar hörðu kreppur, og þá hvað gjöra þarf til þess. Víðnám og vamaður. Það er mælt, að fálkinn kennist við skyld- leika rjúpunnar þegar hann hefur rifið hana á hol og bergt hjartablóð hennar. Líkt er varið um viðbragð og viðskifti mannanna til kreppanna. Menn vita það, nú orðið, af reynslunni, að kreppurnar koma, með nokk- urnveginn fastri reglu, á nokkurra ára bili. Þegar kreppurnar eru skollnar yfir, þá reka menn upp ramahljóð, eins og fálkinn þegar hann kemur að hjarta rjúpunnar, en hitt er sem mönnum komi vart í hug, að taka nokk- urn varnað á því að fyrirbyggja kreppurn- ar, eða forðast þær, fremur en fálkinn tek- ur varnað á, að láta vera að drepa rjúpuna. Hvorugum hefur reynslan getað orðið til varnaðar.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.