Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 47
93
LÖGRJETTA
94
þessa um fótbúnaðinn, því hann reyndist
öðru vísi, en þá var alment álitið. Það ein-
asta sem mjer þótti að þessum stígvjelum
var það, að jeg ætlaði aldrei að geta slitið
þeim! Þau voru svo sem eins, eftir alla ferð-
ina, nema lítið eitt liprari við fótinn.
Þegar leið á ferðalagið, varð Ágúst eðli-
lega mjög sárfættur og sá jeg það vel á
göngulagi hans; en ekki gat hann þess með
einu orði og jeg ekki heldur, en dáðist 1 kyr-
þey að þreki hans og sjálfsvaldi.
— Þá var það ekki mannasiður, að fara
fótgangandi um landið erindislaust og síst
að sumarlagi, út í bláinn og ferðaáætlunar-
laust; ljetu ýmsir, sem við mættum, sjá á
svip sínum fyrirlitningu fyrir okkur, en aðr-
ir meðaumkun og þóttu okkur þeir síðari
öllu auðvirðilegri.
Við Ágúst erum því sannkallaðir braut-
ryðjendur í þessu efni, hjer á landi, hvað
svo sem að öðru leyti kann að verða okkur
til foráttu fundið um frumleik — í kveð-
skapnum hjá mjer og heimspekinni hjá hon-
um.
Að vísu var þá títt, að menn fóru fótgang-
andi langar leiðir, svo sem vermenn, varn-
ingsmenn, brjefapóstar o. fl. og urðu sumir
þessara manna frægir gönguhrólfar, Einar
stopp, Guðmundur á fartinni o. fl., en þá var
það nýjung að ungir og hraustir menta-
menn legðu land undir fót sjer til heilsu-
bótar og andlegrar uppbyggingar. Jeg frædd-
ist mikið á þessari för og miklu meira um
fugla og skordýralíf og yfirleitt um alla
náttúruna, en ef við hefðum ferðast ríð-
andi; en mest fræddist jeg af samferða-
manninum sjálfum, bæði beinlínis og óbein-
línis. Er hann einhver sá mesti fræðasjór,
sem jeg hef hitt, ungra manna, athugull og
skýr og afbragðs kennari.
Töluðum við um flest efni, sem við höfð-
um áður hugleikið, nema kveðskap; vorum
við báðir farnir að yrkja, en ekki er mjer
grunlaust um að hvor um sig hafi þótt hirm
fremur atkvæðalítill á því sviði, og því leitt
alt tal hjá okkur um það efni. En jeg frædd-
ist um mjög margt af honum og met mikils
síðan. Hann var líka búhöldur og fjárhalds-
rnaður i för þessari; þótti mjer hann ná-
kvæmur, hreinskiftinn, en fullstrangur.
II.
Við hjeldum af stað síðari hluta dags og
hjeldum sem leið liggur upp að Kolviðarhóli;
var gott gönguveður. Við bárum lítilsháttar,
og þar á meðal eina konj aksflösku og dugði
hún okkur til ferðarinnar. Tvo litla, bláa
ferðapela gaf Brynjólfur kaupmaður Bjarna-
son okkur og blönduðum við á þá; en ekkert
drukkum við, en dreyptum aðeins stöku sinn.
um á þeim.
Gisting og annar beini var mjög ódýr hjá
bóndanum; þó gerði Ágúst ökonom ein-
hverja lítilsháttar athugasemd við verðlag-
ið á morgunmatnum, en fjekk svar, sem
meira en borgaði hallann: „Það gerir „bætti“
maturinn, góði minn“, svaraði bóndi og átti
við vellingsslettu, sem fylgdi með ágætum,
köldum mat; en út á hana var sáð sykri og
steyttum kanel. Varð okkur gott af matnum
og enn betra af svarinu.
Við lögðum upp fremur snemma, hjeldum
Hellisskarð og fórum okkur hægt; yfirleitt
var þaö svo 1 þessari för, að við gengum í
hægðum okkar fyrstu klukkustundirnar, en
smátt og smátt og svo sem hugsunarlaust
komst skriður á okkur þegar á leið, svo að
við meira að segja hlupum við fót hlaðsprett-
inn.
Frá Arnarbæli í ölvesi tókum við ferju;
var báturinn hriplekur og var jeg að hugsa
um að synda, en hætti við vegna samferða-
mannsins, sem mjer var ókunnugt um hvort
kynni sund. En alt fór vel. Komum við að
Kallaðarnesi og þáðum góðgerðir; þaðan
hjeldum við upp með ánni og yfir á brúnni
og að Bíldsfelli í Grafningi; þar sem lækjar-
sprænur urðu á leið okkar, fórum við úr
sokkunum og óðum berfættir. Vorum við
kátir og reifir og datt mjer þá í hug erindi
úr Aladin Öhlenslágers: Naturens muntre
Sön er selve Guden nærmest.
Við gistum hjá Jóni á Bíldsfelli; var þar
alt forníslenskt, húsakynni, matur, rúmfatn-
aður og alt annað — þar með talinn Jón sjálf-
ur. Sat hann á rúmstokknum hjá okkur lengi
fram eftir og spurði okkur frjetta úr Búa-
stríðinu. Sagði Ágúst honum alt af ljetta og
drakk bóndi hvert orð í sig; við borguðum
ekki annað þar, en með þessum fyrirlestri og
þóttumst góðir.