Lögrétta - 01.01.1933, Blaðsíða 48

Lögrétta - 01.01.1933, Blaðsíða 48
95 LÖGRJETTA 96 ‘Hthugasemd um Sonatorrek Það er langt síðan að mjer fanst það augljóst, að fyrsta erindið í Sonatorreki Egils Skallagrímssonar væri misskilið í öll- um skýringum, sem gerðar hafa verið á því. Fyrri hluti erindisins er svona: Mjök erumk tregt tungu at hræra úr loftvægi ljóðpundara. Misskilningurinn stafar af því, að allir, sem skýrt hafa kvæðið, leggja þann skiln- ing í byrjun þess, að Egill segist eiga bágt með að hræra tunguna, þ. e. að tala. En það er tungan á ljóðpundaranum, sem hann kveðst eiga erfitt með að hræra, svo að hún komist úr loftvægi, þ. e. jafnvægi. Þeg- ar þessa er gætt, verður byrjun kvæðisins öllum auðskilin. En í eldri skýringum er hún lítt skiljanleg, eða í raun og veru ó- skiljanleg. í útgáfu Sigurðar Kristj ánssonar af Egils sögu stendur í 3. vísuorði aðeins „loftvægi“, en 1 síðustu og vönduðustu útgáfu af sög- unni, sem nýlega er komin fram, frá ís- lensku Fornritaútgáfunni, stendur: „eðr loftvægi“. En þar er vísað til þess neðan- máls, að í handritum af kvæðinu finnist einnig: „úr loftvægi“, og jeg man ekki bet- ur en að svo standi í sumum eldri útgáfum af kvæðinu. Og jeg tel engan efa á því, að ,,úr“ sje þarna rjett, en „eðr“ rangt. Pundari er algengt orð og merkir: vog. Á voginni eru, í frumlegustu mynd hennar, sem enn er mjög notuð, tvær skálar. 1 aðra er það látið, sem vega skal, en í hina það, sem vegið er með, og tungan hreyfist eftir því, hvernig á skálarnar er hlaðið. Ef ekkert er í þær látið, eru þær í loftvægi eða jafnvægi, og þá hreyfist tungan ekki. Egill hefur nú pundarann í huga og vill hræra tungu hans. Og í síðara helmingi erindis- ins kemur það fram, hvað hann hugsar sjer að leggja á vogarskálina, en það er kvæði, sem honum er þá ekki „hógdrægt úr hugar fylgsnum“. Bak við orðin gæti legið hug- mynd um mann, sem draga skal fisk úr sjó og leggja síðan feng sinn á pundara- skálina til þess að finna þyngd hans eða gildi. Þ. G. H. F. H A M A R Vjelaverkstæði. Ketilsmiðja. Járnsteypa. R E Y K J A V I K Framleiðir: Gufukatla, margar stærðir eftir pöntun, fyrir brauðgerðarhús, lýsisbræðslur, þurkhús, smjörlíkisgerðir og ölgerðir Lifrarpressur — fleiri stærðir. Dragnótaspil, fyrir dekkbáta og opna báta (tryllubáta). Bakaríisofnar, ennfremur tilheyrandi þeim sjerstakir brauðkarmar, eld- karmar, súgspjöld, brauðaplötur o.fl. Reykháfar úr járni fyrir skip og hús, Ristar fyrir katla og ofna. Glóðarhöfuð úr stáli og steypujárni. Handrið, hlið og leiðisgrindur. Brunnkarmar og allskonar holræsisristar. Framkvæmir allskonar viðgerðír á skipum, gufuvjelum og mótorum, ennfremur rafmagnssuða, logsuða, köfunarvinna, mótasmíði o. fl. Framkvæmdar8tjóri: Ben. Gröndal, verkfræðingur. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.