Alþýðublaðið - 30.08.1963, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 30.08.1963, Qupperneq 3
Þessi mynd er tekin af þrem þeirra, sem siffla Mil- wood heim. Þeir fóru um borð þegar í gærmorgun og létu vel yfir ástandi skips ins. Hér er George Moir 1. vélstjóri að sýna skipstjór- anum, Joe Parker og véla- umsjónamanninum skemmd 'irnar, sem urðu við árekstur Mil'woods og Óðins. Washington, 29. ágúst. (NTB-Reuter). Frelsisgangan til stuðnings kröfunum um jafnrétti til handa öllum bandarískum borgurum, án tillits til hörundslitar, var í dag sögð hafa heppnast mjög vel, — bæði af hálfu foringja blökku- manna og annarra aðila. Híns vegar lét margur í ljós efasemdir um áhrifin, sem frels- isgangan muni hafa. Hér er fyrst og fremst átt við hugsanleg áhrif göngunnar á hina víðtæku stefnu skrá .Kennedys Bandaríkjafor- seta um mannréttindi. Því hefur verið hrósað, hversu frelsisgangan fór friðsamlega fram. Frelsisgangan á að leggja á- herzlu á stefnuskrána um mann- réftíndi b»cs er vænzt að hún .blínti stnðning begeia flokka á Þióðbinrfinn. en fmmvarnið mundi bæta mjög kjör hinna þel rtökku, ekki sízt á vinnumarkaðn- um. Foringjar göngunnar lögðu á- lierzlu á það í dag. að frelsisgang- an hefði farið fram án þess að til nokkurra a’varlegra átaka hefði komið. Þeir binda miklar vonir við áhrifin, sem þetta muni hafa á þjóðina og þingheim. í dag benti hins vegar ekkert til þess, að þingið mundi hraða afgreiðslu sinni á frumvarpi Kennedys um borgararéttindi. — Skýrt var frá því í dag, að af- greiðslu málsins yrði frestað í 10 daga vegna frídaganna í sam- bandi við verkalýðsdaginn 2. september. Formaður nefndar þeirrar í þinginu, sem fjallar um frum- j varpið, sagði í dag, að frelsisgang- an muni hafa góð áhrif á Þjóð- þinginu. Formaðurinn er kunnur fyrir frjálslynd viðhorf sín til borgararéttindamálsins. Hubert Humphrey öldungadeildarþing- maður lét í Ijós sama álit. Óttast er, að verði ekki brugðið nógu skjótt við, muni róttækari öfl meðal hinna þeldökku taka við forystunni í baráttunni af hinum hófsamari leiðtogum. Þar með væru kynþáttamálin í Bandaríkjunum komin á mun al- varlegt stig. Blöð um allan heim skrifuðu um frelsisgönguna til Washing- ton í dag. Þau segja, að gangan sé staðfesting á kröfu 20 milljón þeldökkra. Jafnframt leggja þau áherzlu á, að kynþáttadeilan sé ekki þar með komin á alvarlegt stig og lærdóm megi draga af mótmælagöngunni í gær. Frakkar a sto SAIGON og PARÍS, 29. ágúst. (NTB-Reuter). Stjórnin í Suður-Vietnam hef- ur í hyggju að efna til víðtækra f jöldafunda í mörgum hlutum landsins til stuðnings afstöðu sinni gagnvart Búddatrúarmönn- um. Þetta var haft eftir áreiðan- legum heimildum í Saigon í dag. Sagt er, að stjórnin vilji reyna að róa íbúa landsins og einn til gangur fjöldafundanna eigi að vera sá, að binda enda á orðróm um, að bróðir Ngo Dinh Diem forseta, Ngo Dinh Nhu, sé ósam þykkur honum varðandi stefnu hans. Skólum var lokað í Saigon í dag. Jafnframt hefur stjórnin sent bandarísku stjórninni orðsend ingu og mótmælt afskiptum hennar af innanríkismálum Suður Vietnam. Formælandi banda- ríska utanríkisráðuneytisins hef- ur neitað að skýra frá efni orð- sendingarinnar. í dag kom de Gaulle Frakk- landsforseti með þær óvæntu upp- lýsingar að Suður-Vietnam hefði verið heitið allri aðstoð, sem Frakkar gætu veitt. Jafnvel nánustu ráðherrar hans urðu undrandi, þar eð þeim hafði ekki verið skýrt frá frétt forsetans til blaðanna. í París hafa menn einkum veitt því eftirtekt, að de Gaulle AÐSTOÐ VIÐ Izvestia kvartar ÚTLÖND Framh. af 16. síðu í siðustu viku minnkaði Full- trúadeildin tillögu Kennedys for- seta um aðstoð við erlend ríki um 580 millj. dollara. Þetta er meiri lækkun en nokkru sinni áður hefur verið stungið upp á. Kennedy hefur hvatt öldungadeildina til að fallast á hina upphaflegu tillögu er það fjallar um og greiðir atkvæði um aðstoð við hin erlendu ríki. Framhald af 1. síðu. málum, og framlciðir það sem sín orð, sagði Izvestia. Izvestia hélt því fram, að í apr. 1961 hefði Alþýðudagblaðið líkt fyrstu mönnuðu geimferð Rússa við sigur kínverska alþýðulýðveld isins í borðtennis. Alþýðudagblaðið er eiua blaðið í heiminum, sem flutti svo til ekkert efni um fyrsta kvengeim- fara Sovétríkjanna, sagði Izves- tia. Ný Fram- haldssaga Á MORGUN hefst hér í blaðinu ný framhaldssaga. Lesendum er bent á að fylgj- ast með henni frá byrjun, því hér er um að ræða ó- venjulega spennandi og skemmtilega ástarsögu. Sagan heitir FIS í VINDI og er eftir Anne Lorraine. Hún gerizt I Englandi, og cr aðalsögusviðið þorp í ná- grenni Lundúna. Söguhetjan er bókavörður á sjúkrahúsi, og henda hana ýmsir ó- væntir atburðir áður en yfir lýkur. Fullyrða má, að þessi saga muni ekki valda þeim sem á annað borð hafa gam- an að spennandi ástasögum. neinum vonbrigðum. | íorseti vísar til tengsla Frakka við þróuninn í Cochin-Kína, Ann- j am og Tonkin og áhuga þeirra á þessari þróun. Með öðrum orðum j á forsetinn bæði við kommún- j istaríkið Norður-Vietnam og Suð- ur-Vietnam. Alain Peyrefitte, upplýsinga- málaráðherra, sem las upp yfir- lýsingu forsetans, neitaði að segja nokkuð um hana. Af franskri hálfu var sagt, að þessi ákvöroun de Gaulle for- seta hlyti að vekja gremju Kenn- edys forseta, en ekkert í yfirlýs- ingu de Gaulles gæfi ástæðu til slíkrar túlkunar. Enn reynt að námu- verkamönnum Washington, 29. ágúst. NTB-Reuter. Bandarískir björgunarmenn gerðu nýjar ráðstafanir í dag til að reyna að finna fleiri menn, sem kunna að vera enn á lífi cft- ir námuslysin í Noab, Utah og Hazleton, Pennsylvaniu. í Moab reyndu björgunarmenn að ná til manna, sem lokuðust inni í námu í sprengingu, sem varð á þriðjudag. 2 björguðust í gær. 8 látnir hafa fundizt, en hvað orðið hefur um hina er ekki vitað. í Hazleton heyrðu björgunar- menn veikt hljóð í gegnum hátal- ara. Vonast er til, að námuverka maðurinn Louis Bova, sem lok- aðist inni, sé enn á lífi. Hann hef ur verið innilokaður í 16 daga. Hið veika hljóð var leikið inn á segulband. Þegar það var rannsakað nánar síðar, kom í Ijós að hljóðin var af sandi, sem var á hreyfingu í 'námugöngunum. Björgunarslarfinu er samt haldið áfram af fullum krafti. BIFREIÐ SKEMMIST í ELDI Slökkviliðið var tvisvar kvatt út í gærdag. Um hádegisbilið var það kvatt að Melahúsi við Hjarð- arhaga, hafði kviknað þar í rusli við eidavél og myndast nokkur reykur. Skömmu fyrir kl. sex kviknaði í bifreið á mótum Álfheima og Ljósheima. Búið var að slökkva eldinn. þegar slökkviliðið kom á vettjraag. BJfreiðin skemm>list allmikið. Eldurinn kviknaði út frá rafmagni. Vandala- og rumpulýður ÞAÐ gerðist svo til strax eftir að stytta Ásmundar var komin á stall sinn í Suður- götu, að þrír unglingspiltar, 16-17 ára, voru farnir að reyna krafta sína á henni og reyna að skemma hana. Það er nánast furðulegt, að með- al þjóðar, sem telur sig menningarþjóð, skuli vera til sá vandala- og rumpulýður, að geta ekki séð íistaverk í friði. Listaverk eru sett upp til aö gleðjá þá, er á þau horfa. Þeir, sein ekki kunna að meta þau, geta látið vera að horfa á þau, en það er hreinn skepnuskapur að vilja eyðileggja þau fyrir öðrum, þó að manni geðjist ekki að þeim. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 30. ágúst 1963 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.